Svona spáum við fyrir kvöldið!

Allt um Júróvisjon profil mynd

Upp er runninn Söngvakeppnisdagurinn og ekki laust við að nú hellist yfir okkur spennuskjálftinn sem kemur alltaf á þessum degi. Að vanda spáum við í spilin fyrir kvöldið!

Eyrún spáir:

1EEVMargt hefur verið spekúlerað og rýnt í flutning og framlög, jafnt hér sem og í ýmsum miðlum síðustu daga. Flestallir hafa skoðun á því hvaða lag kemst alla leið og það verður að segjast að þrír flytjendur heyrast langmest; Daði, Dimma og Iva. Sú staðreynd að þessi þrjú framlög eru svo sterk og eiga hvert um sig heilmikið bakland er mjög skemmtileg og hressandi því að það er langt síðan keppnin hefur skipst svona upp. Í fyrra var það eiginlega Hatari frá upphafi og mér finnst oftar en eitt ákveðið lag standa upp úr lengst framan af og allt þar til kemur að keppnisdegi. Þá heltast önnur úr lestinni og fólk verður sannfært jafnvel áður en Söngvakeppnin fer í loftið. Þetta hlýtur því að þýða spennandi keppni!

Ég tel þó næsta víst að Daði Freyr og Dimma detti inn í einvígið og Iva fylgi þeim fast á eftir, mögulega blandi sér í toppbaráttuna á kostnað annars þeirra hafi sviðssetningin tekið dramatískum breytingum. Ég gæti þó trúað að það yrði pínu pattstaða er ef Daði og Dimma lentu saman í einvíginu, þá myndi fólk mögulega kjósa í meira mæli gegn ákveðnum flytjendum. Þetta segir okkur bara að no matter what – VIÐ VERÐUM AÐ KJÓSA!

Hildur spáir:

HTF_6Keppnin í ár er öllu meira spennandi heldur en hún hefur oft verið. Rétt eins og Eyrún kemur inn á hér að ofan þá var nokkuð ljóst strax í upphafi að Hatari myndi sigra í fyrra og slík staða hefur oft komið upp í Söngvakeppninni. Nú er staðan hins vegar önnur og mun fleiri lög sem eiga möguleika á að komast alla leið til Rotterdam í vor. Þrjú af þeim fimm sem keppa hafa þó verið mest í umræðinni, Think about things með Daða og Gagnamagninu, Almyrkvi með Dimmu og Oculis Videre með Ivu. Þetta eru þrjú afar ólík lög og gaman að sjá fjölbreytnina í keppninni. Síðust vikur hefur þó Think about things siglt nokkuð fram úr hinum tveim í umfjöllun og ef spilun laganna á t.d. Youtube og Spotify er skoðuð þá er lag Daða með margfalda spilun á við hin tvö. Iva er þó enn með mun meiri spilun en Dimma þegar þetta er ritað, einkum á Youtube. Þrátt fyrir þetta er þó aldrei að vita hvað gerist og alveg möguleiki á að Ísold og Helga eða Nína blandi sér í toppbaráttuna. Nína er til að mynda með svipaða spilun og Dimma á Spotify en talsvert meiri spilun á Youtube. Ég tel þó að möguleikar þeirra fari fyrst og fremst eftir dagsforminu og í hvaða stuði þjóðin er í kvöld. 

Að þessu sögðu spái ég þó að Daði og Iva fari í einvígið og Daði hafi þar afgerandi sigur þegar upp er staðið. 

Röðun laga og einvígið
Fyrsti hluti kosningar er blönduð símakosning og dómnefndarkosning. Við verðum alltaf að gera ráð fyrir fyrirætlan RÚV að gera gott sjónvarp úr Söngvakeppninni og þess vegna er yfirleitt raðað á ákveðinn hátt upp. Oft er þetta praktískt upp á skiptingar og hreyfingar stórra sviðsmuna á sviðinu á skemmstum tíma, t.d. þegar risastór sviðsmynd Hatara var sett upp síðust á svið, rétt á eftir auglýsingahléi. Stundum má lesa eitthvað um gengi laga eftir því hvenær þau stíga á svið  (eins og við skoðuðum hér í aðalkeppni Júróvisjón) en þetta er nú yfirleitt bara gott sjónvarp 🙂

Það er því dálítið gaman að skoða öll framlögin út frá því hvort þau lentu í einvígi eða ekki. Við tökum það fram að við styðjumst ekki við neitt annað en eigið brjóstvit í þessum efnum – og þessar kenningar eru auðhrekjanlegar!

Flytjendur efstir eftir blandaða kosningu Minni líkur eftir einvígið Meiri líkur eftir einvígið
Daði og Dimma Dimma? Daði?
Daði og Iva Iva Daði
Iva og Dimma Iva Dimma
Daði og Ísold&Helga Ísold&Helga Daði
Daði og Nína Nína Daði
Dimma og Ísold&Helga Ísold&Helga Dimma
Dimma og Nína Nína Dimma
Iva og Ísold&Helga Ísold&Helga Iva
Iva og Nína Nína Iva

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s