
Mynd: youtube.com
Nína er þriðja á svið þann 29. febrúar með lagið Echo.
Kostir:
- Viðlag sem er algjört heilalím!
- Pottþéttur söngur hjá Nínu.
- Þokkalega current lag með öllum helstu höfrungahljóðum o.fl. sem höfðar til flestra sem fylgjast með tónlist í dag.
Gallar:
- Bakraddirnar hljóma ekki nægilega vel með rödd Nínu.
- Hugsanlega mætti eitthvað meira gerast á sviðinu fyrr í laginu.
- Við köllum eftir auknum krafti í röddina!
Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Þetta er svona lag sem aldrei er að vita hvað gerist með. Það gæti algjörlega lent neðst en líka stokkið í toppbaráttuna þótt líkur séu að lagið verði ekki aðeins í miðjunni í röðinni á svið, heldur líka í lokaniðurstöðum.
Möguleikar í Eurovision sjálfri: Með sviðsetningu eins og í undankeppninni er eiginlega næsta víst að þetta yrði lagið þar sem allir fara að poppa eða pissa. Ef skrúfað verður upp í sviðsestningunni er hugsanlegt að lagið detti réttu megin við tíuna og fari í úrslit.