Sögustund AUJ: Hvar er best að vera í Júróvisjón?

Það er sko sannkölluð þjóðaríþrótt Júrónörda að spá í tölfræði. Reyndar er tölfræði lygilega skemmtileg og mjög margir sem spá í henni (ekki bara Júrónördar…)

Allir hafa heyrt um „dauðasætið“ sem á að vera annað lag á svið og að það sé dæmt til að gleymast í Júróvisjón o.s.frv. En hefur þetta verið skoðað ofan í kjölinn?

Við settum upp spæjarahattinn og beindum stækkunargleraugunum að einmitt þessu, röð laga á svið og hver áhrif hennar geta verið fyrir framganginn. Reyndar tókum við bara saman að þessu sinni hvort röðin hefði áhrif á það að lögin kæmust upp úr undanriðlunum í aðalkeppnina.

Það sem var undir var hversu miklu máli það skiptir að vera fyrsta lag á svið, annað lag, næst síðasta og síðasta lag á svið (upphaf og endir keppninnar) og til samanburðar tókum við líka miðjuatriðið. Undankeppnafyrirkomulagið eins og það er í dag, með tveimur undankeppnum og aðalkeppni, var fyrst kynnt árið 2008 svo að greiningin nær frá því ári til úrslitanna í fyrra.

Niðurstöðurnar eru nokkuð spennandi:

tölfr11.05

Hérna sést með einföldum hætti hvernig því lagi hefur gengið sem er 1. á svið, 2. á svið, í miðju, næstsíðast og síðast (X þýðir áfram í aðalkeppnina og 0 þýðir að viðkomandi situr eftir með sárt ennið).

Af þessu má sjá að á þessum sjö árum 2008-2014 hafa lögin sem stíga næstsíðust og síðust á svið í undankeppnunum langoftast komist áfram í aðalkeppnina. Í raun eru það bara heil fjögur framlög sem ekki hafa komist áfram af 28 alls! Það er nokkuð afgerandi tölfræði og því má segja að líkurnar á að komast áfram með þetta sviðsnúmer séu nokkuð háar.

Að stíga á svið í miðjunni þýðir ekkert endilega að viðkomandi komist áfram en 8 af 14 hafa komist áfram (6 setið eftir) sem er nokkurn veginn 50/50. Það sama má segja um annað lag á svið og því er líklegt að „dauðasætið“ nr. 2 á svið eigi kannski fremur við um framgang í aðalkeppninni.

Lökustu niðurstöðu í þessari greiningu er að finna í fyrsta framlagi á svið en þar hafa 6 af 14 komist áfram, rétt innan við helmingur framlaga. Það er kannski ekki mjög afgerandi en samt… maður getur efast. Gleymum samt ekki að Eurobandið steig fyrst á svið í undankeppninni í Belgrad 2008 með rífandi góðum árangri – svo það þarf nú ekkert að vera slæmt. Að því ógleymdu að lögin eru gífurlega misjöfn að gæðum 🙂

María okkar verður 12. framlagið af 17 lögum á öðru undankvöldinu og samkvæmt tölfræðinni ætti það að spila með okkur. Það er þó ekki allt tölfræði og við treystum á sjarma og reynslu íslenska hópsins til að drífa okkur áfram í aðalkeppnina – ÁFRAM ÍSLAND!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s