
Mynd: Facebook – Ísold og Helga
Ísold og Helga stíga fyrstar á svið í úrslitum Söngvakeppninnar þann 29. febrúar með laginu Meet me halfway. Við ætlum að kíkja aðeins á möguleika þeirra í úrslitunum.
Kostir:
- Skotheldur og aðdáunarverður flutningur – sem var klárlega það sem kom þeim hingað í úrslitin!
- Röddun í góðum gæðum.
- Lagið er ákaflega útvarpsvænt og rennur vel, sannkölluð sveitaballaklassík!
Gallar:
- Vantar alla kemestríu á milli þeirra.
- Ef ske kynni að flutningurinn klikki, þá er ekki mikið eftir.
- Nánast of týpískt íslenskt popplag sem fer inn um annað og út um hitt.
Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Miðað við hverja þær eru að keppa, þá teljum við ekki mikla möguleika á því að þær komist í einvígið á úrslitakvöldinu. Ef það gerist, verður það að skrifast á dagsformið hjá flytjendum almennt.
Möguleikar í Eurovision sjálfri: Því miður sjáum við afar litla möguleika í Eurovision sjálfri. Þrátt fyrir að lagið sé fallegt og vel sungið er það einhvern veginn hvorki né og það er dæmt til að gleymast í svona stórri keppni. Sviðssetning fyrir svona lag þarf að vera ákaflega grand (með gimmikki) til að virka og verða eftirminnileg. Við teljum því líkur á að komast í úrslit nánast engar.