
Mynd: Söngvakeppnin á Facebook
Síðastir (en alls ekki sístir!) á svið eru strákarnir í Dimmu með lagið sitt Almyrkva.
Kostir:
- Hressandi að heyra þungarokkið sungið á íslensku.
- Söngurinn lofar góðu.
- Lagið er allt öðruvísi en hin í keppninni og hefur mikla sérstöðu
Gallar:
- Einhvern veginn eru þeir ekki nógu sannfærandi fyrir okkar smekk.
- Söknum þess að sjá ekki Stebba tala meira við áhorfendur í gegnum myndavélina.
- Lagið alls ekki nógu rismikið og grípandi
Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Atriði og lag Dimmu er klárlega eitt af þeim sem hafa vakið athygli og umtal í keppninni í ár. Dimma er hljómsveit sem á marga aðdáendur og hugsanlega aðdáendur sem kjósa alla jafna ekki í Söngvakeppninni en gera það nú til að styðja sína menn og koma þeim því í einvígið.
Möguleikar í Eurovision sjálfri: Við teljum lag Dimmu einfaldlega ekki nægilega sterkt og eftirminnilegt til þess að eiga raunverulega möguleika á að komast í úrslit. Það gæti þó gerst en fer algjörlega eftir því hvaða önnur lög verða með okkur í undanúrslitum.