Uppáhalds!

Hér tökum við reglulega saman okkar uppáhalds Júrómola – þeir eru hver öðrum betri!

Uppáhalds: Huominen Eurooppa, undankeppni í Finnlandi 1989

Í tilefni þess að nú standa undankeppnir yfir víðsvegar um Evrópu langar okkur til að skella inn einu gömlu uppáhalds. Þetta lag er frá árinu 1989 og keppti í undankeppninni í Finnlandi það ár en komst því miður ekki í aðalkeppnina, lenti raunar í næst síðasta sæti í undankeppninni.

Lagið er eftir Gösta Sundqvist, að því virðist farsælan finnskan tónlistarmann sem var í hljómsveit sem aldrei kom fram opinberlega en var samt sem áður mjög þekkt. Gösta þessi, sem lést árið 2003, var skrifaði einnig gamanþætti og var, af því er hægt er að lesa til um hann á Internetinu, vel liðin í heimalandi sínu Finnlandi. Söngkonan sem syngur heitir Tanjalotta Räikkä og hefur eins og heyrist í laginu afar djúpa og sérstæða rödd! Samkvæmt IMDB er hún leikkona og hefur leikið í hinum ýmsu myndum og þáttum í Finnlandi.

Þetta lag er eiginlega of mikil snilld finnst mér og við mælum með að þið hlustið á það því það er enginn leið að lýsa því almennilega!
– Hildur

 

________________________________________________

Uppáhalds: Plastic Bertrand: Amour Amour (1987)

Lúxemborg er eitt af stórveldunum í hinni gömlu Eurovision og tók þátt frá upphafi og til ársins 1993, með eins árs undantekningu (1959). Fjórum sinnum bar þjóðin sigur úr býtum en þrisvar sinnum rak hún lestina.

Uppáhaldið í dag er framlag Lúxemborgar árið 1987. Flytjandinn kallaði sig Plastic Bertrand en hét í raun Roger Allen François Jouret. Hann er belgískur tónlistarmaður, lagahöfundur og pródúser og í seinni tíð þekktur kynnir í sjónvarpi. Hann er þekktastur fyrir „one hit wonder“-inn sinn frá árinu 1977 Ça plane pour moi. Íslendingar þekkja þetta lag mætavel við texta og flutning Hemma Gunn (Einn dans við mig)!!

Lagið sem Plastic Bertrand flutti í Eurovision var skólabókardæmi um „skæslegt“ 80’s popp, Amour, Amour. Laginu gekk hins vegar ekkert alltof vel, fékk aðeins 4 stig og lenti í 21. sæti. En ekki er hægt að segja annað en að myndbandið sé tær snilld! Allt við það er 80’s: lagið, búningarnir, hreyfingarnar… Vil benda lesendum á bleikasta jakka sem um getur í Eurovision!! (Hann er meira að segja jafnbleikur og lógóið okkar hérna á síðunni) 🙂
– Eyrún

__________________________________________________

Uppáhalds: Anjeza Shahini: Image of you (2004)

Árið 2004 var það hin unga og efnilega Anjeza Shahini sem steig á stokk fyrir hönd Albaníu í fyrsta skipti í Júróvísjon.  Anjeza söng lagið Image of you og var vel tekið. Hún lenti í 4. sæti í undankeppninni og komst því áfram í úrslit þar sem hún lenti í sjöunda sæti. Fyrstu skref Albana voru því góð. Lagið finnst mér er einstaklega grípandi og skemmtilegt og er það í flokki þeirra laga úr Júróvísjon sem ég hlusta reglulega á. Það sem vakti fyrst athygli mína við lagið var þó ekki lagið sjálft heldur dásamlegt myndband sem var tekið upp í leikfimisal þar sem allir voru í 9. áratugs leikfimi fötum.  Því miður finnst myndbandið hvergi lengur á netinu.

Anjeza hefur ekki setið auðum höndum síðan hún var ung og efnileg í Júróvísjon fyrir sex árum. Hún bjó um tíma í Vín þar sem hún lagði stund á poppfræði auk þess sem hún reyndi að komast aftur í Júróvísjon árið 2006 en komst ekki. Varð uppi fótur og fit við þau úrslit í Albaníu og var dómnefndin sem valdi lagið Zjarr E Ftohtë í flutningi Luiz Ejlli sem sigurvegara í albönsku undankeppninni, sökuð um svindl enda gátu menn ekki séð hvernig hin mjög svo albanska Anjeza gat tapað fyrir Luiz. Anejza hefur einnig gefið út sýna fyrstu sólóplötu sem inniheldur lög eftir hana sjálfa og er að öllu leyti sungin á albönsku.

Hér má sjá framlag Albana árið 2006 þegar Anejza komst ekki í keppnina.

og svo framlag hennar til undankeppninnar í Albaníu árið 2006. Dæmi nú hver fyrir sig hvort er betra!

– Hildur

__________________________________________________

Uppáhalds: Nicola – Don’t break my heart

Rúmenar hafa oft sent það sem við hér á Allt um júróvísjon kjósum að kalla klúbbalög í keppnina og eru þau oftast mjög skemmtileg. Eitt af mínum uppáhalds lögum frá Rúmeníu fellur þó kannski ekki allveg í klúbbalaga flokkinn þó það sé mjög nálagt því. Það er lagið Don’t break my heart frá árinu 2003 og var flutt af hinn nefmæltu Nicolu. Þó svo að lagið falli ekki allveg í klúbbaflokkin að mínu mati þá var það greinilega ætlunin hjá Rúmenum að lagði gerði það enda var plötusnúður á sviðinu með stærstu plötur sem ég hef séð! Á sviðinu voru líka dansara sem fækkuðu fötum í gríð og erg en það var mikið í tísku á þessum árum að fækka fötum á sviðinu og breyta búningum. Nicola sjálf var þó í sínum alltof stóru rauðu jakkafötum allan tíman! Þetta er klárlega eitt af mínum uppáhalds lögum og uppáhalds atirðum á sviði!

– Hildur

_________________________________________________

Uppáhalds: Papa Pengouin

Það er alltaf dásamlegt þegar búningarnir spila stærsta hlutverkið í Eurovision! Það má segja um framlag Lúxemborgar 1980 þegar frönsku tvíburasysturnar Magaly og Sophie sungu um Papa Pengouin, sorgmæddu mörgæsina sem vildi ekkert frekar en að geta flogið um eins og máfur! Þær lentu í 9. sæti og fengu alls 56 stig.

Í kjölfarið urðu þær gríðarvinsælar í Frakklandi og lagið seldist í milljónum eintaka. Systurnar komust þó að því að frægðin er hverful og hver smáskífa þeirra á fætur annarri hlaut falleinkunn hlustenda og fjölmiðla. Þær gáfu út á árunum 1980-1981 sjö lög en ekkert þeirra náði viðlíka vinsældum og Papa Pengouin. Enda snilldarlag! 🙂

– Eyrún

____________________________________________

Uppáhalds: Je N’ai Que Mon âme

Ég hef verið að renna í gegnum keppnirnar frá því í kringum árið 2000. Ég komst að því þessari yfirferð minni að í keppninni árið 2001 var dálítið mikið af lögum sem ég held upp á. Af 23 þremur lögum í keppninni þetta ár voru sjö lög sem ég held mikið upp á. Sem uppáhalds í þessa færslu ætla ég að velja lagið Je N’ai Qou Mon ame í flutningi Natasha St-Pier. Hins vegar voru framlög Rússa, Bretlands, Slóveníu, Möltu, Grikklands og Danmerkur mjög skemmtileg og það er aldrei að vita nema eitthvert þeirra rati í þennan flokk, gömul uppáhalds!

En hér getið þið hlustað á lagið Je N’ai Que Mon âme. Flutningur Natasha var sögulegur því í fyrsta skipti í sögu Eurovsion sungu Frakkar á ensku. Lagið var reyndar bara flutt að hluta á ensku. Mér finnst lagið njóta sín mun betur á frummálinu þrátt fyrir að franska sé alls ekki mitt uppáhaldssöngmál.

-Hildur

____________________________________________

Uppáhalds: Den vilda

Eitt af hugljúfari lögum sem Eurovision-keppnin hefur alið er sænska framlagið í keppninni 1996. Sú keppni var reyndar frábær, alveg svakalega mörg góð lög. Hljómsveitin One More Time með Nanne Grönvall og Mariu Rådsten í fararbroddi syngja ballöðuna Den vilda (eða Villinginn). Báðar hafa þær oft tekið þátt í sænsku forkeppninni Melodifestivalen og Nanne Grönvall er nokkurs konar Sigga Beinteins þeirra Svía.

Fyrir þá sem kannast við lagið, hefur það verið sungið á íslensku sem Dansaðu vindur (Eivör Pálsdóttir) á Frostrósartónleikunum 2008 þar sem Hera Björk var einn flytjenda!

English: Old time favorite of mine is this swedish entry for 1996 with Nanne Grönwall og Maria Rådsten as the group One More Time. The song Den vilda is a lovely ballade. It has even been sung in Icelandic as Dansaðu vindur by Eivör Pálsdóttir at the Frostroses concert in 2008. The fun twist is that Hera Bjork, Iceland’s performer this year, was one of the Frostroses! 🙂

– Eyrún

______________________________________________

Uppáhalds: Rock Bottom

Bretar voru framan af í Eurovision ákaflega sigursælir; þeir hafa fimm sinnum unnið í keppninni og 4. sinnum lent í þriðja sæti. Hins vegar stenst enginn þeim snúning þegar kemur að öðru sætinu, því að Bretland hefur 16 SINNUM lent í 2. sæti.
Þar á meðal var árið 1977 þegar Lynsey de Paul og Mike Moran fluttu skemmtilega smellinn Rock Bottom og léku á tvo flygla!
– þetta ætti kannski betur við framlag frá Íslandi í ár, ættum við að stela þessum gamla titli? 😉

Eyrún Ellý

__________________________________________________________________

Uppáhalds: Mama Corsica

Frakkland í Eurovision… það krefst heillar færslu! En árið 1993 flutti Patrick Fiori lagið Mama Corsica og gerði það með stakri prýði og hafnaði í fjórða sæti. Það gerir það að einu af uppáhaldslögum Eyrúnar.

___________________________________________________

Uppáhalds: Hajde Da Ludujemo

Júgóslavía átti sér langa sögu í Eurovision. Þjóðin tók fyrst þátt árið 1961 en í síðasta skipti árið 1992. Allir ættu nú að vita að Júgóslavía er ekki til lengur en þær þjóðir sem áður voru Júgóslavía taka flestar þátt í Eurovision og hafa náð langt.

Þetta lag keppti fyrir hönd Júgóslavíu árið 1990. Þetta er svo ofsalega hresst og skemmtilegt lag og hún Tajci er með svo hrikalega skemmtilega sviðsframkomu! Algjörlega eitt af allra skemmtilegust Eurovisionlögum allra tíma að mín mati!

__________________________________________________

Uppáhalds: Cool Vibes

Vanilla Ninja ætti að vera Euro-nördum að góðu kunn en hljómsveitin er skipuð eistneskum stúlkum. Þær eru gríðarlega vinsælar í heimalandinu og kepptu í undankeppninni heima fyrir 2003 og 2007. Einnig eiga þær vinsældum að fagna í Evrópu, einkum í Mið-Evrópu, Þýskalandi og Austurríki. Þær kepptu fyrir hönd Sviss í keppninni 2005 og lentu þá í áttunda sæti. Stúlkurnar eru algerar stjörnur í heimalandinu og hefur sælgæti og rjómaís verið nefndur eftir þeim!

_________________________________________________

Uppáhalds: Wild dances

Ruslana kom sá og sigraði í Eurovision árið 2004 með laginu Wild dances. Þetta lag er eitt af mínum uppáhalds Eurovisionlögum enda fer ég alltaf í gott skap þegar ég heyri það. Lagið hefur komið mér í partýstuð við ótal tækifæri auk þess að hafa tryllt líðin á börum og böllum víðsvegar um Evrópu.

Ruslana er afskaplega þekkt söngkona í heimalandi sínu, Úrkaínu. Auk þess er hún vinsæl víðsvegar um Austur Evróup sérstakleg og hefur haldið tónleika bæði Seoul og er á leiðinni í upptöku hjá Argentíska sjónvarpinu. Hún ákvað þó fljótlega eftir sigurinn í Eurovision að leggja sönginn á hilluna og hella sér í stjórnmálin en það var mitt í appelsínugulu byltingunni í Úkraínu. Af dagsrá hennar að dæma á heimasíðuhennar www.ruslana.org. er hún þó langt frá því að vera hætt í poppinu og lítið hefur heyrst af afrekum hennar í stjórnmálum.

Hér er að finna myndbandið við Wild dances. Hér er lagið öllu lengra en þegar það var flutt í Eurovision enda mega lög í Eurovision ekki vera lengri en 3 mínútur.

– Hildur

______________________________________________

Uppáhalds: My Star

Hljómsveitin Brainstorm flutti lagið My Star í fyrsta sinn sem Lettland tók þátt í Eurovision, árið 2000. Lagið var með þeim skemmtilegri í keppninni það árið og hafnaði í þriðja sæti.
Síðan þá hefur Lettlandi yfirleitt gengið vel, vann árið 2002 en hefur síðan lent í 3.-18. sæti fyrir utan árið 2003 þegar F.L.Y. sungu Hello from Mars og lentu í 24. sæti. En það var nú líka hernaðarlegt bragð, til að þurfa ekki að halda keppnina aftur!

______________________________________________

Uppáhalds: Fra Mols til Skagen

Dönsku framlögin höfða alltaf sérstaklega mikið til Íslendinga og eitt af uppáhaldslögum Eyrúnar er þar engin undantekning.

Aud Wilken flutti lagið Fra Mols til Skagen í keppninni 1995 og lenti í 5. sæti með 92 stigum. Hins vegar var tíundi áratugurinn alls ekki góður fyrir Dani; þeir fengu ekki að taka þátt 1994, 1996 og 1998 og í flestum öðrum keppnum lentu þeir í botnsætunum. Lukkan snerist þeim þó í hag árið 2000 þegar Olsen-bræðurnir sigruðu.
– Eyrún

________________________________________

Uppáhalds: Eres Tu

Spánverjar hafa ekki átt sjö dagana sæla í Eurovision síðustu ár. Hins vegar urðu þeir í 2. sæti árið 1973 með lagðinu Eres tu í flutningi Mocedades. Þetta er eitt af uppáhalds Eurovision lögum Hildar.