Eftir seinna undankvöld Söngvakeppninnar 2018

songvakeppnin2

Mynd: Söngvakeppnin á Facebook.

Nú hafa undanriðlarnir tveir fyrir úrslit Söngvakeppninnar 2018 farið fram og við sitjum eftir með 6 lög (engan Svarta-Pétur í ár) í úrslitunum. Hér ætlum við að rekja ofurlítið hvað fram fór í Háskólabíó á laugardaginn var:

Aron Hannes mætti galvaskur fyrstur á sviðið með tvo unga dansara og þrjár bakraddir sér til fulltingis. Í fyrstu atrennu þurfti hann þó að standa vaktina einn þar sem ekkert heyrðist í bakröddunum. En eftir að öll hin lögin voru flutt fengu þeir félagar að spreyta sig í annað sinn. Með honum í bakröddum voru m.a. Ásgeir Orri úr StopWaitGo og Pétur úr Bláum Ópal og F.U.N.K. og hressleikinn var sannarlega fyrir hendi. Nokkuð öruggt að þeir hafi komist áfram og salurinn tók vel undir.

Rakel Páls var önnur á svið og gaman að sjá örlítinn metnað í sviðssetningu og meira að segja smá gimmikk þegar hvítu tjöldin féllu. Flutningurinn hennar var gallalaus og lagið naut sín vel. Eina sem stakk okkur var hversu illa staðsett byrjunin á klippunni hennar var; byrjaði á löngum blast-tóni sem var alls ekki takt við heildaryfirbragð lagsins.

SLAY-stúlkurnar héldu uppi stuðinu og breyttu sviðinu í alvöru diskópartí. Bakraddasöngkonurnar voru ögn óöruggar en engan bilbug var að finna á Stefaníu sem sýndi og sannaði að hún er virkilega góð söngkona. Ekki spillti neitt fyrir stemmingu og stuði, enda DJ-búr úr diskókúlu og risadiskókúla á sviðinu að ógleymdum glimmersprengjum í lokin.

Þórir og Gyða komu flestum í salnum til að brosa (bambaramm!). Greinilegt var að framsetning á sviðinu átti að vera mjög afslöppuð, sófi, mottur og lampar á sviðinu en þetta varð pínu kaótískt fyrir vikið, enginn heildarstíll. Stress mátti aðeins sjá á flytjendunum og þetta varð pínu stíft en voða ljúft og rann vel.

Dagur Sigurðsson var næstsíðastur á svið með allt powerið í húsinu. Vopnaður veglegum bakröddum, skýja- og eldingagrafík stóð Dagur sig frábærlega og var eiginlega betri en í stúdíó-útgáfunni. Júlí Heiðar sló sneriltrommuna af list og heildarmyndin svakalega flott. Verðugt sæti á úrslitakvöldinu þar!

Áttan lokaði svo keppninni (að Aroni Hannesi undanskildum) og mikil spenna var í loftinu fyrir frammistöðu þeirra. Gaman var að sjá Aron Brink og Ásgeir Orra standa þétt við bakið á Agli í bakröddum. Ekki kom neitt sérlega á óvart að þau Egill og Sonja hafi verið fölsk en lífsgleðin skein af þeim og það virðist hafa skipt meginmáli í flutningnum – stemmingin í húsinu var gríðarleg eftir flutninginn. Með sterkt bakland virðast þeim engin sund lokuð og næst eru það úrslitin!

Auglýsingar

Yfirferð laga II: Söngvakeppnin 2018

songvakeppnin2018_2

Seinna undankvöldið í Söngvakeppninni í kvöld og því ekki seinna vænna en að kíkja á lögin sex sem keppa í kvöld:
Golddigger / Gold Digger – Aron Hannes

Hildur: Líklega er hér á ferðinni mest grípandi lag keppninnar í ár. Þegar ég hlustaði í gegnum öll lögin í fyrsta skipti var þetta annað tveggja laga sem ég mundi yfir höfuð eftir. Við sáum það í fyrra að Aron Hannes er næstum eins og fæddur fyrir svona keppni, hann er góður flytjandi, óhræddur á sviðinu og kann sannarlega að tala við myndavélarnar. Þó lagið sé ekki frumlegt þá er það vel unnið og útsett og því næsta víst að Aron flýgur beina leið í Laugardalshöllina.
Eyrún: Aron tekur annan túr í Söngvakeppninni í ár og lagið (eða element úr því) höfum við öll heyrt áður (halló Bruno Mars!) – það er oft góðs viti og hjálpar til upp á tengingar. Fjörið á pottþétt ekki eftir að vanta á sviðið. Eina sem mér finnst virkilega vont er textinn á íslensku, sá enski er strax betri og vonandi þarf ég ekki mikið að pirra mig á hinum íslenska því að enski verður jú fluttur í Laugardalshöll og Aron er nánast öruggur þangað.

Óskin mín / My wish – Rakel Pálsdóttir

Eyrún: Rakel er alveg dásamleg söngkona og er reynslumikil í Söngvakeppninni. Lagið er hugljúft og einfaldleikinn virkar oftast best. Ég held að hún sé örugg áfram í úrslitin og mjög verðugur fulltrúi þar!
Hildur: Yndilega hugljúft lag með svo ótrúlega fallega sögu á bak við sig. Rakel er góður flytjandi og mun án efa skila sínu 100% og ríflega það á sviðinu. Þrátt fyrir að lagið sé fallegt og hugljúft er það kannski helst til of lágstemmt til þess að eiga möguleika á að fara áfram í úrslit.

Svaka stuð / Heart Attack – Stefanía Svavarsdóttir, Agnes Marinósdóttir og Regína Lilja Magnúsdóttir

Hildur: Ég er ekki sérlegur diskó-aðdáandi og því miður er þetta ákúrat sú tegund af diskó lögum sem mér fara eiginlega bara í taugarnar á mér. Lagið er þó vel gert og stelpurnar, með Stefaníu í fararbroddi, munu án efa flytja lagið vel. Ég hef örlitlar áhyggjur af því að þetta sé eitt af þeim lögum sem erfitt er að sviðsetja en vona svo sannarlega að þeim hafi tekist að búa til skemmtilegt show fyrir sjónvarp!
Eyrún: Æ, þetta lag gæti orðið svo mun meira en það er, sem er meiri synd því að þær eru allar þrjár þrususöngkonur og Stefanía Svavars ein besta og fjölhæfasta söngkona af yngri kynslóðinni. En því miður held ég að þetta eigi ekki upp á pallborðið í ár.

Brosa / With You – Þórir Geir Guðmundsson og Gyða Margrét Kristjánsdóttir

Eyrún: Hugljúft og krúttlegt lag en ég veit ekki alveg með framhaldið því að það verður að virka líka á sviðinu, kemestría og jafnvel pínu gimmikk getur hjálpað mikið til.
Hildur: 
Líkt og í fyrra lagi þeirra Guðmundar og Fannars þá er svo mikil gúddífíling að kona fer ósjálfrátt að dilla sér. Hér er á ferðinni annar af tveimur dúetum kvöldsins og það mun mæða mikið á þeim Þóri og Gyðu að ná góðri kemestríu bæði sín á milli og  við áhorfendur. Ef vel tekst til eiga þau góða von á að komast áfram.

Í stormi / Saviours – Dagur Sigurðsson

Hildur: Það verður gaman að sjá Dag á Söngvakeppnissviðinu enda magnaður söngvari! Lagið hentar honum einkar vel og hann mun negla þetta. Júlí Heiðar hefur sviðsett lögin sín nokkuð skemmtilega. Mér finnst þó vanta eitthvað í það til að fullkomna það og tel því að gengi lagsins mun því velta  mikið á því hvernig það kemur út í sjónvarpinu.
Eyrún: Ég fílaði lagið alveg frá fyrstu hlustun og það á heilmikið erindi á sviðið. Ég hlakka mikið til að sjá það og powerið verður sko ekki sparað! Stundum er það jafnvel í það mesta og mætti alveg tóna aðeins niður. Ég er þó nokkuð viss um að Dagur flýgur áfram í úrslitin.

 Hér með þér / Here for you – Áttan – Sonja Valdin og Egill Ploder

Eyrún: Áttan er afskaplega vinsæl og uppskriftin að þessu lagi er eins og á flestum vinsælum lögum í dag, autotune og easy-listening ballaða með gríðarlegum endurtekningum. Ég er pínu hrædd við lifandi flutninginn hjá þeim, því að mér finnst þau hafa verið fremur brokkgeng live undanfarið en baklandið er sterkt og ég hugsa að fyrsta umslagið verði þeirra í kvöld.
Hildur:
 Ég er kannski bara orðin of gömul, en ég fatta þetta lag ekki. Finnst lagið hvorki fugl né fiskur og líða hreinlega áfram án þess að kona taki eftir því að verið sé að spila það. Það er lítið ris í laginu og viðlagið endurtekið aftur og aftur sem getur bæði virkað leiðigjarnt og eftirminnilegt og bara spurning hvoru megin lagið lendir! Áttan er gríðarlega vinsæl og þau eru síðust á svið svo að það er næsta víst að þau verða með í Laugardalshöllinni 3. mars.

 

 

Eftir Júróvisjón: 49 atriði sem komu á óvart á úrslitakvöldinu!

downloadNú er loks vertíðin á enda runnin þetta árið og við þökkum kærlega fyrir samfylgdina!

Áður en við skríðum inn í PED-ið og hlustum á Amar pelos Dois á repeat í fósturstellingu og allar lúppur af Epic Sax Guy sem internetið hefur að geyma, skulum við rifja upp allt það sem var skrítið og skemmtilegt á úrslitakvöldinu á laugardaginn var.

Við verðum að sjálfsögðu að taka fram 49 atriði – eitt fyrir hvert portúgalskt framlag fram til dagsins í dag! 🙂

 1. Hressleikinn í kynningum á lögunum setti punktinn yfir i-ið í stemmingarsköpun, hollensku 90’s-gellurnar áttu klárlega flottasta samhæfða múvið!
 2. Ísraelinn stóð sig því miður ekki sem best í úrslitunum – ótrúlegt samt að hann hafi náð 3. sæti í undankeppninni en endaði í 23. sæti í úrslitunum. Gæti röðin á svið (fyrstur) haft eitthvað þar að segja líka?
 3. Frammistaða Fransescos okkar, sem mestar væntingar hafa auðvitað verið um, var ekki beinlínis töfrum líkust en mjög góð og heildarpakkinn flottur – svona rétt eins og cannelloni með kotasælu, spínati og basilikku; pottþétt en ekkert stórkostlegt!
 4. Samt gott múv hjá honum að vera með regnbogarendur á jakkafötunum, kúdos!
 5. Pólsku brjóstin voru umtöluð eftir undankeppnina; annað hafði aumingja Kasia undir handleggnum á meðan hitt var á sínum stað. Kjóllinn var meira á sínum stað í aðalkeppninni. Húrra fyrir því!
 6. Aww, hvítrússneski kossinn í lok lagsins var einlægur og krúttlegur.
 7. Sá í lok rúmenska lagsins var meira eins og árás, úff!
 8. Mikið hlýtur að vera skemmtilegt að hanga svona í tunglinu hans Nathans Trent. Getur Páll Óskar ekki fengið það fyrir Gaypride-vagninn sinn? Nathan ætlar pottþétt ekki að nota það áfram…
 9. Ætli sviðshönnuður Armena sé enn að hlusta mikið á Ray of Light með Madonnu?
 10. Hollendingarnir hafa ætlað að teika sviðshönnunina frá elsku elsku Michal okkar frá Póllandi í fyrra – með letri fyrir lögblinda. Mögulega skipti það sköpum.
 11. Flosi okkar á 35. mínútu sló algjörlega í gegn – fékk tvít um sig og allt! Love!!
 12. Máttur internetsins svíkur ekki og Epic Sax Guy kom, sá og kom einu fátækasta ríki Evrópu í 3. sæti heilt yfir!
 13. Gullfossinn í danska laginu gerði það vissulega bærilegra en ekki gott samt.
 14. Sjokkið sem við fengum yfir tilkynningu Ísraela í beinni útsendingu í kosningunni! Þýðir þetta að við fáum aldrei fleiri gulldrengi? ALMÁTTUGUR!
 15. DiHaj aserska hlýtur að hafa náð myllu með þessum krossum sínum á bök bakraddasöngvaranna – við veltum því fyrir okkur hvað þeir eigi annars að þýða!?
 16. Króatinn ákvað greinilega að reyna einn síns liðs að toppa Il volo, með óperusöng á ítölsku – stælaði meira að segja hárgreiðsluna þeirra og YESSaði vel í lokin!
 17. Við héldum nánast allan tímann fyrir eyrun í ástralska laginu, því við óttuðumst að það kæmi annar skrækur eins og í undankeppninni. En Isahiah stóð sig mun betur á laugardag – og komst í 9. sæti.
 18. Ótrúlegt samt að lag geti komist í 9. sæti þegar hann fékk ekki nema 2 stig úr símakosningu…
 19. Hræðilegi skrækfalski tónninn kom svo í spænska laginu stuttu seinna – og við vorum engan veginn viðbúnar! Jæks! Ekki að furða að síðasta sætið varð þeirra…
 20. Noregur samplaði sig inn í 10. sætið – spurning hvort við sjáum miklar breytingar í raddnotkun á sviði strax í næstu keppni?
 21. Måns stóð sig að okkar mati mun betur í þessu 3 mínútna innslagi en hinir þrír allt showið… minnti okkur á hvað við söknum LoveLovePeacePeace!
 22. Á topp 10 enduðu þrjú af fjórum lögum sem sungin voru á frummálunum; portúgölsku, ítölsku og ungversku. Hvít-Rússarnir lentu svo í 17. sæti, með hvítrússneskuna í fyrsta sinn, sem er nokkuð gott!
 23. Lucie hin breska virðist ekki hafa áttað sig almennilega á close up-unum sínum því að tjáningargretturnar hennar voru þvílíkar að við vorum farnar að halda að hún væri að stæla Salvador.
 24. Hárgreiðsla þýsku stúlkunnar hefði aðeins mögulega getað orðið þýskari ef hún hefði verið með mullet! Hún var allavega mjög busy in the front en lítið party in the back!
 25. Georgíski sigurvegarinn í Junior Eurovision 2016 lét kynnana þrjá líta afar illa út! Þeir voru í 3 mánuði í enskukennslu fyrir keppni! Hún er 11 ára
 26. Ruslana blessunin hefur lítið skánað í enskunni sem heyrðist dálítið í annars skemmtilegu atriði í hléinu og er enn á fullu í víkingaþemanu, að minnsta kosti hringabrynjunni.
 27. Rasskynnabrandarinn hans Gísla Marteins fékk okkur til að skella upp úr! Tékkið á 2:41:00 🙂
 28. Eina dómnefnd þjóðar í úrslitunum sem ekki gaf Portúgal stig var hin búlgarska – keppnisskap much?
 29. En portúgalska dómnefndin gaf reyndar heldur ekki Ítalíu eða Búlgaríu nein stig.
 30. Eftir að dómnefndirnar höfðu lokið sér af og Portúgal var í forystu héldum við næstum að þetta væri komið og símakosningin myndi raða þessu allt öðruvísi.
 31. Ótrúlegt að Ítalinn hafi ekki fengið meira úr símakosningunni – við ímyndum okkur að Ítalía sé enn í sjokki en vonumst til að þetta verði ekki til þess að þeir hætti aftur að keppa!
 32. Portúgalar hafa náð ótrúlegum árangri á 20 árum: 0 stig árið 1997 og 758 stig og sigur árið 2017!
 33. Ótrúlegasta sætaskipanin hlýtur að vera Króatía í 13. sæti! Hvaða brandari var það sem við náðum ekki?
 34. Knús á Marcus and Martinus frá Noregi – krúttmonsur kvöldsins!
 35. Hins vegar minnti Björgvin Halldórsson okkur mest á Austin Powers með Portúgal-handahreyfingunni!Screen-Shot-2017-05-13-at-22.08.21
 36. Merkilegt þegar fagnað var nágrannastigum Spánar til Portúgals en búað yfir stigum Finnlands til Svíþjóðar!
 37. Hins vegar gáfu Portúgalir Spánverjum ekki eitt einasta stig.
 38. Aumingja Levina frá Þýskalandi felldi nokkur tár þegar næstsíðasta sætið varð staðreynd.
 39. Bretum gekk betur nú en oftast áður frá aldamótum og höfnuðu í 15. sæti.
 40. Þeir fengu þó engin dómnefndarstig frá Írlandi eða Möltu en gamla nýlendan Ástralía gaf Bretlandi fullt hús stiga!
 41. Douwe Bob frá Hollandi stal hugmyndinni frá Unnsteini Manúel frá í fyrra og mætti líka með hundinn til að tilkynna stigin!
 42. Auðvitað þekkjum við fótboltakenninguna um EM og hún átti við um laugardaginn: Árið 2004 vinnur Grikkland EM í fótbolta, ári síðar vinna Grikkir Júróvisjón. Í fyrra unnu Portúgalir EM og sigruðu svo í Júróvisjón í ár.
 43. Búgarir toppa sig frá því í fyrra þegar Poli okkar lenti í 4. sæti. Þýðir það ekki að þeir hljóta að vinna á næsta ári?
 44. Síðan tungumálin voru gefin frjáls virðist lag á frummáli einungis sigra á árum sem enda á 7 (það er 2007 og 2017). Ætli séu 10 ár í næsta lag á frummáli?
 45. Áhugavert að síðustu tvö ár hefur þjóð unnið ári eftir að þær tóku sér ársfrí: Úkraína í fríi 2015 og vann 2016, Portúgal í fríi 2016 og vinnur í ár!
 46. Dásemd kvöldsins var auðvitað þegar systkinin sungu saman, ó þvílík stund!
 47. Þau skiptust líka svo fallega á – mætti halda að þetta hafi verið æft, sem það hefur klárlega ekki verið!
 48. Skilaboð Salvadors: „We live in a world of disposable music, fast-food music without any content, and I think this could be a victory for music with people that make music that actually means something. Music is not fireworks, music is feeling, so let’s try to change this – and bring music back, which is really what matters.“
 49. Sérstakt að kynnarnir þyrftu endilega að taka fram hversu opið og nútímalegt land Úkraína væri – svona ef einhver skyldi vera að efast eftir kosningu kvöldsins…

 

Portúgal sigurvegari Júró 2017!

4a545333f5c089c287926abeb132f4e6

Nú er ljóst að Salvador Sobral hefur sigrað í Júróvisjón-keppninni 2017! Vúbbvúbb!

Portúgalir höfðu því erindi sem erfiði í 49. sinn sem þeir taka þátt í keppninni, en fyrsta framlag þeirra var Oração árið 1964. Því miður var frumraun þeirra ekki vel tekið og hafnaði António Calvário í síðasta sæti það árið:

Alls hafa verið fimm ár í Júróvisjón-sögunni sem Portúgal hefur ekki verið með: Árin 1970, 2000, 2002, 2013 og í fyrra 2016 – þvílík endurkoma í ár!

Besti árangur Portúgala í keppninni hingað til hefur verið 6. sætið en því náðu þeir árið 1996 með lagið O meu coração não tem cor þar sem hin heillandi Lúcia Moniz (sem við munum öll eftir úr Love Actually!) söng sig nánast inn í hjörtu Evrópubúa með fadó-stuðlagi. Hins vegar hefur Portúgal þrisvar lent í síðasta sæti; 1964, 1974 og 1997.

Frá upphafi hefur stefna Portúgala verið skýr; framlagið skal vera sungið á frummálinu. Í nokkur skipti (2003, 2005, 2006 og 2007) hefur ensku og jafnvel öðrum tungumálum verið blandað með í textanum en hin framlögin hafa verið á portúgölsku. Portúgal hefur jafnframt verið legið á hálsi að vera gamaldags og hallærislegt í gegnum tíðina, ekki viljað breyta út af vananum að syngja á eigin tungumáli og eigin söngvahefð, sem oftar en ekki miðaðist út frá fadó og öðrum tónlistarhefðum.

Jæja, ekki lengur – þetta hafðist hjá þeim! Og við gætum ekki verið ánægðari með það!

Spá AUJ fyrir úrslitin!

alltum2

Stóra stundin er að renna upp! Úrslitin í Júróvisjon ráðast í kvöld og við sjaldan verið spenntari að sjá hver vinnur! Eins og áður spáum við hverji verði í topp 10 í engri sérstakri röð.

ÍTALÍA
BÚLGARÍA
SVÍÞJÓÐ
PORTÚGAL
HOLLAND
MOLDÓVA
BELGÍA
ARMENÍA
ASERBAÍDSJAN
BRETLAND

Af þessum tíu þjóðum teljum við Ítali, Búlgara og Portúgali sigurstranglegasta.

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Júró-Flosi spáir í kvöldið!

Flosi með vín í Vín

Júró-Flosi er í stuði á þessum dásemdar Júró-degi og spáir þessum löndum í topp 10 í engri sérstakri röð. 

Holland
Ítalía
Búlgaría
Svíþjóð
Armenía
Rúmenía
Portúgal
Moldóva
Ungverjaland
Belgía

,,Ég held að ef Ítalía hefur náð að sjarma dómnefndirnar í gær þá standi hann uppi sem sigurvegari. Þó held ég að það sé Jamölu móment framundan og sama lagið verði í 2. sæti hjá bæði dómnefnd og í símakosningu og muni því sigra. Gerist það gæti Ítalinn endaði í 3. sæti og þá líklega Portúgalar í 2. sæti. Ítalinn á þó alveg skilið að vinna. Þrátt fyrir að ég elski öll þessi þrjú lög sem munu slást um 1. sætið þá er Holland það lag sem hefur algjörlega stolið senunni fyrir mig. Og að lokum má ekki gleyma að spá í síðustu sætin en það verða að mínu mati Þýskaland, Spánn og Úkraína.“

alltum2

Sigurvegarar Júróvisjón – náum við alltaf að spotta þá?

alltum2

Við stöllurnar höfum verið að spá og spögulera í Júróvisjón hér á síðunni í rúm sjö ár og það er nú alltaf gaman að rifja upp það sem okkur hefur fundist standa upp úr á hverju ári.

Nú þegar við bíðum eftir stóru stundinni, er upplagt að skoða það sem við höfum sagt um sigurvegara fyrri ára í spánum okkar þar sem við tökum hvert lag fyrir. Þetta gerum við venjulega löngu fyrir keppni og oft höfum við aðeins lag í stúdíóútgáfu, jafnvel einhvern lifandi flutning, til að styðjast við – en ekki lokasviðsetninguna. Það er áhugavert að sjá hvernig maður spottar sigurvegarana á hverju ári. Okkur hefur ekki alltaf tekist það með glæsibrag… en við erum oft fjandi nálægt því!

Svo erum við sannarlega ekki alltaf sammála – og það er alltaf svo gaman! 🙂

Jamala – 1944 (2016)

Í fyrra vorum við meira á því að Rússinn hefði það á lokametrunum en vonuðumst eftir spennandi keppni – sem hún svo varð! Þetta höfðum við að segja um Jamölu:

Eyrún segir: Gæsahúð alla leið! Það er svo ótrúlega flott og marglaga, framlag Úkraínumanna í ár. Í fyrsta lagi er þetta stórgóður flutningur hjá hæfileikaríkri söngkonu sem er með svo fallegan Austur-Evróputón í röddinni. Lagið er mjög ethnískt en um leið heyrast poppaðir teknótaktar. Í öðru lagi tekst henni í laginu að segja sögu af þeim hræðilegu atburðum sem hentu hennar nánustu fjölskyldu þegar Tatarar voru fluttir frá Krímskaganum, fjölskyldum var sundrað og fólk drepið. Að ná að tjá allt slíkt í 3 mínútur á sviði í popptónlistarkeppni er afrek. Í þriðja lagi nær hún að dansa undurvel á barmi þess að vera pólitísk í garð yfirvalda í Rússlandi vegna núverandi ástands í Úkraínu. Eftir að Úkraína tók sér hlé í fyrra vegna ástandsins er sérstaklega sterkt að snúa aftur með framlag eins og þetta. Jamala náði mér við fyrstu hlustun og ég er sannfærð um að hún kemst áfram í úrslitin og vonandi kemst hún þar hátt á blað!

Hildur segir: Eyrún hefur sannarlega rétt fyrir sér að hér er á ferðinni marglaga lag þar sem að mikilli snilld er búið að setja mjög margt saman og koma mörgu á framfæri á 3 mínútum. En snilldin fellst í mínum huga bara í því. Lagið strípað finnst mér afskaplega leiðinlegt og þar að leiðandi er erfitt að hlusta og meðtaka allt það sem Jamala er að segja okkur og við þurfum svo sannarlega að heyra. En það er samt alveg á hreinu að hún flýgur í úrslitin og verður á topp 10 sem hún má sannarlega vera.

Måns Zelmerlöv – Heroes (2015)

Þegar Månsinn mætti vorum við heitar fyrir honum en ekki alveg sannfærðar því að Hildur hafði meiri trú á Belganum og Ísraelanum en Eyrún á þeirri rússnesku og Ítölunum. Þetta sögðum við um Måns:

Álit Eyrúnar: Ég féll sko alveg í stafi þegar ég heyrði þetta lag fyrst – fannst þetta lag hafa sama „wow-factor“ og Euphoria t.d. Síðan hef ég hlustað gegndarlaust á það (þið þekkið þetta!) og það hefur sýnt sig að mínu mati að þetta er ekki alveg eins skotheld tónsmíð og sigurlag Eurovision 2012, og ég er orðin pínu leið á Måns greyinu. Þetta er samt mjög fínt popplag og svona „anthem“-lag. Með grafíkinni sem þjónar svo afskaplega vel sjónræna hluta keppninnar kemur þetta til með að slá algjörlega í gegn!

Álit Hildar: Akúrat öfugt við Eyrúnu sá ég engan vá-faktor í Heros þegar ég sá og heyrði það fyrst. Reyndar gerði það ekki heldur þegar ég sá og heyrði Euphoriu fyrst en það er önnur saga! Lagið vinnur aðeins á (svona þegar maður kemst í gegnum þennan undarlega kántrí kafla í byrjun – hver ákvað þetta eiginlega?!) en eftir að myndband við lagið án grafíkurinnar á sviðinu var gert sést svo vel hvað lagið er slakt í stúdíóúgáfu. Þess vegna er nú alveg frábært fyrir Måns að júróvision er keppni í sjónvarpi þar sem sviðssetning vegur að minnsta kosti jafn mikið og lagið!

Conchita Wurst – Rise like a Phoenix (2014)

Árið sem Pollapönkararnir fóru vorum við helst á því að Rúmenía, Austurríki og Svíþjóð myndu eiga í toppslagnum, en þetta höfðum við að segja um Conchitu:

Eyrún segir: Alveg frá því að Conchita rétt missti af sigrinum 2012 í austurrísku söngvakeppninni hef ég dáðst að henni sem karakter og því sem hún stendur fyrir: Frelsi einstaklingsins til að vera nákvæmlega eins og hann/hún kýs án þess að þurfa að passa í ákveðin hólf samfélagsins! Lagið 2012 var ekki næstum eins gott og það sem hún komst svo alla leið með í ár (kannski sem betur fer) því að nú er hún mætt til að taka þetta með trompi. Ég vonavonavona að Evrópubúar geti horft fram hjá fordómum sínum (ef þeir eru til staðar) og valið út frá besta laginu, því að lagið hennar Conchitu og flutningurinn á sannarlega að skila henni áfram í úrslitin og í toppslaginn!

Hildur segir: Conchita Conchita, hún er bara svo ótrúlega frábær! Ekki nóg með að vera stórgóð söngkona, þá hefur hún frábæra útgeislun á sviðinu, er þrælskemmtileg í viðtölum og á blaðamannafundum og nýtur sín algjörlega í sviðsljósinu. Conchita býður okkur upp á stóra ballöðu í söngleikjastíl og ef hennar söngleikjalag er borið saman við belgíska framlagið sem líka hefur vott af söngleikjastíl verður ekki annað sagt en að Conchita vinni þann belgíska í öllu, rödd, framkomu, lagi og tilfinningum! Vona jafn mikið að Conchita komist áfram og ég vona að Pólverjar komist ekki áfram!

Emmelie de Forest – Only Teardrops (2013)

Árið 2013 vorum við báðar á keppninni og vorum framan af mjög vissar um að hin litla og smámælta Emmelie frá Danmörk myndi hreinlega rústa keppninni en eftir að við komum til Malmö dró úr þessari vissu okkar (eða við komnar með hið margfræga Makedóníuheilkenni). Svona spáðum við í Emmelie:

Hildur segir: Þetta var  fyrsta lagið sem ég heyrði í keppninni í ár fyrir utan það íslenska. Ég heillaðist gersamlega af því strax við fyrstu hlustun og þrátt fyrir að hafa ekki heyrt neitt annað lag í keppninni var ég handviss um að það myndi vinna. Núna þegar ég hef heyrt öll lögin mörgum sinnum er ég enn viss um að það muni vinna. Lagið er eiginlega einskonar blanda af Euphoriu og Wild Dances, sigurlaginu hennar Ruslönu frá 2004, en samt sem áður með sinn eigin hljóm, sem gerir það að verkjum að lagið gengur algjörlega upp. Emmelie hin konungborna (eða svo segir hún að minnsta kosti!) flytur lagið líka ljómandi vel og sviðsetning í undankeppninni í Danmörku var góð svo ég stend við það sem ég segi, þetta er mjög líklegur sigurvegari í ár.

Eyrún segir: Ég er örugglega ein fárra sem er ekki haldin dönsku bakteríunni í ár. Þrátt fyrir það er þetta frambærilegasta lag en stúlkan er heldur mikið að stæla sænsku Loreen frá því í fyrra, berfætt í síðri slá með slegið hár – notar reyndar engan snjó… Ég get alveg séð winner í þessu lagi eins og margir hafa spáð (þ.á m. allir veðbankar) en þetta er ekki besta lag keppninnar að mínu mati. Mér finnst þetta svoldið eins og Danir hafi farið yfir Öresundsbrúnna, náð sér í IKEA-hillu eða Volvo og ákveðið að merkja með danska fánanum í staðinn – eða lógói Illum!

Loreen – Euphoria (2012)

Þegar Júróvisjón var í Baku vorum við sannfærðar um að það yrði undankeppnisþjóð sem ynni keppnina og spáðum í því heilmikið. Þetta höfðum við að segja um Loreen:

Eyrún segir: Loreen kemur á eftir fimm fremur pasturslitlum söngkonum og býður upp á allt annað og meira – vekur fólkið sennilega af einhverjum doða. Lagið er mjög flott dans-teknó og sviðsetningin ógleymanleg, hreyfingarnar náttúrulegar og dálítið líkar jógastöðum stundum! Laginu er spáð sigri og það er nánast fullvíst að það verður efst upp úr undanriðlinum inn í aðalkeppnina. Ég þori ekki að fullyrða að það vinni því að mér eru örlög Eistlands og Ungverjalands frá því í fyrra í fersku minni (Ungverjalandi var t.d. spáð sigri í mörgum veðbönkum en hafnaði í 22. sæti í aðalkeppninni í fyrra!) en ofarlega verður hún Loreen og á það alveg skilið því að hún er hörkusöngkona! Hvort sem lagið vinnur eða ekki, er það komið til að vera í hugum og hjörtum Eurovision-aðdáenda sem eiga eftir að raula „Euphoooooooriiiaaaa“ langt fram á næsta vetur!

Hildur segir: Þetta er líklegasta hæpaðasta lagið í keppninni í ár og það er ekki að ástæðulausu. Lagið er hörku flott júrópopp, sérlega vel útsett og frábær flutningur. Sviðsetning er líka öðurvísi en maður á að venjast og það í sambland við ógleymanlegt viðlag er nánast fullvíst að þetta fljúgi áfram í úrslit og jafnvel alla leið á toppinn. Eyrún nefnir örlög Ungverjalands í fyrra en það sem ég tel vera megin munur á þessu lagi og framlagi Ungverja í fyrra er að sviðsetning gekk engan vegin upp hjá Ungverjum í fyrra og lagið kom illa út í sjónvarpið þó það sé snilld í stúdíó útsetningu. Um Loreen og Euphoriunnar hennar gildir hins vegar allt annað. Það er hannað fyrir svið og sjónvarp. Þrátt fyrir allt þá verð ég að segja að ég skildi þetta hæp bara alls ekki í fyrstu og fannst lagið hreinlega leiðinlegt við fyrstu hlustun og gat lengi vel ekki horft á Loreen því ég sá aldrei nein svipbrigði í andliti hennar. Það er hins vegar allt liðið hjá og í dag er þetta eitt af mínu uppáhalds júróvísjonlögum. Ef margir upplifa hins vegar það sama og ég  við fyrstu hlustun má Loreen passa sig.

Ell & Nikki – Running Scared (2011)

Árið 2011 vorum við ekki alveg með puttann á púlsinum og sáum alls ekki fyrir að sigurvegarinn kæmi úr austri. Þá töldum við líklegt að Bretland, Eistland eða Svíþjóð myndu berjast um vinningssætið. Þetta höfðum við að segja um Aserbaídsjan:

Eyrún segir: Azerum hefur ávallt gengið vel í keppninni og frá byrjun 2008 hafa þeir alltaf verið í topp 10. Í ár senda þeir dúóið Ell og Nikki eða Eldar og Nigar, sem samkvæmt textanum eru hlaupandi um allt í hræðslukasti. Hvað það kemur laginu við sem er melódramatískt popp veit ekki nokkur maður en viðlagið „I’m running and I’m scared tonight“ er endurtekið ca. 1700 sinnum og ætti að vera vel innprentað í heila þeirra sem heima sitja. Azerar léku sama leikinn með góðum árangri árið 2009 en þá lenti lagið Always í 2. sæti og línan „Always in my mind, always in my heart“ kirfilega fest í minni Evrópu. Ég er viss um að þú fórst að söngla lagið í huganum, lesandi góður! Azerbaídjan fer nokkuð örugglega áfram í úrslitin!

Hildur segir: ,,Af hverju að breyta því sem vel gengur?“ gæti verið mottó Azera í þessari keppni því að núna, í fjórða skipti sem þeir taka þátt, senda þeir lag eftir sömu höfunda í annað sinn og þetta er í þriðja sinn sem höfundar laganna hafa tengingu við Svíþjóð! Lagið er eins og önnur lög sem Azerar hafa sent algjört heilalím og ég hef haft það reglulega á heilanum. Eins og Eyrún bendir á þá er textinn undarlegur og þau hlaupa og hlaupa hrædd um í nóttinni og það er eini hluti textans sem festist í heilanum svo að heilinn á manni hleypur álíka mikið um og er eiginlega líka hræddur um að þetta lag fari aldrei úr hausnum á manni! Lagið er sænskur Volvo, traustur en ekki sigurvegari og Azerar munu því fljúga áfram í úrslitin og enda ofarlega þar en ekki vinna!

Lena – Satellite (2010)

Árið 2010 vorum við líka báðar staddar í Osló og duttum í fyrsta sinn inn í Júróbúbbluna. Þetta var það sem við höfðum að segja um Lenu:

Hildur segir: Fyrst þegar ég heyrði þetta lag gat ég ekki alveg keypt það og fannst það bara frekar leiðinlegt. Ég hef hins vegar algjörlega skipt um skoðun og finnst lagið alveg frábært! Það er bara eitthvað bæði við Lenu og lagið sem gerir það ómótstæðilegt og mikið eurovision á sama tíma og það er alls ekki eurovisionlegt. Lenu er spáð góðu gengi í veðbönkunum, er rétt á hæla hinnar azerbætjinsku Safuru í toppsætið. Ég hlakka mikið til að sjá Lenu á sviðinu og spái henni góðu gengi og jafnvel sigri í ár.

Eyrún segir: Uppáhaldslagið mitt í keppninni. Ég vissi strax og ég heyrði þýska lagið að nú væri Þýskaland að vakna úr Eurovision-dvala síðustu 28 ára! Frá því að þeir unnu með Ein Bisschen Frieden hafa þeir þó tvisvar lent í öðru sæti og einu sinni í því þriðja en síðari ár hafa verið mjög slök. Í ár héldu þeir undankeppnina Unser Star fur Oslo sem voru sjö undankvöld. Lena Meyer-Landrut sigraði og er alvöru stjarna í Þýskalandi fyrir vikið, aðeins 18 ára gömul. Lagið er mjög grípandi og líflegt og maður getur varla setið kyrr þegar maður hlustar á það! Ef hún stendur sig á sviðinu og flytur þetta almennilega þá munu Þjóðverjar bjóða til veislu að ári! Það er líka kominn tími á stórþjóð – og af þeim stóru fjórum er Þýskaland langlíklegast! Go Lena!