Söngvakeppnin 2020: Möguleikar í úrslitum – Oculis Videre

iva

Mynd: youtube.com

Iva stígur fjórða á svið í úrslitunum 29. febrúar með lagið sitt Oculis Videre.

Kostir:

  • Fallegt lag sem nær til margra.
  • Hæg flæðandi skotin í útsendingunni henta laginu sérstaklega vel.
  • Hæfileg mystería og skírskotun í gömul norræn stef eru mjög aðlaðandi – og höfða til breiðs hóps!

Gallar:

  • Sviðsetningin kannski helst til einföld.
  • Við söknum meira powers í söng Ivu.
  • Sjónvarpsútsendingin verður að styðja mjög vel við flytjanda sem fylgir myndavélunum síður eftir. Þarf ekki að vera hamlandi en aðeins meiri líkur á tæknilegum vandkvæðum.

Möguleikar alls í Söngvakeppninni: Iva er klárlega ein af þeim sem eiga raunverulega möguleika á að sigra Söngvakeppnina. Við teljum yfirgnæfandi líkur á að hún rati í einvígið því að hugsanlega keppast tveir helstu keppinautar hennar, Daði og Dimma, um eitthvað af sömu atkvæðunum. Við teljum þó líkur á að hún muni tapa einvíginu, einkum ef hún lendir á móti Daða eða Dimmu.  

Möguleikar í Eurovision sjálfri: Möguleikar Ivu í Eurovision í vor velta einkum á tvennu; annars vegar á því hvort Evrópa verði í stuði fyrir lag af þessu tagi fimmtudagskvöldið 14. maí og hins vegar á því hvort Ivu og bakröddum hennar takist að flytja lagið án þess að falla í tóni (sem er áhætta í þessu lagi) og með nægilega mikið power í söngnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s