Söngvakeppni Sjónvarpsins

Söngvakeppni Sjónvarpsins er undankeppni Ríkisútvarpsins fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Í Söngvakeppni Sjónvarpsins er valið það lag sem keppa skal fyrir Íslands hönd í Eurovision.

Ríkisútvarpið er með sérstaka vefsíðu tileinkaða Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þar er hægt að hlusta á þau lög sem keppa, horfa á viðtöl við höfunda og flytjendur ásamt ýmsu öðru. Slóðin á vefsíðuna er www.ruv.is/songvakeppnin.