Söngvakeppnin í 30 ár – 12. hluti: 1989 og 1990

Valgeir_og_Daniel_1989

Mynd: 31. mars 1989, bls. 6

Við skreppum aftur til ársins 1989. Ísland hafði þá þrisvar sinnum tekið þátt í Júróvisjon og öll árin verið haldin forkeppni til að velja lögin. Keppnin 1986 var með eilítið öðru sniði en keppnirnar 1987 og 8 en í öll skiptin var opið fyrir höfunda að senda inn lag í keppnina. Eftir mikla sigurvissu 1986, en árangur ekki sem skyldi, og líklega meiri væntingar en árangur árin á eftir var komið annað hljóð í skrokkin á forsvarsmönnum Rúv. Kostnaður við Söngvakeppnina hafði verið umdeildur frá upphafi og ætlunarverkið um góðan árangur í keppninni ekki tekist. Jafnframt var Rúv á þessum tíma að glíma við skuldavanda og stefnt var að hallalausum rekstir Rúv á árinu 1989.

Seglin dregin saman 
Eitt af því sem lenti undir niðurskruðarhnífnum var Söngvakeppnin. Ný leið var farinn við að fá lög í keppnina. Í stað þess að allir gætu sent inn lög sem valið væri úr var nú gerð könnun meðal landsmanna á því hvaða höfundar væru sigurstranglegastir og í kjölfarið haft samband við þá efstu til að semja lag fyrir keppnina. Sex höfundar lentu í efstu fimm sætunum í könnuninni þar sem tveir voru jafnir í fimmta sæti. Haft var samband við þá alla. Fimm þáðu boðið en einn þeirra, Bubbi Morthens, afþakkaði. Hinir fimm, þeir Valgeir Guðjónsson, Magnús Eiríksson, Gunnar Þórðarson, Sverrir Stormsker og Geirmundur Valtýsson, þáðu boðið og sömdu lög fyrir keppnina.

Ólga meðal lagahöfunda og ný keppni
Þetta nýja fyrirkomulag hjá Sjónvarpinu lagðist ekki vel í lagahöfunda landsins. Mikillar óánægju gætti meðal þeirra um að keppnin væri ekki opin fyrir alla. Þar voru þeir fimm höfundar sem kepptu ekki undanskildir en haft er eftir þeim í Pressunni þann 5. janúar 1989 ýmislegt sem lýsti óánægju þeirra með fyrirkomulagið. Tilvitnanirnar í þá í greininni ganga svo langt að segja að þeim hafi í raun verið hótað því að Ísland hætti keppni í Júrovisjon yrðu þeir ekki með í keppninni. Deilt var á Rúv fyrir að greiða höfundum allt of lága upphæð til að fullgera lög sín og fylgja þeim eftir.

„Það var miklu meira umstang í kringum keppnina í fyrra skiptið, mér fannst fara full lítið fyrir henni núna. Fólk hefur gaman af keppninni og núna vantar stemmninguna. Með því að fámenn út í bæ til að semja lögin missir keppnin alþýðublæinn, en það er alltaf gaman að vinna,“ – Valgeir Guðjónsson í Morgunblaðinu 31. mars 1989 um sigur sinn í Söngvakeppninni

Þessi óánægja vatt svo enn frekar upp á sig og endaði með því að blásið var til nýrrar sönglagakeppni sem fékk nafnið Landslagið. Landslagið var opið öllum höfndum og voru tíu lög valin til að keppa í úrslitakeppninni. Hver og einn höfundanna tíu fékk stúdíótíma og fleira til að fullvinna lagið og vildu forsvarsmenn keppninnar þannig sýna Rúv að þeir gerður betur við höfunda en gert væri í Söngvakeppninni.

Það er skemmst frá því að segja að Valgeir Guðjónsson sigraði Söngvakeppnina 1989 með laginu Það sem engin sér í flutningi Daníels Ágústar. Þeir fóru í frægðarför til Sviss þar sem þeim tókst það sem alls ekki öllum þjóðum hefur tekist, að enda í síðasta sæti með núll stig.

Edda Andresdottir

Edda Andrésdóttir kynnir 1990

Gjörbreytt keppni
Árið 1990 varð kúvending á Söngvakeppni Sjónvarpsins. Eftir ádeilurnar og ólguna sem fyrirkomulagið árið áður hafði skapað var nú blásið til stærstu Söngvakeppni Sjónvarpsins frá því hún var fyrst haldin árið 1981. Opið var fyrir alla að senda inn lag í keppnina. Í heildina bárust 201 lag og dómnefnd valdi 12 lög áfram til þátttöku. Tvö undankvöld voru haldin þar sem þrjú lög komust áfram á úrslitakvöldið. Lögin voru valin af 60 manna dómnefnd í sjónvarpssal. Á úrslitakvöldinu sjálfu var svo hefðbundin kjördæmakosning eins og verði hafið frá árinu 1987 auk nýrrar dómnefndar, sem kölluð var 9. dómnefndin. Hún var samsett af fólki úr tónlistarbransanum og gaf eingöngu einu lagi stig.

Sú breyting var einnig gerð á keppninni að í stað þess að lögin væru tekin upp fyrirfram og síðan spiluð voru öll lögin nú flutt lifandi bæði söngur og undirleikur. Keppninn vakti lukku og lög á borð við Ég læt mig dreyma og Eitt lítið lag komust langt í keppninni og lifa enn. Það má svo segja að ákveðin írónía hafi verið fólgin í því að Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson báru sigur úr bítum með Einu lagi enn en þau höfðu árið á undan unnið fyrstu Landslagskeppnina með hljómsveit sinni Stjórninni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s