AUJ 10 ára! – Tíminn líður hratt

Hæ, hó,  kæru lesendur, við erum mættar aftur eftir þó nokkuð hlé enda ærið tilefni til – Allt um Júróvisjon er 10 ára!

Það var á köldum janúardegi árið 2010 sem við ákváðum að nú væri tími til að setja í loftið blogg sem fjallaði eingöngu um Júróvisjon. Umfjöllunin átti að vera á okkar ástkæru og ylhýru íslensku og kafa dýpra í alla anga Júróvisjon en fjölmiðlar á Íslandi gerðu á þeim tíma. Rúmum tveimur árum eftir að Geir bað Guð að blessa Ísland (við hefðum samt alltaf beðið heilagan Sakis frekar að blessa Ísland en það er önnur saga) og í miðri kreppu fannst okkur líka tilvalið að beina huganum að gleði og glimmeri!

Í loftið fórum við þann 15. janúar! Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Almenn umfjöllun um Júróvisjon hefur stóraukist, fjöldinn allur er af bloggum og síðum þarna úti sem helga sig umfjöllun um glimmergleðina allan ársins hring (þarna árið 2010 var það eiginlega bara ESCToday sem sinnti okkur júróaðdáendun allt árið), fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi hefur margfaldast og síðast en ekki síst stofnuðum við okkar yndislega FÁSES, sem í dag heldur úti metnaðarfullri gæðaumfjöllun um Júróvisjon.

Og enn erum við hér og erum hvergi nærri hættar! Í tilefni 10 ára afmælisins ætlum við að birta 10 pistla um hápunkta síðustu tíu ára að sjálfsögðu í bland við allskonar aðra umfjöllun um keppnina.

Hlökkum til næstu 10 Júróvisjon-ára!

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s