Júró-nörd dagsins: Draupnir Rúnar Draupnisson

Seinni júró-nörd dagsins er sko enginn annar en Draupnir Rúnar Draupnisson, flugþjónn og multitalent sem átti ógleymanlegan leik í myndbandi Eurobandsins við This is My Life!

1. Hvert er besta júróvísjonlag allra tíma?
„Það er að sjálfsögðu This is my life!“

2. Hvert er uppáhaldslagið þitt í keppninni í ár?
„Mér finnst sænska lagið alveg sjúklega flott.“

3. Hver er uppáhalds júróvísjon-flytjandinn þinn?
„Mér dettur nú enginn sérstakur í hug, en man alltaf voða vel eftir Söndru Kim!“

4. Áttu þér einhverjar júróvísjon-hefðir?
„Þetta er að sjálfsögðu alltaf háheilagur dagur og ég fylgist með af mikilli einbeitingu og vil enga truflun. Svo að aðalhefðin er að fylgjast með í góðra vina hópi sem er að hlusta en ekki bara að djamma. Svo er auðvitað nauðsynlegt að gera eitthvað skemmtilegt í kringum keppnina eins og að hafa sitt uppáhaldsland, veðbanka, skreyta, hafa helling af drykkjum og veitingum og klæða sig upp o.s.frv. Ég er núna fararstjóri úti í Taílandi og hélt einmitt euro-teiti hér á þriðjudaginn og byrjaði það kl. 2 um nóttina vegna tímamismunar og vorum við tæplega 100 Íslendingar hér að horfa á og rífandi stemming. Ég hef einnig haldið euro-teiti í Austurríki, Grikklandi, Póllandi, á Spáni og áður hér í Taílandi – maður missir auðvitað ekki af keppninni.“

5. Hvenær horfðiru á júróvísjon í fyrsta skiptið?
„Ég hef eflaust horft á keppnina frá blautu barnsbeini en man fyrst almennilega eftir henni eftir að Ísland byrjaði að taka þátt.“

6. Hver er besta júróvísjon-minningin þín?
„Það er án efa allt í kringum keppnina 2008 í Serbíu þegar ég fór út með hópnum og hafði nýlega leikið í myndbandinu. Það var gríðarlega gaman og mikið fjör og allt svo miklu meira og stærra en ég hélt – mæli með að allir prófi að fara út á keppni að minnsta kosti einu sinni!“

7. Ef þú mættir velja einn álitsgjafa til að taka þátt í Alla leið þáttunum, hvern myndirðu velja?
„Friðrik Ómar – hann er rosalega mikill eurokall og spáir í öllu út og inn og með þetta allt á hreinu.“

8. Lýstu júróvísjon í þremur orðum!
„Sjúklega brjálæðislega skemmtilegt!“ 🙂

Our second Euro-nerd of the day is Draupnir Rúnar Draupnisson, flight attendant and Euro-fan extraordinare 🙂

1. What is your all-time Eurovision song favourite?  
This is My Life, of course, since I played the main role in the video 🙂

2. What is your favourite song this year?
I like the Swedish song very much!

3. Who is your all time favourite Eurovision performer?
I can’t think of just one in particular, but Sandra Kim is always memorable.

4. Do you have any tradition around Eurovision?
Of course this is a very special day and I watch carefully and don’t want any disturbance. So the main tradition is to do something fun in connection of the contest; choose a favorite country, bet, decorate, have loads of food and drinks and dress up! I am currently in Thailand guiding and had a Eurovision-party on Tuesday which started around 2 am since the time difference and we’re 100 Icelanders here watching and having fun! I have also had parties in Austria, Greece, Poland, Spain and before here in Thailand – you can’t miss the contest!

5. When did you watch Eurovision for the first time?
I have watched it ever since I was a kid but remember vividly the first times Iceland took part.

6. Can you describe your favourite Eurovision memory?
It was in Serbia 2008 when I went with the Icelandic delegation, having had been in the video and everything. It was really fantastic and so much bigger and better than I had imagined – recommend that everybody try it at least once!

7. Eurovision in three words is:
Crazy madly fun! 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s