Svíþjóð sigurvegari Eurovision-keppninnar 2012!

Ekki fór það fram hjá neinum að Svíar mössuðu þetta í gærkvöldi. Loreen tók afgerandi forystu frekar snemma og undir miðbik stigagjafarinnar var ljóst að rússnesku ömmurnar og Zelkjo hinn serbneski myndu alls ekki hafa roð við henni.

Lengi framan af fékk íslenska lagið ekki eitt einasta stig og vissulega var mjög sérstakt að sjá hin Norðurlöndin þrjú í úrslitunum (Ísland, Noreg og Danmörku) raðast í þrjú neðstu sætin á tímabili. Það voru svo Slóvenía og Kýpur sem brutu stigaísinn fyrir Ísland en Slóvenía gaf okkur 6 stig og Kýpur 1 stig! Flestir hafa væntanlega verið þeim afar þakklátir 🙂

Stigin féllu þó nokkur í skaut Íslands en alls ekki nógu mörg, að okkar mati – og sannast enn og aftur að vilji og stemming Evrópu á úrslitakvöldinu er alls ekki alltaf í samræmi við spár og veðbanka – og oft í hróplegu ósamræmi!

Hérna er samantekt af stigum landanna í úrslitum og röð landanna úr undanúrslitunum:

1. Svíþjóð (372)
2. Rússland (259)
3. Serbía (214)
4. Aserbaídsjan (150)
5. Albanía (146)
6. Eistland (120)
7. Tyrkland (112)
8. Þýskaland (110)
9. Ítalía (101)
10. Spánn (97)
11. Moldóva (81)
12. Rúmenía (71)
13. Makedónía (71)
14. Litháen (70)
15. Úkraína (65)
16. Kýpur (65)
17. Grikkland (64)
18. Bosnía (55)
19. Írland (46)
20. Ísland (46)
21. Malta (41)
22. Frakkland (21)
23. Danmörk (21)
24. Ungverjaland (19)
25. Bretland (12)
26. Noregur (7)

27. Búlgaría
28. Sviss
29. Króatía
30. Finnland
31. Portúgal
32. Georgía
33. Holland
34. Hvíta-Rússland
35. Ísrael
36. Slóvenía
37. San Marino
38. Slóvakía
39. Svartfjallaland
40. Lettland
41. Belgía
42. Austurríki

Ef við berum þessar lokatölur saman við spána okkar frá því í gær, sést alveg að spár og veðbankar geta sannarlega ruglað í ríminu:

Rússland (2)
Ísland (20)
Svíþjóð (1)
Ítalía (9)
Eistland (6)
Tyrkland (7)
Serbía (3)
Kýpur (16)
Moldóva (11)
Úkraína (15)

Á mörkunum að detta inn verða:

Noregur (26)
Grikkland (17)
Makedónía (13)

– við vorum sem sagt með 6 af 10 í topp 10 rétt –  þar af efstu þrjú sætin inni 🙂

Það er líka áhugavert að halda áfram með pælingarnar okkar frá í gær um topp 5 og númer þeirra á svið. Þá sést að:

  • Svíþjóð var nr. 17 á svið (sem rímar alveg við fyrri ár, nr. 17-24)
  • Rússarnir í öðru sæti voru nr. 6 á svið (sem er kannski ekki alveg í samræmi við nr.12-18)
  • Serbía var nr. 24 á svið (fyrri ár nr.7, 11, 15, 19 og 21)
  • Aserbaídsjan voru nr. 13 (fyrri ár nr. 5, 18, 22, 23 og 25)
  • Albanía voru nr. 3 á svið (fyrri ár nr. 1, 3, 21, 23, 25)

Endalaust hægt að pæla í þessu en úrslitin eru ráðin og 20. sætið staðreynd fyrir okkar fólk – og Svíþjóð að ári!

Við hlökkum svo til!

Christer Björkman gladdist nánast meira yfir sigri Svíþjóðar en Loreen sjálf! (via SVT Melodifestivalen)

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Svíþjóð sigurvegari Eurovision-keppninnar 2012!

  1. Stefán Þór Sigfinnsson skrifar:

    Aldrei verið sáttari með sigurlagið en að sama skapi aldrei ósáttari með úrslitin í heild. Ok mér fannst ömmurnar frá Rússlandi ekki góðar en ég skil að þær trekki. Albanía var með hrikalegt lag og Azerbaijan var með risastórt pissustopp. Tyrkland átti eitt af 10 lélegustu lögunum í ár og Spánn var hundleiðinlegt fyrir utan hvað greyið söngkonan var í ömurlega ljótum kjól.

    Tek fram að þetta eru ekki mín uppáhalds lög nema Bretland og mér fannst Bretland,Kýpur,Grikkland og Rúmenía átt miklu meira skilið að vera í topp baráttunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s