SPÁ AUJ fyrir úrslitin í kvöld!

Nú er stóra kvöldið að renna upp og tími til kominn að spá fyrir um úrslitin!

Eins og undanfarin ár ákváðum við að spá fyrir um topp 10. Það er þrautinni þyngra að spá fyrir um öruggan sigurvegara og ýmislegt sem þarf að taka inn í útreikninginn. Í fyrsta lagi skulum við líta á hvernig lögin raðast á lokakvöldinu í kvöld:

1) Bretland
2) Ungverjaland
3) Albanía
4) Litháen
5) Bosnía & Hersegóvína
6) Rússland
7) Ísland
8) Kýpur
9) Frakkland
10) Ítalía
11) Eistland
12) Noregur
13) Aserbaídsjan
14) Rúmenía
15) Danmörk
16) Grikkland
17) Svíþjóð
18) Tyrkland
19) Spánn
20) Þýskaland
21) Malta
22) Makedónía
23) Írland
24) Serbía
25) Úkraína
26) Moldóva

Í töflunni hér að neðan höfum við svo tekið saman hvernig topp fimm hefur verið undanfarin ár. Tölurnar í sviga fyrir aftan er númer laganna á svið í aðalkeppninni:

Sæti/Ár 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti  5. sæti
2011 Aserbaídsjan (19) Ítalía (12) Svíþjóð (7) Úkraína (23) Danmörk (3)
2010 Þýskaland (22) Tyrkland (14) Rúmenía (19) Danmörk (25) Aserbaídsjan (1)
2009 Noregur (20) Ísland (7) Aserbaídsjan (11) Tyrkland (18) Bretland (23)
2008 Rússland (24) Úkraína (18) Grikkland (21) Armenía (5) Noregur (25)
2007 Serbía (17) Úkraína (18) Rússland (15) Tyrkland (22) Búlgaría (21)

Hérna sést að öll löndin sem lent hafa í fyrsta sæti undanfarin fimm ár, að Þýskalandi 2010 undanskildu, komu upp úr undankeppnunum – voru þess vegna flutt í annað sinn á lokakvöldinu. Það sama á við um annað sætið: Þar er það bara Ítalía í fyrra sem ekki kom upp úr undankeppnunum. Þetta sýnir þó að stóru þjóðirnar hafa verið sigursælar allra síðustu ár (Bretland var svo í fimmta sæti 2009). Það gæti því alveg orðið stórþjóð sem blandar sér í toppbaráttuna í kvöld þrátt fyrir að líkurnar (miðað við þessa töflu) bendi til þess að það sé undankeppnisþjóð.

Lög nr. 17-24 hafa unnið síðustu fimm árin – lögin á því bili í ár eru Svíþjóð, Tyrkland, Spánn,Þýskaland, Malta, Makedónía, Írland og Serbía. Annað sætið hefur verið staðsett í kringum miðjuna, nr. 14-18 að Íslandi 2009 undanskildu en Jóhanna Guðrún var 7. á svið eins og Greta og Jónsi eru í ár. Fjölbreytnin er svo meiri í sætum 3.-5. en þó virðast þetta helst vera lög sem eru snemma á svið eða með þeim allra síðustu. Og nánast undantekningarlaust undankeppnislönd!

Það er alveg spurning hvort hægt sé að kortleggja sigurinn í kvöld út frá þessum pælingum – en það er samt gaman að velta þessu fyrir sér – með öllum vinsældakosningum og veðbankaspám 🙂

Spáin okkar fyrir kvöldið hljóðar svo – inn á topp 10 rata (í engri sérstakri röð):

Rússland
Ísland
Svíþjóð
Ítalía
Eistland
Tyrkland
Serbía
Kýpur
Moldóva
Úkraína

Á mörkunum að detta inn verða:

Noregur
Grikkland
Makedónía

– Góða skemmtun í kvöld og við hlökkum svo til að sjá stigagjöfina!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s