Veðbankaspár 11 dögum fyrir keppni!

Við á Allt um Júróvisjón höfum örlítið skoðað veðbankaspár nú þegar styttist óðum í stóra daginn. Við erum nú kannski engir tölfræðispekingar en vildum setja fram statiskíkina á einfaldan hátt fyrir ykkur lesendur. Svona er staðan í dag, 14. maí – þegar 11 dagar eru þar til fyrri undankeppnin fer í loftið! (Birtum fleiri spár seinna)

Veðbanki

1.

2.

3.

4.

5.

Online Betting Guide Azerbaídjan (3.66) Þýskaland (4.5) Ísrael (8) Danmörk (12.5) Armenía (13)
Oddschecker.com Azerbaídjan (5/2) Þýskaland (3) Ísrael (9/2) Danmörk (8) Armenía (14)
PaddyPower.com Azerbaídjan (5/2) Þýskaland (3/1) Ísrael (7/1) Danmörk (7/1) Noregur (10/1)
PartyBets.com Azerbaídjan (3.25) Þýskaland (4.75) Ísrael (8) Danmörk (8) Armenía (17)
William Hill Azerbaídjan (2/1) Þýskaland (11/4) Ísrael (5/1) Danmörk (8/1) Armenía (16/1)
Eurovision betting.com Azerbaídjan (4) Þýskaland (10/3) Ísrael (8) Danmörk (12) Armenía (14)
Esctoday.com  Danmörk  202 stig Ísrael 172 stig Þýskaland 162 stig Noregur 136 stig Armenía 120 stig
ESC stats.com Ísrael 6478 stig Armenía 6114 stig Danmörk 5226 stig Þýskaland 4904 stig Azerbaídjan 4882 stig
Nicerodds.co.uk   Azerbaídjan (1,10) Þýskaland (1,31) Ísrael (1,40) Armenía (1,47) Tyrkland (1,53)

Hérna sést hversu afgerandi forystu hún Safura vinkona okkar frá Azerbaídjan hefur. En Lena frá Þýskalandi fylgir fast á hæla henni og gæti tekist á við hana um 1. sætið. Síðan kemur ísraelska ballaðan, vindvélin frá Danmörku og apríkósusteinninn armenski!

Við skoðuðum að sjálfsögðu einnig stöðu Íslands. Veðbankarnir eru jákvæðir gagnvart því að Ísland komist upp úr undankeppninni og blandi sér jafnvel í topp lögin upp í aðalkeppnina. En svo er frammistaðan í aðalkeppninni eftir og alls ekki allir sammála um hvernig það kemur til með að ganga:

Veðbanki

Sæti Íslands

Online Betting Guide 17. sæti
Oddschecker.com

26. sæti

PaddyPower.com

13. sæti

PartyBets.com

16. sæti

William Hill

14. sæti

Eurovision betting.com

21. sæti

Esctoday.com 

7. sæti

ESC stats.com

13. sæti

Nicerodds.co.uk  

22. sæti

3 athugasemdir við “Veðbankaspár 11 dögum fyrir keppni!

  1. Doddi Jonsson skrifar:

    Ég er einn af þeim sem er ekkert alltof hrifinn af íslenska laginu og er því ekki hissa á þessari spá á gengi lagsins. En þjóðerniskenndin í manni vill auðvitað meira fyrir lagið 🙂

    Sjálfur á ég nokkur uppáhöld í ár og þar eru það Asserbædjan, Þýskaland, Slóvakía, Króatía, Ísrael og Írland. Gaman að sjá veðbankana svona ótrúlega sammála um röð efstu laga. Þó svo að ég haldi mikið upp á Safura og Drip Drop þá finnst mér eins og lagið muni ekki sigra. Ég væri jú ánægður með það. En Þýskalandssigur myndi vekja óhemju mikla lukku – lagið er eitthvað svo flippað og fyndið og ávanabindandi. Slóvakía er eins og Forogj vílag (Ungverjaland, 2005) hjá mér: eitt það allra flottasta en endar eflaust einhvers staðar í kringum miðju eða rétt ofar. Slóvakískum sigri yrði fagnað mikið af mér. Ísrael og Írland hafa verið að sækja upp á við hjá mér síðustu vikur og ég get ekki ákveðið hvort mér finnst betra.

    Esctoday spáin er náttúrlega bara birting á OGAE aðdáendaklúbbunum og þeirra uppáhöldum… Selma var nú efsta sæti á þeim lista árið 2005 og einnig skoraði Kate Ryan hátt líka ári síðar … en hvorugar komust upp úr milliriðli… ég held að Danmörk sé svona on/off dæmi – annað hvort verður blaðran sprungin í keppninni eða þá að lagið meikar það hátt.

    By the way – takk fyrir flotta síðu hjá ykkur.

  2. jurovision skrifar:

    Ég er sammála þér með Þýskaland, í fyrsta sinn í langan tíma sem þeir leggja sig meira fram og það væri óneitanlega gaman að fara til Berlínar 2011! 🙂 Slóvakía væri líka vel að sigri komin og myndi sanna það að góðar melódíur geta toppað kosningabandalög!

  3. Stefán Þór Sigfinnsson skrifar:

    Azerbaídjan er svo leiðinlegt að ég geyspa stórt yfir því. Langar frekar að hlusta á drip droppið í klósettvaski en þessi leiðindi. Að þessu skuli vera spáð sigri er náttúrulega algjört hneyksli segi ég nú bara.

Skildu eftir svar við Stefán Þór Sigfinnsson Hætta við svar