Júróvisjón-partý!

Fyrsta reglan í því að halda gott Júróvisjón-partý er að bjóða öllu skemmtilega fólkinu sem þér dettur í hug! Ekki bjóða þeim sem þú veist að sitja bara úti í horni tuðandi eða þeim sem eru ekkert að fylgjast með og vilja bara ræða um ríkisstjórnarskipti, KVÓTAFRUMVARPIÐ, VERKFÖLL og kaupmátt! Ekki heldur þeim sem vita ekki einu sinni hvað Gleðibankinn er!

Þema

Í góðu Júróvisjón-partýi má hafa þema, t.d. að hver og einn sé fulltrúi einnar þjóðar sem tekur þátt! Þá verður fólk að klæðast í fánalitum síns lands og vera með fána. Hérna má nálgast fána allra landanna 2015.

Einnig má fá gesti til að klæða sig eins og frægir söngvarar eða skemmtikraftar sem komið hafa fram í Eurovision. Passaðu bara að það séu ekki 10 Silvíur!! 🙂 Óendanlegir möguleikar eru á búningum, allt frá Dustin kalkún til ABBA og þar á milli! Hér má leigja búninga og líka hér og hér.

Önnur hugmynd að þema er að fá fólk til að leika heiti ákveðinna laga eða atriði. Hver myndi ekki skemmta sér yfir „Draumnum um Nínu“, „Puppet on a String“, „Romeo“, „Sókratesi“ eða jafnvel „Wiggle Wiggle Song“?

Matur og drykkur

Í ár er keppnin í Austurríki og því er hægt að bjóða upp á vínarsnitzel og bjór en það fellur kannski ekki í kramið hjá öllum! Gúllas og appelstrudel gæti líka gengið. Þessu má svo skola niður með Ottakringer-bjór eða öðrum austurrískum bjór úr Ríkinu, eða jafnvel hvítvíni! Einnig má bjóða upp á  Sachertorte eða hreinlega Vínarbrauð eins og nafnið ber með sér!

Önnur hugmynd er að fá gesti til að koma með veitingar frá „sínu“ landi: Þá getur sá sem heldur með Rússlandi komið með vodka, Svisslendingurinn með súkkulaði o.s.frv. – Pólskar pylsur, nammi namm! 🙂

Ef þetta hentar ekki í partýið má hafa það í huga að þetta er nú einu sinni EUROvision og því mætti kaupa bara nóg af Euroshopper-vörum í Bónus!

Skreytingar og leikir

Það má skreyta með fánum landanna, diskókúlu og alls konar confettíi. Einnig mætti vera með stórt Evrópukort og veita þeim gestum verðlaun sem geta fundið landið sitt á innan við 5 sekúndum!

Drykkjuleikir eru afskaplega vinsælir í Eurovision-partíum og hér fyrir neðan eru þrír ólíkir leikir (smelltu á myndina til að stækka):

Einnig getur verið mjög skemmtilegt að gefa löndunum sín eigin stig og hér fyrir neðan má sjá dæmi um stigatöflu fyrir undankeppnirnar tvær:

HÉRNA ER HÆGT AÐ FINNA STIGATÖFLUR FYRIR Undankeppnirnar 2015!!

 

AUJSPAR

Það má líka taka lagið í smá kareoke-keppni eftir keppnina, syngja með lögunum í ár eða eldri lögum! Því miður hefur ekki verið gefinn út Singstar:Eurovision þrátt fyrir að áhuginn sé mikill.

3 athugasemdir við “Júróvisjón-partý!

  1. Ollý skrifar:

    Gaman að lesa þessa síðu 🙂

    Ooooog já SINGSTAR EUROVISION! Getum við hérna íslendingar ekki bara græjað það? hahaha 🙂 Sena t.d? 😛

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s