Spá AUJ – úrslit

AUJ_cover

Stóra stundin er að renna upp! Úrslitin í Júróvisjon ráðast í kvöld og við sjaldan verið eins spenntar því að keppnin er eins og galopin bók sem enginn veit hvernig endar! Eins og áður spáum við hverjir verði í topp 10 í engri sérstakri röð. Og það verða:

BÚLGARÍA
FRAKKLAND
KÝPUR
ÍSRAEL
FINNLAND
AUSTURRÍKI
DANMÖRK
ÚKRAÍNA
EISTLAND
MOLDÓVA

spáAUJ-12.5aspáAUJ-12.5b

Af þessum tíu teljum við Búlgaríu, Frakkland og Kýpur sigurstranglegust.

img_3635.jpg

Flosi okkar, sem oft hefur deilt sínum skoðunum á Öllu um Júróvisjon, er sammála okkur að hluta til og telur að toppbaráttan verði sannarlega á milli Frakklands, Kýpur, Búlgaríu , Ísrael, Austurríkis og Eistlands. Hann telur einnig að Ástralía, Svíþjóð, Ungverjaland og Noregur verði með í gleðinni á toppnum.

 

Auglýsingar

Þemun í ár: Sungið á frummálinu og jóðl!

Allt frá því að reglunni um að allir yrðu að syngja á sínu eigin tungumáli var breytt í lok 20. aldar hafa æ fleiri þjóðir ákveðið að syngja á ensku. Eins og við vitum er það þó alltaf nokkrir sem velja að syngja á sínu eigin máli. Skemmst er að minnast þess þegar við Íslendingar sungum síðast á íslensku árið 2013 þegar Eyþór Ingi heillaði marga aðdáendur með laginu Ég á líf. Lagið komst í úrslit en endaði 17. sæti sem er fjórði besti árangur okkar frá því að við komumst fyrst í úrslit eftir að undanriðlarnnir komu til sögunnar. Fyrir utan Jóhönnu okkar Guðrúnu eru það eingöngu Pollapönkararnir og Eurobandið sem hafa gert betur.

Ítalska, portúgalska og  franska
En aftur að keppninni í ár. Það eru kannski endilega svo margar þjóðir sem syngja á frummálinu í heildina en það eru fjórir flytjendur (Portúgal, Ítalía, Hvíta-Rússland og Ungverjaland) sem syngja eingöngu á frummálinu auk þess sem hin franska Alma syngur bæði á frönsku og ensku. Það vekur hins vegar athygli að tveimur þessara laga er spáð í topp 5 og í raun fátt sem getur komið í veg fyrir að Ítalía vinni í ár.

Fari það svo að Ítalía sigri í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2007 sem vinningslagið er að öllu leyti á öðru tungumáli en ensku. En eins og við munum öll heillaði Marija Serifovic Evrópu með ballöðunni sinni Molitva. Er það í raun eina skiptið sem lag, sungið eingöngu á frummálinu, vinnur Júróvisjon frá því að tungumálareglunni var breytt árið 1999. Auðvitað söng Jamala hluta úr sínu lagi á krímtatarísku en lagið var að mestu á ensku.

italia - aefing 2 - andreas putting

Mynd: Andres Putting

Hvít-rússneska og ungverska
Portúgölsku, ítölsku og frönsku höfum við margoft heyrt í Júróvisjon. Í ár heyrum við hins vegar í fyrsta skipti hvít-rússnesku og ungverskan hefur ekki heyrt oft heldur. Hvít-rússneska er slavneskt mál, skylt bæði rússnesku og úkraínsku og er auk rússnesku opinbert tungumál í Hvíta-Rússlandi. Aukin áhersla hefur verið á hvít-rússnesku þar í landi eftir að þeir öðluðust sjálfstæði frá Rússum við fall Sovétríkjanna og margir Hvít-Rússar stoltir af tungumálinu. Naviband eru einnig stolt af því að syngja í fyrsta sinn á hvít-rússnesku, enda fagnar hvít-rússneska þjóðin 800 ára afmæli sínu í ár.

Frá því að tungumálareglunni var breytt hefur ungverska heyrst tvisvar sinnum í Júróvisjón. Árið 2005 söng Nox lagið Forogj Világ sem lenti í 5. sæti. Næst heyrðist ungverska árið 2013 þegar ByeAlex söng lagið sitt Kedvesem sem lenti í 10. sæti. Að syngja á unversku hefur því fleytt Ungverjum vel áfram.

 

belarusian

wikipedia.org

Jóðlið
Það er ekki hægt að fjalla um tungumál í Júrovisjon án þess að tala um jóðlið í ár. Rúmenar bjóða okkur upp á hágæða jóðl sem hljómar eins og beint úr fjöllunum, hvort sem þau eru rúmensk, norsk eða austurrísk!

Það mætti svo færa rök fyrir því að Ungverjar hafi líka hoppað á jóðlvagninn því inn á milli ungverskunnar raular Joci eitthvað sem minnir okkur óneitanlega á jóðl!

jodl

 

 

Yfirferð laga 2017: IX. hluti

pizap.com14909564396391Makedónía

Makedonia - Jana Burceska

Mynd: escxtra.com

Hvað: Jana Burčeska
Hver: Dance alone
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 11. sæti í seinni undanriðli

Eyrún segir: Makedóníuheilkennið alveg á fullu blasti hér, þetta finnst mér æðislegt lag. Algjört klúbbalag og náði mér undir eins. Kannski ekkert afskaplega djúsí og spurning hvort það nái upp úr undanriðlinum en þá dansar hún bara ein – heim (hoho)

Hildur segir: Húrra fyrir smá júró-poppi í keppnina í ár! Þetta er langt frá því að vera besta júró-poppið en hér fáum við að minnsta kosti smá dans-takt. Þó ég gleðjist yfir dans-taktinum þá langar mig ekkert ofsalega mikið að fara að dansa þegar ég heyri lagið sem er svolítið hvorki né. Alveg fínt popp á ferðinni en ekkert sérstakt eða eftirminnilegt við það. Fer hugsanlega áfram bara fyrir að vera hresst! 

Ungverjaland

Ungverjaland - Joci Papai

Mynd: femina.hu

Hvað: Origo
Hver: Pápai Joci
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 19. sæti í úrslitum

Hildur segir: Það er ekki nokkur leið að ákveða sig hvort hér um að ræða skelfingu eða snilld! Hér er á ferðinni etnískt popp með jóðlskotnu viðlagi að viðbættum rappkafla. Ég meina; hvað er hægt að biðja um meira? Kannski einn hressan 90´s danstakt og málið dautt?! Eina orðið sem ég skil í textanum er Samurai en einn af mörgum höttum Joci er einmitt að vera Samurai – hvað sem í því felst! Ef Evrópa er í stuði fyrir bræðing 11. maí þá gæti Joci alveg skellt sér í úrslitin! 

Eyrún segir: Mér finnst ótrúlega margt áhugavert í þessu lagi og í undankeppninni heima fyrir var magadansmær með honum Pápai Joci á sviðinu. Hann heyrir til Rómafólks sem er stærsti minnihlutahópur ungversku þjóðarinnar og mögulega er þetta í fyrsta sinn sem fulltrúi Rómafólks stígur á Júró-sviðið (allavega nú í seinni tíð). Alvöru etník er oft vandfundin í Júróvisjón (sakna Tyrklands óskaplega!) og því tel ég möguleikana á að þetta fljóti áfram í úrslitin talsverða!

Írland

Irland - Brendan Murrey

Mynd: yhup87.blogspot.com

Hvað: Dying to try
Hver: Brendan Murrey
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 15. sæti í seinni undanriðli

Eyrún segir: Það er nákvæmlega ekkert í þessu lagi sem heillar mig og ég stend mig að því að gleyma Írlandi ítrekað. Það rís ekki hátt og ég hugsa að það nái ekki að vera nógu sérstakt til að fólk muni eftir því til að kjósa það áfram í úrslitin.

Hildur segir: Þessi ballaða minnir mig á eitthvað sem ég kem ekki fyrir mig – kannski einna helst ballöður hinna mörgu strákabanda 10. áratugarins. En það kemur kannski ekki á óvart að Brendan er einmitt í strákabandi og mörg þeirra vinsælustu á sínum tíma komu einmitt frá Írlandi. Hvort sem lagið er gott eða vont, þá held ég hreinlega að það sé of lengi að byrja til þess að ná athygli fólks. Það fer þó væntanlega svolítið eftir sviðsetningunni en það eina sem ég sé fyrir mér eru bakraddir í jakkafötum og síðkjólum sem sveifla höndum í aðra átt og mjöðinni í hina til skiptis í takt við lagið í hinni sígildu bakraddahreyfingu! 

SPÁ AUJ: fyrri undankeppnina

cropped-auj_bleikt.jpg

Fyrsta stórastund Júróvisjon 2016 nálgast enda fyrri undankeppnin í kvöld! Spennan nálgast hágmark hjá AUJ eftir að hafa fylgst með generalprufu og dómararennsli í gær. Flestir stóðu sig með mikilli prýði og auðvitað þykir okkur Greta Salóme bera af! Allur samanburður við rússneska atriðið flaug burt þegar við sáum þetta í sjónvarpinu.

Við erum ekki alveg sammála um hverjir fara áfram úr þessum riðli en eftirfarandi spáum við báðar áfram:

GRIKKLANDI
ARMENÍU
ASERBAÍSJAN
RÚSSLANDI
KÝPUR
ÍSLANDI
EISTLANDI

Þá spáir Eyrún BOSNÍU, HOLLANDI og MÖLTU áfram meðan Hildur spáir AUSTURRÍKI, SAN MARINO og UNGVERJALANDI áfram.

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

 

 

 

 

Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 1. hluti

Ýmiskonar dans og samhæfðar hreyfingar eru stór hluti af hverju júróvisjon atriði. Í ár ætlum við að leggja sérstaka áherslu á þennan þátt og velta fyrir okkur hvernig til tekst.

Í dag æfa allar þjóðir sem keppa fyrri undankeppninni í annað sinn á sviðinu í Globen og hreyfingar og dans að verða vel slípað fyrir keppnisdaginn sjálfan. Lítum á hvað boðið er upp á í dansi og samhæfðum hreyfingum hjá þeim sem æfðu í morgun.

Finnland
Sandhja syngur stuðlag sem alla langar að dansa við. Hvorki fer þó mikið fyrir samhæfðum hreyfingum eða útpældum atvinnumannadansi. Áhersla er lögð á það sem við kjósum að kalla stemmningsdans sem auðvitað er þaulæfður en lítur út eins og allar á sviðinu séu bara að dansa í gleði á dansgólfi á meginlandinu.

Finnland önnur æfing Andreas Putting

Mynd: Andres Putting

Grikkland
Það er náttúrlega við engu öðru að búast frá Grikkjum en mikilli hreyfingu og dansi á sviðinu og árið í ár en enginn undanteking. Það eru allskonar samhæfðar hreyfingar hér og þar ásamt danssporum inn á milli. Ekki eru allir jafn sleipir í hreyfingunum og eru enn að læra og telja út en við vonum að allt verði smollið saman á þriðjudaginn.

Grikkland önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

 Moldóva
Lidia Isac dansar sjálf ekki mikið á sviðinu og í raun hreyfir hún varla fæturnar úr stað. Það þýðir þó ekki að enginn dans sé á sviðinu því henni til halds og traust er dansandi geimfari. Hann skellir saman hæfilega hressum jazz dansi við nokkur vel valinn breik spor, rétt eftir að hann smellir af sér geimhjálminum.

Moldova önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Ungverjaland
Bakraddir Freddies hafa samhæft hreyfingar sínar eins og bakröddum einum er lagið. Þar sem glóandi prikin virðast hafa verið skilin eftir heima er þeim mun mikilvægara fyrir þá að vera í takt meðan þeir dúa fastir á fótum með hendurnar nákvæmlega 15cm frá líkamanum. Nokkuð vel gert hjá öllum saman þó sentímetrabilið frá líkama að höndum hafi stundum verið mis mikið! Á sviðinu er líka dansari sem bæði dansar og trommar og tókst honum vel til!

Ungverjaland önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Króatía og Holland
Króatar og Hollendingar bjóða hvorki upp á samhæfðar hreyfingar né dans í ár. Króatar bjóða fyrst og fremst bjóða upp á athyglisverðan kjól og búningaskipti meðan Hollendingar eru með hefðbundna hljómsveita uppsetningu.

Króatía önnur æfing- Andres Putting

Mynd: Andres Putting

 

Yfirferð laga 2016 – 4/43 Ungverjaland

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: Freddie – Pioneer
Besti árangur: 2. sæti 2007 – Unsubstantial Blues
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Vertu óskiljanlegur frumkvöðull
Uppáhaldið okkar: Kati Wolf 2011

Eyrún segir: Hrjúf rödd, trommutaktur og flaut; meikar sens? Í Júróvisjón já, en ekki í eyrunum á mér núna. Þetta fellur ekki í kramið hjá mér og mér finnst þetta alltof bissí lag með of margar tengingar í gömul Júróvisjón-lög. Svona til að gernegla það að Ungverjar komist áfram? Kannski – hann er jú myndarlegur í ofanálag og æstu karlkynsaðdáendurnir eru nú duglegir að kjósa. Það er samt svo mikið af sætum strákum í riðlinum með ögn sterkari lög sem hafa eitthvað samhengi og skiljanlegri texta.

Hildur segir: Í fyrstu gleymdi ég þessu lagi alltaf en smám saman síaðist það inn og er að detta ofarlega á reglulega hlustunarlistann. Hrjúf rokkararöddin er heillandi en rétt eins og Eyrún bendir á, þá er lagið kannski aðeins of. Útsetningin hefði mátt vera aðeins einfaldari. Það tekur þó ekki neitt af laglínunni sem festist í höfðinu á mér ,,million hearts and million people“ – hefðbundin júróvisjon skilaboð! Svo koma glóandi tommukjuðarnir vonandi með á sviðið í Stokkhólmi því ef maður er ekki hrifinn af laginu getur maður bara horft á þá og Freddie til skiptis!

 

freddie_adal2016-1000x600