Gærkvöldið í hnotskurn!

Heilagur Sakis! Júróvisjon-sviðið í Altice Arena var svo yfirfullt af júróbombum að við höfum sjaldan séð annað eins á einu kvöldi! Fyrirfram var ljóst að mjög erfitt væri að spá fyrir um úrslit kvöldins þótt raunin hafi orðið sú að öll umtöluðustu atriðin komust áfram. Stærstu fréttirnar eru að Aserbaídsjan og Grikkland komust ekki áfram en þetta er í fyrsta skipti sem Aserar komast ekki í úrslit og ljóst að Aisel braut blað í Júrósögu Asera. Grikkir hafa tekið þátt í Júróvisjon frá árinu 1974 og Yianna er önnur í sögu þeirra til að skila þeim ekki í úrslit.

En kíkjum aðeins nánar á hvað fyrir augu bar á sviðinu í Lissabon í gær.

Kvöldið hófst á einni júrósprengjunni sem líklega verður lítið minnst á í Júróvisjonsögunni. Ólíkt því í fyrra virðast jógastöður  (Francesco Gabbani, apinn og namaste, þið munið!) ekki vera gera sig í ár. Engar skikkjur voru áberandi í ár en þær virkuðu heldur takmarkað fyrir keppendur í fyrra.

Ari, Eugent og Elina áttu í harðri háu-tóna keppni sem þau tvö síðarnefndu unnu – því miður!

 

eurovision-czech1

Hressleikinn var í fyrrirúmi hjá Mikolas og félögum og ekki að sjá að bakið hrjáði hann mikið. Hvort hressleikinn skapaðist af andrúmsloftinu, verkjalyfjum eða einhverjum öðrum lyfjum er erfitt að segja en við vorum að minnsta kosti fegnar að þriðji dansarinn þurfti ekki að fara í uppptökupróf og gat því verið með.

Dansinn dundi oft yfir kvöldið, fyrst þegar Ísrael steig á stokk og mátti þá halda að konur væru staddar á Euroclub frekar en á showinu sjálfu! Næsta dansbomba kom þegar Saara Alto flutti Monster og þá voru það ekki bara standandi áhorfendur sem dilluðu sér heldur braust út dansstemmning í græna herberginu. Eleni var síðust í röðinni og var þá svo mikil stemming komin í salinn að líklega voru fleiri að dansa en horfa!

bulgaria

Röddunarveisla og gæsahúðarmóment kvöldsins voru í boði Búlgaríu – hamingjan sanna, kannski vinna þau þetta bara!

austria

Við erum loks að spá í að setja Cesar á dýrlingalista Júróvisjon og færa honum nafnbót heilagleikans. Verður hann því þriðji Júróvisjondýrlingur AUJ á eftir Sakis og heilagri Carolu!

 

 

„Guys, I need to sign this form!“ Æfingar dagsins í Altice Arena

Það gekk á ýmsu á öðru æfingarennsli í Altice Arena í dag. Við sátum í gegnum æfingar landanna úr fyrsta undanriðli og erum sammála um að sjaldan hafi jafnmikið verið upp og niður þegar á þennan stað er komið í æfingaferlinu; talað var um öryggisskilmála, tafir vegna umferðar og próftökur svo eitthvað sé nefnt. Alltaf er þó rúm fyrir bætingar og unnið var hart að því í dag!

aser_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Aserbaídsjan: Mjög flott opnun á kvöldinu. Aisel er með skemmtilegar jógapósur á sviðinu, t.d. stríðsmanninn en hún hleypur fullmikið um fyrir okkar smekk.

 

island_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Ísland: Æfingu íslenska hópsins var frestað vegna umferðaróhapps, svo að Albanía æfði á undan. Þegar Ari mætti á svið gekk rennslið þó mjög vel, fyrir utan tæknivesen á einum stað (það hafði hreinlega einhver hent peysunni sinni ofan á eina kameruna). Notast er við myndavélaskot í byrjun sem minnir hressilega á Johnny Logan sem virkar mjög vel fyrir Júrónördana!

 

albania_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Albanía: Eugent gaf allt í botn í öllum sínum þremur rennslum og kom mjög á óvart – þvílíkt vald á röddinni sem hann hefur!

 

tekkland_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Tékkland: Mikolas sneri aftur á sviðið en æfingin gekk alls ekki nógu vel. Hann átti í vandræðum með innra eyrað og svo var míkrafónninn ekki á réttum stað. Þá fylgdu tæknileg vandamál hjá tökuliðinu. Hann leit út fyrir að vera dálítið orkulaus og skiljanlega dálítið stífur eftir bakmeiðslin. Reyndar vantaði líka einn dansarann því að hann þurfti að klára að taka próf!

 

Israel_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Ísrael: Svo klikkað flott live – mjög sterkur söngur og dansararnir eru klárlega þeir bestu í keppninni í ár! Þar sem Netta má ekki sampla live á sviðinu hefur röddunin í byrjun verið styrkt mjög vel með bakröddum og laginu hefur einnig verið hraðað. Allir blaðamennirnir í höllinni göluðu með henni í viðlaginu!

 

hvitarussland_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Hvíta-Rússland: Geggjaðar bakraddir og lyftupallur hjálpa greyið Alekseev lítið því að hann er enn svakalega neðarlega í langa Foreveeeeeeeer-tóninum.

 

bulagria_aefing2_Andres Putting.jpg

Mynd: Andres Putting

Búlgaría: Kom okkur langmest á óvart og var Vá-faktor dagsins. Þetta virkaði allt saman; röddunin, frekar speisaðir búningar og einföld framsetning gerði heildarmyndina mjög flotta.

 

austrurriki_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Austurríki: Það gekk eiginlega allt á afturfótunum hjá Cesari en þrátt fyrir náði hann að renna þrisvar í gegn á þeim 20 mínútum sem hann hafði. Hann byrjar hátt uppi á palli og er þess vegna í öryggislínu og -belti. Fyrsta rennslið þurfti að stoppa vegna þess að hann gleymdi að taka öryggislínu af sér þegar hann var kominn niður á sviðið. Þá kallar hann til pródúseranna: „Guys, I need to sign this form“ og fékk svarið: „You know you have it“. Í næstu byrjun festi hann fótinn í öryggisbandinu. Í þriðju tilraun festist pallurinn í efstu stöðu og þurfti lagni við að koma honum niður. Eftir það gekk allt vel fyrir sig og hann átti frábær rennsli.

 

grikkland_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Grikkland: Yianna átti erfitt með nokkra tóna undir lok lagsins en átti annars mjög góða æfingu. Bláa höndin er mjög töff en við erum pínu hræddar um hvíta kjólinn, fer ekki litur í hann?

 

finland_aefing2_Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Finnland: Dagskráin hafði riðlast um 40 mínútur þegar Saara steig síðust á svið. Sjónarspilið er mjög flott en við söknuðum pínu vá-faktorsins í atriðinu sjálfu. Það er þó alveg ljóst að Saara er algjör stjarna og dáleiðandi á sviði! Búningar dansaranna virka vel sem látlausir hermannagallar því að gimmikkið með LED-pallinn er alveg nógu mikið. Tvö fyrstu rennslin stoppuðu bæði út af tækniatriðum en í því síðasta gekk allt smurt og Saara negldi alveg flutninginn.

 

 

 

Yfirferð laga 2017: III. hluti

pizap.com14909564396391Tékkland

tekkland - martina barta

Mynd: ireport.cz

Hvað: My Turn
Hver: Martina Bárta
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 25. sæti í úrslitum

Hildur segir: Hér er á ferðinni falleg ballaða sem Martina syngur af mikilli innlifun. Martina hefur fallega djúpa rödd sem passar laginu vel. Lagið er ekki sérlega eftirminnilegt né grípandi en með útgeislun, einlægni og góðum söng gæti það jafnvel staðið aðeins út í ballöðufargani keppninnar í ár.

Eyrún segir: Einkennileg raddbeiting söngkonunnar fer dálítið í taugarnar á mér í þessu annars mjög rislitla lagi. Svo mikið að ég get varla klárað að hlusta á lagið – er hún að herma eftir Cher eða hvað? Lagið er algjörlega óeftirminnilegt og ég held því miður að Tékkar sitji eftir með sárt ennið í ár þegar umslögin verða opnuð.

Finnland

finland - norma john

Mynd: eurovision.tv

Hvað: Blackbird
Hver: Norma John
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 15. sæti í fyrri undanriðli

Eyrún segir:  Falleg ballaða frá Finnum og ég kann að meta sviðssetninguna eins og hún var í UMK, vona að hún verði svipuð á stóra sviðinu. Þetta gæti alveg gert góða hluti en líka týnst einhvers staðar inn á milli; ég stend mig þó að því að söngla viðlagið reglulega.

Hildur segir: Blackbird er virkilega fallegt lag, líklega fallegasta lagið í keppninni í ár ásamt framlagi Portúgala. Lagið greip mig þó ekki alveg strax, ég þurfti að hlusta nokkrum sinnum á það til að falla alveg fyrir því. Ef lög grípa mann ekki strax í Júróvisjion þarf flytjandinn að gera það á sviðinu. Því miður varð ég fyrir vonbrigðum þegar ég sá lagið live í finnsku undankeppninni því það var eitthvað við söng og raddbeitingu Leenu sem truflaði mig, eitthvað sem kemur ekki eins sterkt fram í stúdíóúgáfunni. Það varð til þess að hún greip mig ekki strax. Ég hef áhyggjur af þessu fyrir hönd Finna því lagið á gott gengi sannarlega skilið! 

Georgía

georgia - tamara

Mynd: esckaz.com

Hvað: Keep the Faith
Hver: Tamara Gachechiladze
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 20. sæti í úrslitum

Hildur segir:  Æ jæ jæ…. þetta er bara einum of, meira að segja fyrir Júróvisjon! Dramatískt lag, dramatískur söngur, dramatískur texti og dramatískur boðskapur. Ég elska nú yfirleitt friðarboðskap og finnst yfirleitt mjög flott þegar listafólk dregur fram staðreyndir um ástand heimsins en það er eitthvað við samsetninguna hér sem bara truflar mig, finnst algjörlega vanta einlægninga í þetta allt saman og því verður lagið og framsetningin yfirborðsleg og boðskapurinn fer fyrir ofan garð og neðan. 

Eyrún segir:  Tamara, eða Tako, er víst ein af skærustu stjörnum Georgíu og einhverjir muna kannski eftir henni 2009 að syngja í hljómsveitinni 3G um að vilja ekki „Put In“ eða Pútín, en svo var framlagið dregið til baka. Er hægt að draga þetta líka til baka? Alveg hræðilega leiðinlegt að mínu mati!

Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 2. hluti

Í öðru holli æfinganna í dag var ekki alveg eins mikið um dans og samhæfðar hreyfingar og í fyrsta holli en þó ýmislegt sem vert er að velta fyrir sér.

Armenía
Iveta mætir ein á sviðið í Beyoncé skotnum búning. Þó ekki færi mikið fyrir dansi var hver hreyfing að sjálfsögðu útpæld og eilítið ögrandi, líka í anda drottningarinnar sjálfrar.

Armenia önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

San Marínó
Það fer ekki mikið fyrir hreyfingunum hjá Serhat en bakraddirnar hans eru á fullu allan tíma í allskonar hreyfingum. Oft á tíðum virtust þær þó ekki alltaf alveg eins samhæfðar þær áttu að vera en það skemmdi ekki endilega mikið fyrir gleðinni!

San Marino önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Rússland
Rússar eru að sjálfsögðu með dansinn á hreinu. Það eru ekki bara samhæfðar hreyfingar Sergey við grafíkina sem lúkka vel heldur eru voru bakraddirnar/dansaranri með allt sitt á hreinu. Rússar þekkja formúluna vel, ekki bara hvað varðar lögin heldur líka

Rússland - önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Tékkland, Kýpur og Austurríki
Lítið fór fyrir dansi og hreyfingum í síðust þremur æfingum í öðru holli. Grabríella frá Tékklandi stendur kjurr í fallegum kjól meðana Kýpverjarnir í Minus One taka þetta eins og rokkhljómsveitunum sæmir – í hljómsveitar uppsetningu. Zoë frá Austurríki lætur svo grafíkina tala meira en hreyfingarnar og nýtur hún sín vel innan um tölvugerð blóm og regnborga.

Tékkland önnur æfing Thomas Hanses

Gabriella frá Tékklandi æfir – mynd: Thomas Hanses

 

Yfirferð laga 2016 – 10/43 Tékkland

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: Gabriela Guncikova – I Stand
Besti árangur: 13. sæti í undankeppninni í fyrra
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Stend vegna þín
Uppáhaldið okkar:  Aven Romale

Hildur segir: Stundum er það góðs viti að hafa heyrt nýtt júróvisjonlag 100 sinnum áður. En stundum er það bara agalegt og það á við í þessu tilviki. Hér er öll klisjan tekin og hún gengur bara ekki nægilega vel upp. Það verður leiðigjarnt að hlusta á lagið enda hef ég aldrei komist í gegnum það í heilu lagi. Satt best að segja held ég að Tékkar sitji eftir heima í ár eins og áður.

Eyrún segir: Tékkar hafa enn ekki komist upp á lagið með júróformúluna til að komast áfram úr undankeppninni, þó að þeir hafi svo sannarlega prófað ýmislegt. Þetta lag er í besta falli óeftirminnilegt, þrátt fyrir að flutningurinn sé frekar góður hjá Gabrielu. Nú þarf bara að splæsa í smá gimmikk til að bakka lagið upp og þá kannski mögulega hugsanlega á það séns.

tékkland_gabriela

Skógur, gylltir fætur x2 og teiknimyndir í lokahnykk fyrstu æfinga

Það er ekki seinna vænna en að velta fyrstu æfingum fyrir sér þegar aðrar æfingar eru þegar hafnar. Á miðvikudaginn og í gær æfði restin af þátttakendum í undanúrslitum í fyrsta skipti á sviðinu. Við skulum kíkja á það helsta sem fór fram:

Byrjum á San Marino, svona af því það hlýtur að vera leiðinlegasta lagið í keppninni í ár. Og rétt eins og lagið þá er sviðsetningin leiðinleg og nákvæmlega ekkert frumlegt við hana. Þau eru með fjórar bakraddir á sviðinu sem taka upp á því að klappa þegar líður á lagið; kannski í tilraun til þess að hressa upp á annars líflausa framkomu Anitu og Michele. Í bakgrunni sjáum við sjálfa jörðina sem verður alsett kertaljósum. Æfingin sem slík var ekki slæm, þau sungu ágætlega en sviðsetning gerir ekkert fyrir annars glatað lag.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Svartfellingar áttu enga sérstaka æfingu, raddlega séð og hljómaði allt eins og bakraddirnar væru falskar meðan Knez var góður. Rétt eins og sumir aðrir (ehemm…. já einmitt, þið vitið!) detta Svarfellingar svolítið í smáþjóðasyndrómið þar sem fegurð landsins, litir þess (svart fyrir fjöllin, grænt fyrir náttúruna og það sem hét í gamla daga andlitslitað fyrir sjóinn) og allt hannað af heimafólki; bæði búningar og skart.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Við vorum rosa spenntar að sjá hvort maltnesku hettupeysudúddarnir myndu koma með á sviðið í Vín. Það voru því vonbrigði að sjá að Amber verður ein á sviðinu, hreyfir sig lítið í svörtum kjól og svörtum skóm með loga sem skipta litum í bakgrunni. Fátt spennandi en Amber negldi hins vegar æfinguna, svo flott var hún!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Það var auðvitað eftirvænting eftir því að sjá hvað Norðmenn myndu gera á sviðinu. Búningarnir hafa verið lýstir upp, eru nú mestmegnis hvítir þannig að það er aðeins léttara yfir skrímslinu en til að mynda í myndbandinu. Engar ríkisbakraddir voru sjáanlegar á æfingunni sem gekk ekki alveg sem skyldi en eitthvað virtist heyrast lítið í Debruh. Við huggum okkur við að þetta hafi verið fyrsta æfing og grátum það seinna að sjá ekki æði hallærislegu ríkisraddirnar með!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Gulldrengurinn frá Ísrael sem enginn trúir að sé 16 ára negldi sína æfingu í dag. Dansinn var kannsk eilítið of frjáls en sporin eru bara svo frjáls í eðli sínu að manni verður alveg sama! Svo bara hættir maður líka að horfa því maður fer hvort eð er að dansa sjálfur með þegar lagið byrjar! En fyrir þá sem ekki ætla dansa með þá eru búningar bæði Nadavs, dansaranna og  bakraddanna svartir og hvítir og frekar látlausir að undanskildum jakka Nadavs. Með þessu er svo ansi litríkt ljósashow. Gæti hugsanlega litið betur út á sviði en í sjónvarpi sem við vonum að gerist ekki!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Aserar mæta hreinlega með heilan skóg í bakgrunni og er það ætlað til að ýta undir þá tilfinningu úlfsins sem er einn. Elnur er með tvo dansara með sér á sviðinu auk bakradda. Æfingin gekk vel fyrir Elnur en dansinn sjálfur virtist einhvern veginn úr takti við lagið, ekki túlkunin eða gæði dansins heldur sporin og tempóið öllu heldur.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Það sem allir hafa beðið eftir: Hvað mun Måns gera fyrst hann mátti ekki nota teiknimyndafígúruna sem hann var með í Melodifestivalen? Ljóst var að grafíkin varð að vera með, lagið er slakt án hennar. Og jú, Svíarnir klikkar ekki og voru bara mættir með nýja fígúru en að öðru leyti virtist grafík hugmyndin sú sama og í Melfest. Måns virtist svolítið orkulaus á sviðinu en söng þó óaðfinnanlega!

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Að lokum kíktum við á æfingu júróvisjón-uppvakninganna eins og þau kalla sig, frá Slóveníu. Það kom fátt á óvart þar, sviðsetning sú sama og heima fyrir, Marjetka í hvítum kjól með heyrnartólin sín, Raay með sín líka, aðeins minna fínn við píanóið og svo auðvitað besti fiðluleikari sögunnar í Júróvisjón! Æfingin gekk vel og hvergi að sjá neina stóra hnökra á sviðsetningu né framkomu.

Mynd: eurovision.tv

Mynd: eurovision.tv

Aðrir sem æfðu á miðvikudaginn og gær voru Litháen, Írland, Portúgal, (halló skikkjutíska!) Tékkland, Lettland, Sviss, (halló skikkjutíska og halló lélegt hljóð á æfingu!) Kýpur, Pólland (halló flaksandi þvottur!) og auðvitað Ísland.