20 atriði sem voru áhugaverð í úrslitunum!

Frábærri Júróvisjón-keppni lokið með glæstum sigri Nettu Barzilai frá Ísrael. Almáttugur, við vissum ekki hvað við áttum að gera við okkur þegar sigurinn var ljós! Þó að Cesar okkar blessaður sé kominn í guða tölu hjá okkur og hafi átt fyllilega skilið að haldast á toppnum þegar símaatkvæðin voru reiknuð, þá deilum við ekki við dómarann!

Endanleg úrslit voru þessi:

32416505_10155564395041305_2796033223048560640_n

via Eurovision fans Mexico á FB.

 1. Ísrael: 529 stig
 2. Kýpur: 436 stig
 3. Austurríki: 342 stig
 4. Þýskaland: 340 stig
 5. Ítalía: 308 stig
 6. Tékkland: 281 stig
 7. Svíþjóð: 274 stig
 8. Eistland: 245 stig
 9. Danmörk: 226 stig
 10. Moldóva: 209 stig
 11. Albanía: 184 stig
 12. Litháen: 181 stig
 13. Frakkland: 173 stig
 14. Búlgaría: 166 stig
 15. Noregur: 144 stig
 16. Írland: 136 stig
 17. Úkraína: 130 stig
 18. Holland: 121 stig
 19. Serbía: 113 stig
 20. Ástralia: 99 stig
 21. Ungverjaland: 93 stig
 22. Slóvenía: 64 stig
 23. Spánn: 61 stig
 24. Bretland: 48 stig
 25. Finnland: 46 stig
 26. Portúgal: 39 stig

Hér eru 20 atriði sem okkur fannst áhugaverð á úrslitakvöldinu; fyrir þá staðreynd að 20 ár eru liðin frá síðasta sigri Ísraels í Júróvisjón-keppninni:

 1. Netta tryggði Ísrael fjórða sigur landsins í sögu keppninnar (1978, 1979, 1998 og svo 2018)
 2. Netta leiddi veðbankaspár í nærri tvo mánuði fyrir keppnina en um leið og æfingar hófust færðist hún neðar á lista veðbanka. Hún náði þó að skjóta þeim ref fyrir rass í Júróvikunni og bar sigur úr býtum!
 3. Engin Kákasuslönd tóku þátt í úrslitunum í fyrsta sinn frá árinu 2005. Til þeirra landa teljast Armenía, Aserbaídsjan, Rússland og Georgía.
 4. Í þriðja skiptið frá árinu 2015 er gestgjafaþjóðin í neðsta sæti í úrslitunum; aumingja Portúgalar!
 5. Kýpur og Tékkland hafa aldrei náð eins góðri niðurstöðu á úrslitakvöldi; 2. sætið fyrir Kýpur og 6. sætið fyrir Tékkland! Vel af sér vikið!
 6. Ísrael fékk 7 tólfur frá dómnefndum – athygli okkar var þó aðallega á því að allar aðrar tólfur dreifðust á 15 aðrar þjóðir!
 7. Við vorum ánægðar með að Cesar valdi stutterma leðurbol fyrir úrslitakvöldið, honum var greinilega orðið heitt í hamsi!
 8. Jessica frá Ástralíu var mun sterkari raddlega en í undankeppninni sinni, en hún dansaði samt ennþá eins og hún væri ein inni í eldhúsi!
 9. Amaia og Alfred frá Spáni náðu að vera algjörlega í eigin heimi –  og rönkuðu svo við sér í 23. sæti. Við vorum eiginlega á því að þau hefðu átt að vera ofar.
 10. SuRie varð hetja kvöldsins þegar hún náði að halda kúlinu og klára lagið sitt eftir að óprúttinn náungi stökk á sviðið, reif af henni míkrafóninn og gargaði fúkyrði í garð Breta! Ef eitthvað var, varð hún enn einbeittari og flottari eftir atvikið!
 11. Í partíinu okkar voru djúpar pælingar um sviðsetninguna hennar Sööru Aalto. Ein var sú að hún væri Gyðingur sem nasistarnir væru að elta – og næðu að skjóta hana í lokin…
 12. Í raun ættu allir flytjendur að gera eins og Moldóvarnir og klæðast fánalitunum!
 13. Við veltum fyrir okkur hvort Kýpur hafi ekki örugglega fengið afganginn af eldvörpunum sem Malta átti eftir þegar þau duttu út í undankeppninni; nú þegar þær tvær eru þær þjóðir sem langar hvað mest í sigur í Júróvisjón (Malta hefur keppt síðan 1971 án sigurs og Kýpur frá árinu 1981).
 14. Ástralía var kynnt í keppnina árið 2014 þar sem Jessica Mauboy flutti atriði í hléinu. Það var líka í síðasta skipti sem Ísland komst áfram í úrslitin.
 15. Salvador Sobral flutti sigurlag sitt frá 2017 ásamt Brasilíumanninum Caetano Veloso. Hann leit ótrúlega vel út, enda búinn að fá nýtt hjarta – að því er virtist úr píanóleikaranum sem var með þeim á sviðinu!!
 16. Snillingurinn sem kynnti dómnefndarstigin frá Litháen að vera með vindvél/hafgolu, hversu gott var það!
 17. Ótrúlegt að sjá dómnefndirnar setja Ítalíu meðal þeirra neðstu þegar símaatkvæðin skiluðu þeim Ermal og Fabrizio 3. sætinu. Greinilegt að fólk náði boðskapnum!
 18. Sama má segja um Danina sem komust ekki ofarlega á blað hjá dómnefndum en skutust í topp 10 með símaatkvæðunum.
 19. Rybak, kokhrausti sigurvegarinn frá 2009, var að vísu sigurvegari seinni undankeppninnar en mátti sætta sig við 15. sætið í úrslitunum sem verður að teljast óvenjulegt fyrir þá efstu úr undankeppnunum.
 20. Orð Nettu í þakkarræðunni „Að ári í Jerúsalem“ hafa verið túlkuð þannig að ákveðið hafi verið að keppnin yrði haldin þar. Það er enn óljóst en þangað til er gott að minnast þess að þessi frasi er hluti af bænahaldi Gyðinga, passover.
Auglýsingar

Spá AUJ – úrslit

AUJ_cover

Stóra stundin er að renna upp! Úrslitin í Júróvisjon ráðast í kvöld og við sjaldan verið eins spenntar því að keppnin er eins og galopin bók sem enginn veit hvernig endar! Eins og áður spáum við hverjir verði í topp 10 í engri sérstakri röð. Og það verða:

BÚLGARÍA
FRAKKLAND
KÝPUR
ÍSRAEL
FINNLAND
AUSTURRÍKI
DANMÖRK
ÚKRAÍNA
EISTLAND
MOLDÓVA

spáAUJ-12.5aspáAUJ-12.5b

Af þessum tíu teljum við Búlgaríu, Frakkland og Kýpur sigurstranglegust.

img_3635.jpg

Flosi okkar, sem oft hefur deilt sínum skoðunum á Öllu um Júróvisjon, er sammála okkur að hluta til og telur að toppbaráttan verði sannarlega á milli Frakklands, Kýpur, Búlgaríu , Ísrael, Austurríkis og Eistlands. Hann telur einnig að Ástralía, Svíþjóð, Ungverjaland og Noregur verði með í gleðinni á toppnum.

 

Gærkvöldið í hnotskurn!

Heilagur Sakis! Júróvisjon-sviðið í Altice Arena var svo yfirfullt af júróbombum að við höfum sjaldan séð annað eins á einu kvöldi! Fyrirfram var ljóst að mjög erfitt væri að spá fyrir um úrslit kvöldins þótt raunin hafi orðið sú að öll umtöluðustu atriðin komust áfram. Stærstu fréttirnar eru að Aserbaídsjan og Grikkland komust ekki áfram en þetta er í fyrsta skipti sem Aserar komast ekki í úrslit og ljóst að Aisel braut blað í Júrósögu Asera. Grikkir hafa tekið þátt í Júróvisjon frá árinu 1974 og Yianna er önnur í sögu þeirra til að skila þeim ekki í úrslit.

En kíkjum aðeins nánar á hvað fyrir augu bar á sviðinu í Lissabon í gær.

Kvöldið hófst á einni júrósprengjunni sem líklega verður lítið minnst á í Júróvisjonsögunni. Ólíkt því í fyrra virðast jógastöður  (Francesco Gabbani, apinn og namaste, þið munið!) ekki vera gera sig í ár. Engar skikkjur voru áberandi í ár en þær virkuðu heldur takmarkað fyrir keppendur í fyrra.

Ari, Eugent og Elina áttu í harðri háu-tóna keppni sem þau tvö síðarnefndu unnu – því miður!

 

eurovision-czech1

Hressleikinn var í fyrrirúmi hjá Mikolas og félögum og ekki að sjá að bakið hrjáði hann mikið. Hvort hressleikinn skapaðist af andrúmsloftinu, verkjalyfjum eða einhverjum öðrum lyfjum er erfitt að segja en við vorum að minnsta kosti fegnar að þriðji dansarinn þurfti ekki að fara í uppptökupróf og gat því verið með.

Dansinn dundi oft yfir kvöldið, fyrst þegar Ísrael steig á stokk og mátti þá halda að konur væru staddar á Euroclub frekar en á showinu sjálfu! Næsta dansbomba kom þegar Saara Alto flutti Monster og þá voru það ekki bara standandi áhorfendur sem dilluðu sér heldur braust út dansstemmning í græna herberginu. Eleni var síðust í röðinni og var þá svo mikil stemming komin í salinn að líklega voru fleiri að dansa en horfa!

bulgaria

Röddunarveisla og gæsahúðarmóment kvöldsins voru í boði Búlgaríu – hamingjan sanna, kannski vinna þau þetta bara!

austria

Við erum loks að spá í að setja Cesar á dýrlingalista Júróvisjon og færa honum nafnbót heilagleikans. Verður hann því þriðji Júróvisjondýrlingur AUJ á eftir Sakis og heilagri Carolu!

 

 

Party for everybody, dance!

Við elskum Júróvisjón-partí og þau gerast varla betri en partíin sem haldin eru í undirbúningsvikunni fyrir Júróvisjón. Hér tæpum við aðeins á djammi föstudagsins í norræna partíinu og laugardagsins í ísraelska partíinu:

Eftir æfingar föstudagsins skelltum við okkur í norræna partíið sem var haldið á barnum TOPO Rooftop Bar efst í Commercial Center Martim Moniz. Það eitt og sér var sturlað – þvílíkt útsýni yfir hæðirnar á þessari staðsetningu í miðjum miðbæ Lissabon! Þegar við náðum að slíta okkur frá útsýninu beindist athyglin að öllu fallega og flotta fólkinu í partíinu. Íslenski, danski og sænski hópurinn stóðu að partíinu og flytjendurnir Benjamin og Jonas tróðu upp ásamt íslenska hópnum sem lék á alls oddi og náði áhorfendum vel með sér í Júróvisjónsveiflu sem Ari stjórnaði af stakri snilld. Rauðhærði forsöngvarinn Jonas tók Rollo & King með Þórunni – fyrsta erindið á dönsku að beiðni Jonasar! Benjamin hinn sænski tók eftirminnilega Heroes með Ara við mikinn fögnuð.

norr

Mynd: Söngvakeppnin (Facebook)

Dönsku metróvíkingarnir glöddu augað mikið þetta kvöld og þeir eru hin mestu partíljón, en ásóknin í þá – og Jónas forsöngvarann þá helst – var slík að þeir fóru helst alltaf saman á klósettið! Svíarnir Christer Björkman og Thomas G:son voru einnig á staðnum ásamt fleirum úr sænska próduction-teyminu, en G:son er í Lissabon með maltneska hópnum og Christabelle, við sáum hana þó hvergi. Við söknuðum þess líka að hafa ekki alla hópana í partíinu en Rybak og Saara Aalto komu ekki.

Partíið var hresst, skemmtilegt og mjög fjölmennt því að það var algjörlega troðið allan tímann. Íslenski hópurinn átti veg og vanda að því hversu flott þetta var og var t.d. sá eini af þeim þremur til að dreifa kynningarefni til boðsgesta, vel gert!

Laugardagspartíið var að sjálfsögðu ísraelska partíið sem var all the rage! Það var haldið á glæsilegum stað; í leikhúsinu Cineteatro Capitólió í fína hverfinu við Avenida Liberdade. Þegar við mættum hafði þegar myndast löng röð en aðgang fengu allir með accreditation og þeir sem áttu gilt OGAE-félagsskírteini. Þegar húsið átti að opna kl. 10 var þó enn að drífa að sendinefndir frá öllum þeim löndum sem stigu á stokk. Aðdáendur voru hvattir til að mæta snemma og þegar fyrstu flytjendur stigu á svið var enn röð fyrir utan og fólki hleypt inn í hollum! Dyraverðirnir voru svo strangir að sjálfur G:son lenti í vandræðum og sá ekki fram á að komast inn!

iAð venju var boðið upp á léttar austurlenskar veitingar og hummusinn rann sannarlega ljúflega niður eftir nærri klukkutíma bið í röðinni! Snyrtivörur unnar úr vatni Dauðahafsins eru líka alltaf á boðstólum og í ár var engin undantekning þar á.

Mest eftirvænting var þó að sjálfsögðu eftir því að flytjendur stigu á stokk – og auðvitað Netta framar öllum! Kynnir kvöldsins sér um sjónvarpsviðburðinn Rising Star í Ísrael og stjórnaði kvöldinu með styrkri hönd. Moldóvarnir stigu fyrstir á svið og rifu stemminguna í gang með framlagi sínu My Lucky Day, og reyndar öðru lagi strax í kjölfarið sem hljómaði alveg eins og jafnhresst. Pólverjarnir komu strax í kjölfarið og Írinn flutti lagið sitt á lágstemmdan og hugljúfan hátt. Saara Aalto sýndi það og sannaði hvað hún er mikil stjarna, söng Queens og Monsters og vafði áhorfendum um fingur sér. Íslendingarnir komu að sjálfsögðu fram og fluttu Our Choice og Júró-syrpuna sína og þegar Ari söng Il Volo fékk hann svo góðar undirtektir að þakið ætlaði að rifna af húsinu!

Aðrir sem komu fram á undan Nettu voru Danirnir sem völdu að flytja lagið sitt án undirleiks og míkrafóna úti í miðri áhorfendaþvögunni. Þeir báðu alla að hafa þögn en hvöttu áhorfendur svo að hjálpa til með að stappa í viðlaginu og syngja með. Þetta heppnaðist ágætlega hjá þeim, þó að við hefðum kannski ekki mikla trú á því að það heyrðist nógu vel í þeim. Einnig steig Cesar frá Austurríki á stokk og bræddi okkur og alla hina í salnum! Þá var hitastigið í salnum við suðumark. Við elskum Cesar svo mikið!

isr_aus

Eftirvæntingin var gríðarleg þegar kynnirinn kynnti sendiherra Ísraels á svið. Sá sagði væntingarnar miklar um sigur í ár og markmiðið væri skýrt að komast í úrslitin og bauð svo öllum viðstöddum í gleðigönguna í Tel Aviv í júní. Hann bað svo fólk að gefa sér N-E-T-T-A og kynnti hana svo á svið. Dívan steig þá á svið og um leið dáðist hún að því hvað áhorfendur væru fagrar verur með vísun í texta lags síns. Hún var að vanda dressuð óaðfinnanlega í sínum eigin stíl. Netta henti sér beint í flutning á laginu og fékk allan salinn til að kyrja með sér í viðlaginu. Hún var mjög örugg í flutningnum og skemmti sér greinilega konunglega. Eftir flutninginn spurði kynnirinn Nettu hvað það hefði aftur verið sem hann hefði sagt við hana eftir áheyrnarprufurnar í Rising Star í byrjun ársins. Netta svaraði mjög íbyggin: „This is gonna win Eurovision!“ Og auðvitað trylltist allt.

Screen Shot 2018-05-06 at 11.13.46

Mynd: Nettabarzi (Instagram)

Fleiri flytjendur fylgdu í kjölfar Nettu, Búlgararnir stóðu sig gríðarlega vel í töffheitunum sínum en eftir það voru þetta flytjendur úr seinni undankeppninni, þ.e. þeir sem þurfa ekki að safna eins miklu kröftum fyrir þriðjudaginn og þau sem voru fyrr um kvöldið 😉 Síðust á svið steig Christabelle frá Möltu og það var mikil stemming yfir hennar lagi. Eftir flutninginn tók hún sig líka til og dansaði heilmikið við Júróvisjón-tónlist meðal hressra aðdáenda.

Við erum á því að þessi partí hafi bæði tvö lukkast afskaplega vel – sérstaklega fyrir þær sakir að staðirnir voru geggjaðir hvor um sig. Þetta verður seint toppað, allavega ekki fyrr en á næsta ári!!

 

„Guys, I need to sign this form!“ Æfingar dagsins í Altice Arena

Það gekk á ýmsu á öðru æfingarennsli í Altice Arena í dag. Við sátum í gegnum æfingar landanna úr fyrsta undanriðli og erum sammála um að sjaldan hafi jafnmikið verið upp og niður þegar á þennan stað er komið í æfingaferlinu; talað var um öryggisskilmála, tafir vegna umferðar og próftökur svo eitthvað sé nefnt. Alltaf er þó rúm fyrir bætingar og unnið var hart að því í dag!

aser_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Aserbaídsjan: Mjög flott opnun á kvöldinu. Aisel er með skemmtilegar jógapósur á sviðinu, t.d. stríðsmanninn en hún hleypur fullmikið um fyrir okkar smekk.

 

island_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Ísland: Æfingu íslenska hópsins var frestað vegna umferðaróhapps, svo að Albanía æfði á undan. Þegar Ari mætti á svið gekk rennslið þó mjög vel, fyrir utan tæknivesen á einum stað (það hafði hreinlega einhver hent peysunni sinni ofan á eina kameruna). Notast er við myndavélaskot í byrjun sem minnir hressilega á Johnny Logan sem virkar mjög vel fyrir Júrónördana!

 

albania_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Albanía: Eugent gaf allt í botn í öllum sínum þremur rennslum og kom mjög á óvart – þvílíkt vald á röddinni sem hann hefur!

 

tekkland_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Tékkland: Mikolas sneri aftur á sviðið en æfingin gekk alls ekki nógu vel. Hann átti í vandræðum með innra eyrað og svo var míkrafónninn ekki á réttum stað. Þá fylgdu tæknileg vandamál hjá tökuliðinu. Hann leit út fyrir að vera dálítið orkulaus og skiljanlega dálítið stífur eftir bakmeiðslin. Reyndar vantaði líka einn dansarann því að hann þurfti að klára að taka próf!

 

Israel_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Ísrael: Svo klikkað flott live – mjög sterkur söngur og dansararnir eru klárlega þeir bestu í keppninni í ár! Þar sem Netta má ekki sampla live á sviðinu hefur röddunin í byrjun verið styrkt mjög vel með bakröddum og laginu hefur einnig verið hraðað. Allir blaðamennirnir í höllinni göluðu með henni í viðlaginu!

 

hvitarussland_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Hvíta-Rússland: Geggjaðar bakraddir og lyftupallur hjálpa greyið Alekseev lítið því að hann er enn svakalega neðarlega í langa Foreveeeeeeeer-tóninum.

 

bulagria_aefing2_Andres Putting.jpg

Mynd: Andres Putting

Búlgaría: Kom okkur langmest á óvart og var Vá-faktor dagsins. Þetta virkaði allt saman; röddunin, frekar speisaðir búningar og einföld framsetning gerði heildarmyndina mjög flotta.

 

austrurriki_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Austurríki: Það gekk eiginlega allt á afturfótunum hjá Cesari en þrátt fyrir náði hann að renna þrisvar í gegn á þeim 20 mínútum sem hann hafði. Hann byrjar hátt uppi á palli og er þess vegna í öryggislínu og -belti. Fyrsta rennslið þurfti að stoppa vegna þess að hann gleymdi að taka öryggislínu af sér þegar hann var kominn niður á sviðið. Þá kallar hann til pródúseranna: „Guys, I need to sign this form“ og fékk svarið: „You know you have it“. Í næstu byrjun festi hann fótinn í öryggisbandinu. Í þriðju tilraun festist pallurinn í efstu stöðu og þurfti lagni við að koma honum niður. Eftir það gekk allt vel fyrir sig og hann átti frábær rennsli.

 

grikkland_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Grikkland: Yianna átti erfitt með nokkra tóna undir lok lagsins en átti annars mjög góða æfingu. Bláa höndin er mjög töff en við erum pínu hræddar um hvíta kjólinn, fer ekki litur í hann?

 

finland_aefing2_Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Finnland: Dagskráin hafði riðlast um 40 mínútur þegar Saara steig síðust á svið. Sjónarspilið er mjög flott en við söknuðum pínu vá-faktorsins í atriðinu sjálfu. Það er þó alveg ljóst að Saara er algjör stjarna og dáleiðandi á sviði! Búningar dansaranna virka vel sem látlausir hermannagallar því að gimmikkið með LED-pallinn er alveg nógu mikið. Tvö fyrstu rennslin stoppuðu bæði út af tækniatriðum en í því síðasta gekk allt smurt og Saara negldi alveg flutninginn.

 

 

 

Þemun í ár: Smástrákar og full-(komn)-orðnir karlmenn

Ungir og álitlegir karlsöngvarar eru áberandi í keppninni í ár, svo áberandi að okkur fannst það jaðra við þema þegar hver þjóðin á fætur annarri sendir ungan sætan (smá) strák sem básúnar lag og texta sem kona tengir alls ekki við hugarheim unglinga.

Á hinn bóginn eru samt alltaf flottir og álitlegir karlmenn á stóra sviðinu í Júró og það eru engar nýjar fréttir. Á hverju ári gera t.d. vinkonur okkar í Noregi (Good evening Europe) sína topplista yfir „heitustu keppendurna“ og við dáumst að hugmyndaauðgi þeirra og kímnigáfu (yes, Astrid and Guri – we are complementing you on your great Hotlists, we always follow them! Keep up the good work!) Þar fá sjarmörarnir að skína og þær leita þá uppi á hinum ýmsu viðburðum og leyfa öllum þeirra helstu mannkostum að njóta sín. Án þess að gera neina tilraun til að herma eftir þeim, viljum við leitast við að veita föngulegum karlpeningnum í ár dálitla athygli.

Boybandið

Yngstu drengirnir í ár gætu stofnað með sér Júró-boybandið New Direction on the Western Block eða eitthvað í þá áttina. Þeir hafa hver sinn eiginleika sem tilheyra alltaf svona boybandsuppröðun; hinn spænski Manel er hressi brimbrettaskyrtugaurinn sem grípur í körfuboltann, Isahiah frá Ástralíu er þessi dökki og dularfulli sem verður að vera í hverju boybandi, Írinn Brendan er gáfulegi, mjúki gaurinn með gleraugun og háu röddina sem hvert boyband verður að hafa og Kristian frá Búlgaríu er krúttið með frekjuskarðið – og kannski skápahomminn? Ef þetta boyband hefði komið fram þegar við vorum 14 ára, hefðum við svo sannarlega kolfallið fyrir þeim. Mögulega er sjarmi þeirra samt bundinn við yngri aldurshópa en kannski ekki. Þegar þetta er skrifað eiga þeir flestir eftir að æfa á sviðinu svo að við eigum eftir að sjá þá þar.

Metró-mennirnir

Þetta eru þessir hreinu og stroknu herramenn sem ilma jafnvel og þeir líta út. Þar er Svíinn Robin Bengtsson sennilega efstur á blaði – en sumir kveða svo fast að orði að kalla hann mennsku útgáfu Kens hennar Barbiear. Sykursætur og fullkominn er hann vissulega, algjörlega í stíl við lagið sitt. Alex Florea frá Rúmeníu er líka mættastur með man-buninn sinn, kýpverski Hovig með mátulega skeggrót og austurríski Nathan klæðir sig óaðfinnanlega. Aðrir sem heilla (mismikið þó) eru Koit Toome frá Eistlandi og Jimmie Wilson fyrir hönd San Marínó en þeir eru kannski dálítið lifaðir og oldskool sem og Omar Naber frá Slóveníu. Þeir hafa þó allir þennan metrósjarma. Töffararnir sem tilheyra metróhópnum eru alveg á indí-jaðrinum. Það eru þeir Artem úr hvítrússneska Naviband sem hristir krullurnar og svölu guttarnir úr Triana Park frá Lettlandi; Edgars, Kristaps og Artūrs. Það væri nú ekki leiðinlegt að hanga með þeim: Svo svalir að nöfnin þeirra eru öll í eignarfalli (djók!)

Dívurnar

Í öllum keppnum Júróvisjón koma einhverjar dívur fram á sjónarsviðið og keppnirnar væru sannarlega fátæklegri án þeirra. Við erum kannski vanari því að dívurnar okkar séu kvenkyns (hæ, Hera Björk!) en karlar geta svo sannarlega verið dívur líka og Svartfellingurinn Slavko og Jacques hinn króatíski eru sko það og meira til! Þeir stela senunni, fjallmyndarlegir og persónuleiki þeirra er nánast stærri en þeir sjálfir – they’re here, they’re queer and you better get used to it! Auðvitað elskum við þá, dýrkum og dáum en stundum getum við ekki meir en bara myndina – hljóðið og hreyfimyndin er um of!

Indí-yndið

Screen Shot 2017-05-01 at 10.09.05

Hann Salvador okkar Sobral frá Portúgal verðskuldar sinn eigin flokk sem indíhipster. Sjarmerandi og afslappað útlit hans tónar svo vel við lagasmíðina sem hann flytur og þrátt fyrir að skarta man-bun eins og metrómenn er svona notaleg óreiða í kringum hann og skegghýjungur sem er bara akkúrat eins og hann á að vera. Hjarta fyrir Salvadorable!

Mucho Macho 2017

Þá er það flokkurinn sem er stútfullur af testósteróni. Yfir-testósteróninn í ár virðist vera hann Fransesco okkar, hann ber þetta kynþokkafulla yfirbragð Ítalanna sem er laust við að vera hrokafullt (eða kannski bara mátulega hrokafullt) og brosið er milljóna króna virði. Við höfum líka heyrt því fleygt að hann sé útlimalangur í öllum skilningi þess orðs, leggjum ekki meira á ykkur! Norski söngvarinn og partíljónið Aleksander heillar okkur líka á sama hátt og hinn ísraelski Imri og finnski Lasse úr Norma John *dæs*. Aðrir sem rétt er að nefna eru Joci Pápai frá Ungverjalandi sem hefur þetta etníska yfirbragð og úkraínski og flúraði söngvarinn Yevhen að ógleymdum Epic Sax Guy (Sergey; sem við að sjálfsögðu elskum frá því í Osló 2010) og félögum úr Sunstroke Project, þeim Antoni og Sergey.

Auðvitað fögnum við fjölbreytileikanum, fullmeðvitaðar um að útlitið er ekki allt og að þessir myndarlegu menn séu ekki að keppa eingöngu út af því hvernig þeir líta út, en þetta er allt saman hluti af Júró-heildinni. Útlit, framkoma, söngur; þetta skiptir allt máli og talar hvert við annað.

Ef við ættum að lokum að útlista hverjir það væru sem við myndum sérstaklega sækjast eftir selfies með í Kænugarði, með stjörnur í augunum, væru það þessir myndarlegu menn: