Spá AUJ – úrslit

AUJ_cover

Stóra stundin er að renna upp! Úrslitin í Júróvisjon ráðast í kvöld og við sjaldan verið eins spenntar því að keppnin er eins og galopin bók sem enginn veit hvernig endar! Eins og áður spáum við hverjir verði í topp 10 í engri sérstakri röð. Og það verða:

BÚLGARÍA
FRAKKLAND
KÝPUR
ÍSRAEL
FINNLAND
AUSTURRÍKI
DANMÖRK
ÚKRAÍNA
EISTLAND
MOLDÓVA

spáAUJ-12.5aspáAUJ-12.5b

Af þessum tíu teljum við Búlgaríu, Frakkland og Kýpur sigurstranglegust.

img_3635.jpg

Flosi okkar, sem oft hefur deilt sínum skoðunum á Öllu um Júróvisjon, er sammála okkur að hluta til og telur að toppbaráttan verði sannarlega á milli Frakklands, Kýpur, Búlgaríu , Ísrael, Austurríkis og Eistlands. Hann telur einnig að Ástralía, Svíþjóð, Ungverjaland og Noregur verði með í gleðinni á toppnum.

 

Auglýsingar

Yfirferð laga 2018 – 3. hluti

Ekki seinna vænna að drífa síðustu yfirferðina okkar af nú þegar fyrsti æfingadagur í Lissabon er hafinn. Við skoðum stöðuna á æfingum eftir því sem þeim vindur fram – en hér er okkar yfirferð á lögum stóru þjóðanna 5 og Portúgal sem verða í úrslitum (HÉR er heildaryfirferðin í fullum gæðum):

002003004005006007

Þemun í ár: Sungið á frummálinu og jóðl!

Allt frá því að reglunni um að allir yrðu að syngja á sínu eigin tungumáli var breytt í lok 20. aldar hafa æ fleiri þjóðir ákveðið að syngja á ensku. Eins og við vitum er það þó alltaf nokkrir sem velja að syngja á sínu eigin máli. Skemmst er að minnast þess þegar við Íslendingar sungum síðast á íslensku árið 2013 þegar Eyþór Ingi heillaði marga aðdáendur með laginu Ég á líf. Lagið komst í úrslit en endaði 17. sæti sem er fjórði besti árangur okkar frá því að við komumst fyrst í úrslit eftir að undanriðlarnnir komu til sögunnar. Fyrir utan Jóhönnu okkar Guðrúnu eru það eingöngu Pollapönkararnir og Eurobandið sem hafa gert betur.

Ítalska, portúgalska og  franska
En aftur að keppninni í ár. Það eru kannski endilega svo margar þjóðir sem syngja á frummálinu í heildina en það eru fjórir flytjendur (Portúgal, Ítalía, Hvíta-Rússland og Ungverjaland) sem syngja eingöngu á frummálinu auk þess sem hin franska Alma syngur bæði á frönsku og ensku. Það vekur hins vegar athygli að tveimur þessara laga er spáð í topp 5 og í raun fátt sem getur komið í veg fyrir að Ítalía vinni í ár.

Fari það svo að Ítalía sigri í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2007 sem vinningslagið er að öllu leyti á öðru tungumáli en ensku. En eins og við munum öll heillaði Marija Serifovic Evrópu með ballöðunni sinni Molitva. Er það í raun eina skiptið sem lag, sungið eingöngu á frummálinu, vinnur Júróvisjon frá því að tungumálareglunni var breytt árið 1999. Auðvitað söng Jamala hluta úr sínu lagi á krímtatarísku en lagið var að mestu á ensku.

italia - aefing 2 - andreas putting

Mynd: Andres Putting

Hvít-rússneska og ungverska
Portúgölsku, ítölsku og frönsku höfum við margoft heyrt í Júróvisjon. Í ár heyrum við hins vegar í fyrsta skipti hvít-rússnesku og ungverskan hefur ekki heyrt oft heldur. Hvít-rússneska er slavneskt mál, skylt bæði rússnesku og úkraínsku og er auk rússnesku opinbert tungumál í Hvíta-Rússlandi. Aukin áhersla hefur verið á hvít-rússnesku þar í landi eftir að þeir öðluðust sjálfstæði frá Rússum við fall Sovétríkjanna og margir Hvít-Rússar stoltir af tungumálinu. Naviband eru einnig stolt af því að syngja í fyrsta sinn á hvít-rússnesku, enda fagnar hvít-rússneska þjóðin 800 ára afmæli sínu í ár.

Frá því að tungumálareglunni var breytt hefur ungverska heyrst tvisvar sinnum í Júróvisjón. Árið 2005 söng Nox lagið Forogj Világ sem lenti í 5. sæti. Næst heyrðist ungverska árið 2013 þegar ByeAlex söng lagið sitt Kedvesem sem lenti í 10. sæti. Að syngja á unversku hefur því fleytt Ungverjum vel áfram.

 

belarusian

wikipedia.org

Jóðlið
Það er ekki hægt að fjalla um tungumál í Júrovisjon án þess að tala um jóðlið í ár. Rúmenar bjóða okkur upp á hágæða jóðl sem hljómar eins og beint úr fjöllunum, hvort sem þau eru rúmensk, norsk eða austurrísk!

Það mætti svo færa rök fyrir því að Ungverjar hafi líka hoppað á jóðlvagninn því inn á milli ungverskunnar raular Joci eitthvað sem minnir okkur óneitanlega á jóðl!

jodl

 

 

Fyrsta æfing stóru þjóðanna og Úkraínu

Í gær æfðu stóru þjóðirnar fimm auk gestgjafanna frá Úkraínu og hafa þá allar þátttökuþjóðir æft að minnsta kosti einu sinni á stóra sviðinu. Við kíktum á myndbrotin og veltum okkur aðeins fyrir okkur hvernig æfingar stóru þjóðanna gengu.

Úkraína – Time


Heimamenn og gestgjafar æfðu fyrstir af þeim þjóðum sem eingöngu keppa í úrslitum. Kannski eins og við var að búast var sviðsetningin hefðbundin fyrir hljómsveit þar sem söngvarinn er í forgrunni og hinum raðað fallega fyrir aftan hann og til hliðar. Á myndbandinu virðast þeir örlítið falskir en þetta verður ábyggilega ljómandi gott en hefðbundið hjá þeim félögum í O.Torvald.

Ítalía – Occidentali’s Karma


Líklega er Francesco kóngur þessarar keppni þótt hún sé ekki hafin! Og hann var eins og kóngur á sviðinu á æfingu, lék við hvurn sinn fingur og virtist öruggur og líða vel á sviðinu. Dansinn er sjálfsögðu á sínum stað og auðvitað górillan líka. Í bakgrunn birtast m.a. górillur í mörgum litum sem einnig dansa. Bakraddirnar fjórar styðja Francesco vel en virðast þó aðeins eiga eftir að æfa dansinn góða betur!

Spánn – Do it for you lover


Manel Navarro mætti með brimbrettagengið sitt á sviðið, einn spilar á gítar, einn á bassa og einn á trommur. Allir eru þeir glæddir hawai-skyrtum og í bakgrunn er strandar- og brimbrettaþema. Manel sjálfur slær einnig gítarinn um stund og hefur skyrtuna fráhneppta. Hvort fráhneppta skyrtan á að lokka atkvæði gæti vel verið þar sem söngurinn virtist orkulaus – allavega svona á þessari fyrstu æfingu.

Þýskaland – Perfect Life


Eins og svo margir virðist Levina ætla vera með einfalda sviðsetningu. Tónarnir eru gráir og hvítir og Levina mætti á þessa æfingu í hvítum síðerma topp og skósíðu gráu pilsi. Raddlega hljómar lagið vel en það er bara spurning hvort þetta sé nægilega grípandi allt saman svo einhver taki upp símann og kjósi!

Bretland – Never give up on you


Geröfugt við þema keppninnar um hvíta búninga mætti Lucie í gylltum kjól á sína fyrstu æfingu og atriði var sveipað gylltum og svörtum ljóma. Lucie stendur með einhverskonar blævængsbakgrunn og syngur, ljómandi vel, en rétt eins og hjá þýsku stöllu sinni er óljóst hvort lagið sé nægilega sterkt til að fanga áhorfendur eða dómnefndir til að kjósa.

Frakkland – Requiem


Alma frá Frakklandi rak lestina í æfingum stóru þjóðanna. Lagið hennar hefur þótt gott, sérstaklega meðal aðdáenda og er hún t.d. í fjórða sæti í OGAE-kosningunni. Alma virtist hins vegar örlítið vandræðaleg á sinni fyrstu æfingu og hreyfingarnar á sviðinu (sem eru nú ekki miklar í þessu video-broti!) stífar og óeðlilegar. Í bakgrunn má sjá Effelturninn og París sem stundum hreyfast svo hratt að vert væri að gefa út viðvörun fyrir flogaveika.

Yfirferð laga 2017: XIII. hluti

pizap.com14909564396391Holland

Holland - OG3NE

Mynd: televizier.nl

Hvað: Lights and shadows
Hver: OG3NE
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 11. sæti í úrslitum

Eyrún segir: Mér finnst þetta ágætlega grípandi melódía en get ekki fyrir mitt litla líf skilið orð af því sem þær segja, sem er synd því að þær systur syngja þetta sem óð til móður sinnar sem berst við krabbamein og lagið er samið af föður þeirra. Hljómurinn er virkilega fallegur en ég held samt að það verði ekki nóg til að koma þeim áfram í úrslitin.

Hildur segir: Það er einhvern veginn eins og eitt af trendum keppninnar í ár sé afturhvarf til 10. áratugarins. Við hlustun á mörgum lögum finnst mér ég greina áhrif þess áratugar í lögunum. Hvort það er gott eða slæmt skal ekki dæmt um ákkúrat hér en Hollendingar hafa heldur betur hoppað á þennan afturhvarfsvagn. Lagið gæti nefninlega allt eins verið B-hlið á Spice Girls-smáskífu frá árinu 1996. Lagið er B-hliðar lag því það er langt því frá að vera slæmt lag en það er heldur enginn hittari. Það gæti hins vegar auðveldlega orðið uppáhaldslag harðra aðdáenda OG3NE eins og B-hliðarlög eiga til að verða hjá helstu aðdáendum tónlistarfólks. Þar sem B-hliðar ná ekki endilega til fjöldans þá er ég hrædd um að þær systur sitji eftir með sárt ennið þann 11. maí.

Frakkland

Frakkland - alma

Mynd: twitter.com

Hvað: Requiem
Hver: Alma
Á svið: Úrslit
Gengi 2016: 6. sæti í úrslitum

Hildur segir: Ég spái því að þetta lag verði spilað á Euroclub og allir dansi! Kannski verður það spilað í einhverri remix-útgáfu því lagið er kannski ekki hefðbundið danslag. Viðlagið er hins vegar svo skemmtilegt að það er ábyggilega enginn sem getur setið kjurr undir því. Hvert gengi Ölmu verður finnst mér óljóst og velta mikið á sviðsetningu og hversu vel henni tekst að tala við áhorfendur heima í stofu.

Eyrún segir: Ég kann mjög vel að meta stefnuna sem Frakkar hafa verið að taka undanfarin ár í Eurovision og verð að segja að þeir eru klárlega uppáhalds stórþjóðin mín! Alveg frá Aminu, Sebastian Tellier og til Amírs í fyrra – þá gera þeir einhvern veginn bara það sem þeim sýnist (sem heppnast oft) en eru ekki að apa upp eftir neinum öðrum. Það er náttúrulega gífurlegur menningarlegur bræðingur í þessu stóra landi og einhvern veginn alltaf af nógu að taka. Alma fetar í örugg fótspor Amirs sem lenti því miður bara í 6. sæti (dæmi um hversu illa sviðsetningin getur farið með frábært lag). Eftir að laginu hennar var breytt (ensku bætt inní og viðlaginu breytt) fussuðu margir aðdáendur og sveiuðu en mér finnst það virkilega gott. Sammála Hildi um það að þetta verður spilað á Euroclub og í Júrópartíum víðsvegar!

Þýskaland

tyskaland - levina

Mynd: gettyimage.com

Hvað: Perfect life
Hver: Levina
Á svið: Úrslit
Gengi 2016: 26. sæti í úrslitum

Eyrún segir: Ég sá einhvers staðar vidjó þar sem líkindin milli þýska framlagsins og Titanium með Siu voru rædd og það er vissulega hægt að færa fyrir því einhver rök að þau séu lík. Mögulega gæti það verið Levinu í vil en ég held þó að þetta lag þurfi mega-gimmikk til að gera eitthvað í aðalkeppninni.

Hildur segir: Hvort Þjóðverjar lendi í síðasta sæti í þriðja skipti í röð í ár veltur kannski helst á því hvaða lög verða með í úrslitunum. Í stúdíó-útgáfunni er lagið heldur flatt og óspennandi en eftir að hafa horft á Levinu syngja live á sviðið skipti ég um skoðun því ekki bara að hún hafi ekki sungið feilnótu, þá er mun meira líf í rödd hennar heldur en kemur fram í stúdíó-útgáfunni. Lagið fór því úr því að vera heldur óspennandi og flatt yfir í að vera huggulegt til afhlustunar.

Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 5. hluti

Það fer ekki mikið fyrir dansi og samhæfðum hreyfingum hjá stóru þjóðunum þetta árið. Það er Spánn sem heldur uppi heiðri dansranna í þessum hópi þjóða!

Frakkland
Sjarmakóngurinn Amir er einn á sviðinu. Hann dansar ekki mikið á leið sinni úr geimnum til jarðar en tekur eina góða bakvendu milli þess sem hann brosir svo breytt að enginn dans er nauðsynlegur.

frakkland önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Svíþjóð
Rétt eins og í úrslitunum í Melodifestivalen eru enginn stórkostleg danssport stigin hjá Svíjum. Frans er áfram frjálslegur í fasi, röltandi um sviðið raulandi um hvað hann myndi nú gera ef það væri hann sem hefði gert eitthvað af sér.

svíþjóð önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

 

Þýskaland
Hún Jamie-Lee okkar er nú ekki mikið fyrir að taka danssporin eða hreyfa sig mikið. Kannski er hún hrædd um að hárskrautið detti ef hún fer of hratt yfir?! Mikið hefði það nú verið gaman ef eitthvað aðeins meira hefði verið gert með þessu frábæra lagi á sviðinu.

Þýskaland önnur æfing thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Spánn
Spánn heldur uppi dansi stóru þjóðanna en Barei er með fjóra dansara, sem einnig eru bakraddirnar hennar, á sviðinu. Barei var náttúrlega strax þekkti fyrir fótahreyfingar sínar þegar hún sigraði heima fyrir og eru þær enn það athyglisverðasta í dansinum sem fram fer þar sem dansranir virðast á tíðum þvingaðar. En hver veit nema þær sleppi af sér beislunum og nái þeim finnsku í afslappelsi og gleði!

spánn önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

Ítalía
Franceca og hennar teymi hefur ákveðið að láta grafíkana ráða alfarið í sviðsetningunni þetta árið og fer það þeim barasta mjög vel! Franceca tekur sig ljómandi vel út í blómahafinu sem umliggur hana!

ítalía önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

 

Amir í liði með Gretu

Frakkland blaðamannafundur 3

Mynd: Ýrr Geirsdóttir

Hin franski Amir mætti kátur á sinn annan blaðamannfund hér í Stokkhólmi. Hann var kátur með æfinguna og sagðist hafa liðið vel á sviðinu. Rétt eins og hjá flestum þurfti að laga ýmislegt eftir fyrstu æfingu og var flest það sem laga þurfti komið í lag að sögn Amirs og hans teymis.

Saga Amirs sem söngvar er ekki löng. Hann tók þátt í The Voice árið 2013 og hefur síðar unnið sem söngvari. Hann er menntaður tannlæknir og vann sem slíkur í mörg ár. Aðspurður um hvað hafi komið til þess að hann vaknaði einn daginn og skipti algjörlega um starfsferil sagðist hann ekki hafa vaknað einn dag og allt í einu viljað gera eitthvað annað. Hann hafi vaknað margar daga í nokkur ár og vitað að hann vildi gera eitthvað annað. Amir sagðist ánægður með nýja ferilinn sinn en hann hafi lengi langað að vera á sviði.

Amir hefur gefið út eina plötu. Platan var unnin fyrir Frakklandsmarkað og var gerð með það í huga að kynna Amir og hans tónlist eftir þátttöku hans í The Voice og öðrum keppnum. Amir segir plötuna mjög persónulega og hann sé óhæddur við að vera hann sjálfur í tónlistinni. Platan er þó ekki mikil partý plata eins og lagið hans í keppninni í ár sem hann segist vonast til að allir heima haldi gott partý meðan lagið hans stendur yfir.

Frakkland blaðamannafundur 2

Það var mikil eftirvænting hjá blaðamönnum og áðdáendum að fá að mynda Amir að loknum blaðamanna fundi. Mynd: Ýrr Geirsdóttir

Leikstjóri atriðis Amirs  var staddur með honum á blaðamannfundi í dag og lýsti fyrir viðstöddum hver hugmyndin á bakvið sviðsetningu lagsins. Hugmyndin er stór, líklega eins og væntingar Amirs í tónlistinni; Amir byrjar nefninlega í geimnum en ferðast til jarðarinnar til að kynna sig og tónlistina fyrir jarðarbúum. Það má með sanni segja að það verði ansi margir jarðarbúar sem muni sjá Amir flytja lagið sitt 14. maí. Þetta er allt í samhengi við markmið Frakka í keppninni í ár sem var eins og föruneytisstjóri Frakka sagði „We want to part of the Eurovision game again“.

Nokkuð var fjallað um neikvæða umfjöllun um lag Amirs á blaðamannafundinum. Amir svaraði því vel og er í liði með Gretu um að hlusta á jákvæðu raddirnar og horfa jákvætt á lífið því hann hafi ákveðið að láta ekki neikvæðu umfjöllunina brjóta sig niður heldur mótivera sig til að gera enn betur.

Frakkland blaðamannafundur 1

Amir ásamt föruneytisstjóra, danshöfundi og fjölmiðlafulltrúa.  Mynd: Ýrr Geirsdóttir