Spá AUJ – úrslit

AUJ_cover

Stóra stundin er að renna upp! Úrslitin í Júróvisjon ráðast í kvöld og við sjaldan verið eins spenntar því að keppnin er eins og galopin bók sem enginn veit hvernig endar! Eins og áður spáum við hverjir verði í topp 10 í engri sérstakri röð. Og það verða:

BÚLGARÍA
FRAKKLAND
KÝPUR
ÍSRAEL
FINNLAND
AUSTURRÍKI
DANMÖRK
ÚKRAÍNA
EISTLAND
MOLDÓVA

spáAUJ-12.5aspáAUJ-12.5b

Af þessum tíu teljum við Búlgaríu, Frakkland og Kýpur sigurstranglegust.

img_3635.jpg

Flosi okkar, sem oft hefur deilt sínum skoðunum á Öllu um Júróvisjon, er sammála okkur að hluta til og telur að toppbaráttan verði sannarlega á milli Frakklands, Kýpur, Búlgaríu , Ísrael, Austurríkis og Eistlands. Hann telur einnig að Ástralía, Svíþjóð, Ungverjaland og Noregur verði með í gleðinni á toppnum.

 

Gærkvöldið í hnotskurn!

Heilagur Sakis! Júróvisjon-sviðið í Altice Arena var svo yfirfullt af júróbombum að við höfum sjaldan séð annað eins á einu kvöldi! Fyrirfram var ljóst að mjög erfitt væri að spá fyrir um úrslit kvöldins þótt raunin hafi orðið sú að öll umtöluðustu atriðin komust áfram. Stærstu fréttirnar eru að Aserbaídsjan og Grikkland komust ekki áfram en þetta er í fyrsta skipti sem Aserar komast ekki í úrslit og ljóst að Aisel braut blað í Júrósögu Asera. Grikkir hafa tekið þátt í Júróvisjon frá árinu 1974 og Yianna er önnur í sögu þeirra til að skila þeim ekki í úrslit.

En kíkjum aðeins nánar á hvað fyrir augu bar á sviðinu í Lissabon í gær.

Kvöldið hófst á einni júrósprengjunni sem líklega verður lítið minnst á í Júróvisjonsögunni. Ólíkt því í fyrra virðast jógastöður  (Francesco Gabbani, apinn og namaste, þið munið!) ekki vera gera sig í ár. Engar skikkjur voru áberandi í ár en þær virkuðu heldur takmarkað fyrir keppendur í fyrra.

Ari, Eugent og Elina áttu í harðri háu-tóna keppni sem þau tvö síðarnefndu unnu – því miður!

 

eurovision-czech1

Hressleikinn var í fyrrirúmi hjá Mikolas og félögum og ekki að sjá að bakið hrjáði hann mikið. Hvort hressleikinn skapaðist af andrúmsloftinu, verkjalyfjum eða einhverjum öðrum lyfjum er erfitt að segja en við vorum að minnsta kosti fegnar að þriðji dansarinn þurfti ekki að fara í uppptökupróf og gat því verið með.

Dansinn dundi oft yfir kvöldið, fyrst þegar Ísrael steig á stokk og mátti þá halda að konur væru staddar á Euroclub frekar en á showinu sjálfu! Næsta dansbomba kom þegar Saara Alto flutti Monster og þá voru það ekki bara standandi áhorfendur sem dilluðu sér heldur braust út dansstemmning í græna herberginu. Eleni var síðust í röðinni og var þá svo mikil stemming komin í salinn að líklega voru fleiri að dansa en horfa!

bulgaria

Röddunarveisla og gæsahúðarmóment kvöldsins voru í boði Búlgaríu – hamingjan sanna, kannski vinna þau þetta bara!

austria

Við erum loks að spá í að setja Cesar á dýrlingalista Júróvisjon og færa honum nafnbót heilagleikans. Verður hann því þriðji Júróvisjondýrlingur AUJ á eftir Sakis og heilagri Carolu!

 

 

Þemun í ár: Smástrákar og full-(komn)-orðnir karlmenn

Ungir og álitlegir karlsöngvarar eru áberandi í keppninni í ár, svo áberandi að okkur fannst það jaðra við þema þegar hver þjóðin á fætur annarri sendir ungan sætan (smá) strák sem básúnar lag og texta sem kona tengir alls ekki við hugarheim unglinga.

Á hinn bóginn eru samt alltaf flottir og álitlegir karlmenn á stóra sviðinu í Júró og það eru engar nýjar fréttir. Á hverju ári gera t.d. vinkonur okkar í Noregi (Good evening Europe) sína topplista yfir „heitustu keppendurna“ og við dáumst að hugmyndaauðgi þeirra og kímnigáfu (yes, Astrid and Guri – we are complementing you on your great Hotlists, we always follow them! Keep up the good work!) Þar fá sjarmörarnir að skína og þær leita þá uppi á hinum ýmsu viðburðum og leyfa öllum þeirra helstu mannkostum að njóta sín. Án þess að gera neina tilraun til að herma eftir þeim, viljum við leitast við að veita föngulegum karlpeningnum í ár dálitla athygli.

Boybandið

Yngstu drengirnir í ár gætu stofnað með sér Júró-boybandið New Direction on the Western Block eða eitthvað í þá áttina. Þeir hafa hver sinn eiginleika sem tilheyra alltaf svona boybandsuppröðun; hinn spænski Manel er hressi brimbrettaskyrtugaurinn sem grípur í körfuboltann, Isahiah frá Ástralíu er þessi dökki og dularfulli sem verður að vera í hverju boybandi, Írinn Brendan er gáfulegi, mjúki gaurinn með gleraugun og háu röddina sem hvert boyband verður að hafa og Kristian frá Búlgaríu er krúttið með frekjuskarðið – og kannski skápahomminn? Ef þetta boyband hefði komið fram þegar við vorum 14 ára, hefðum við svo sannarlega kolfallið fyrir þeim. Mögulega er sjarmi þeirra samt bundinn við yngri aldurshópa en kannski ekki. Þegar þetta er skrifað eiga þeir flestir eftir að æfa á sviðinu svo að við eigum eftir að sjá þá þar.

Metró-mennirnir

Þetta eru þessir hreinu og stroknu herramenn sem ilma jafnvel og þeir líta út. Þar er Svíinn Robin Bengtsson sennilega efstur á blaði – en sumir kveða svo fast að orði að kalla hann mennsku útgáfu Kens hennar Barbiear. Sykursætur og fullkominn er hann vissulega, algjörlega í stíl við lagið sitt. Alex Florea frá Rúmeníu er líka mættastur með man-buninn sinn, kýpverski Hovig með mátulega skeggrót og austurríski Nathan klæðir sig óaðfinnanlega. Aðrir sem heilla (mismikið þó) eru Koit Toome frá Eistlandi og Jimmie Wilson fyrir hönd San Marínó en þeir eru kannski dálítið lifaðir og oldskool sem og Omar Naber frá Slóveníu. Þeir hafa þó allir þennan metrósjarma. Töffararnir sem tilheyra metróhópnum eru alveg á indí-jaðrinum. Það eru þeir Artem úr hvítrússneska Naviband sem hristir krullurnar og svölu guttarnir úr Triana Park frá Lettlandi; Edgars, Kristaps og Artūrs. Það væri nú ekki leiðinlegt að hanga með þeim: Svo svalir að nöfnin þeirra eru öll í eignarfalli (djók!)

Dívurnar

Í öllum keppnum Júróvisjón koma einhverjar dívur fram á sjónarsviðið og keppnirnar væru sannarlega fátæklegri án þeirra. Við erum kannski vanari því að dívurnar okkar séu kvenkyns (hæ, Hera Björk!) en karlar geta svo sannarlega verið dívur líka og Svartfellingurinn Slavko og Jacques hinn króatíski eru sko það og meira til! Þeir stela senunni, fjallmyndarlegir og persónuleiki þeirra er nánast stærri en þeir sjálfir – they’re here, they’re queer and you better get used to it! Auðvitað elskum við þá, dýrkum og dáum en stundum getum við ekki meir en bara myndina – hljóðið og hreyfimyndin er um of!

Indí-yndið

Screen Shot 2017-05-01 at 10.09.05

Hann Salvador okkar Sobral frá Portúgal verðskuldar sinn eigin flokk sem indíhipster. Sjarmerandi og afslappað útlit hans tónar svo vel við lagasmíðina sem hann flytur og þrátt fyrir að skarta man-bun eins og metrómenn er svona notaleg óreiða í kringum hann og skegghýjungur sem er bara akkúrat eins og hann á að vera. Hjarta fyrir Salvadorable!

Mucho Macho 2017

Þá er það flokkurinn sem er stútfullur af testósteróni. Yfir-testósteróninn í ár virðist vera hann Fransesco okkar, hann ber þetta kynþokkafulla yfirbragð Ítalanna sem er laust við að vera hrokafullt (eða kannski bara mátulega hrokafullt) og brosið er milljóna króna virði. Við höfum líka heyrt því fleygt að hann sé útlimalangur í öllum skilningi þess orðs, leggjum ekki meira á ykkur! Norski söngvarinn og partíljónið Aleksander heillar okkur líka á sama hátt og hinn ísraelski Imri og finnski Lasse úr Norma John *dæs*. Aðrir sem rétt er að nefna eru Joci Pápai frá Ungverjalandi sem hefur þetta etníska yfirbragð og úkraínski og flúraði söngvarinn Yevhen að ógleymdum Epic Sax Guy (Sergey; sem við að sjálfsögðu elskum frá því í Osló 2010) og félögum úr Sunstroke Project, þeim Antoni og Sergey.

Auðvitað fögnum við fjölbreytileikanum, fullmeðvitaðar um að útlitið er ekki allt og að þessir myndarlegu menn séu ekki að keppa eingöngu út af því hvernig þeir líta út, en þetta er allt saman hluti af Júró-heildinni. Útlit, framkoma, söngur; þetta skiptir allt máli og talar hvert við annað.

Ef við ættum að lokum að útlista hverjir það væru sem við myndum sérstaklega sækjast eftir selfies með í Kænugarði, með stjörnur í augunum, væru það þessir myndarlegu menn:

Yfirferð laga 2017: III. hluti

pizap.com14909564396391Tékkland

tekkland - martina barta

Mynd: ireport.cz

Hvað: My Turn
Hver: Martina Bárta
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 25. sæti í úrslitum

Hildur segir: Hér er á ferðinni falleg ballaða sem Martina syngur af mikilli innlifun. Martina hefur fallega djúpa rödd sem passar laginu vel. Lagið er ekki sérlega eftirminnilegt né grípandi en með útgeislun, einlægni og góðum söng gæti það jafnvel staðið aðeins út í ballöðufargani keppninnar í ár.

Eyrún segir: Einkennileg raddbeiting söngkonunnar fer dálítið í taugarnar á mér í þessu annars mjög rislitla lagi. Svo mikið að ég get varla klárað að hlusta á lagið – er hún að herma eftir Cher eða hvað? Lagið er algjörlega óeftirminnilegt og ég held því miður að Tékkar sitji eftir með sárt ennið í ár þegar umslögin verða opnuð.

Finnland

finland - norma john

Mynd: eurovision.tv

Hvað: Blackbird
Hver: Norma John
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 15. sæti í fyrri undanriðli

Eyrún segir:  Falleg ballaða frá Finnum og ég kann að meta sviðssetninguna eins og hún var í UMK, vona að hún verði svipuð á stóra sviðinu. Þetta gæti alveg gert góða hluti en líka týnst einhvers staðar inn á milli; ég stend mig þó að því að söngla viðlagið reglulega.

Hildur segir: Blackbird er virkilega fallegt lag, líklega fallegasta lagið í keppninni í ár ásamt framlagi Portúgala. Lagið greip mig þó ekki alveg strax, ég þurfti að hlusta nokkrum sinnum á það til að falla alveg fyrir því. Ef lög grípa mann ekki strax í Júróvisjion þarf flytjandinn að gera það á sviðinu. Því miður varð ég fyrir vonbrigðum þegar ég sá lagið live í finnsku undankeppninni því það var eitthvað við söng og raddbeitingu Leenu sem truflaði mig, eitthvað sem kemur ekki eins sterkt fram í stúdíóúgáfunni. Það varð til þess að hún greip mig ekki strax. Ég hef áhyggjur af þessu fyrir hönd Finna því lagið á gott gengi sannarlega skilið! 

Georgía

georgia - tamara

Mynd: esckaz.com

Hvað: Keep the Faith
Hver: Tamara Gachechiladze
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 20. sæti í úrslitum

Hildur segir:  Æ jæ jæ…. þetta er bara einum of, meira að segja fyrir Júróvisjon! Dramatískt lag, dramatískur söngur, dramatískur texti og dramatískur boðskapur. Ég elska nú yfirleitt friðarboðskap og finnst yfirleitt mjög flott þegar listafólk dregur fram staðreyndir um ástand heimsins en það er eitthvað við samsetninguna hér sem bara truflar mig, finnst algjörlega vanta einlægninga í þetta allt saman og því verður lagið og framsetningin yfirborðsleg og boðskapurinn fer fyrir ofan garð og neðan. 

Eyrún segir:  Tamara, eða Tako, er víst ein af skærustu stjörnum Georgíu og einhverjir muna kannski eftir henni 2009 að syngja í hljómsveitinni 3G um að vilja ekki „Put In“ eða Pútín, en svo var framlagið dregið til baka. Er hægt að draga þetta líka til baka? Alveg hræðilega leiðinlegt að mínu mati!

Svíþjóð eitt Norðurlandanna í úrslitum

Nordic-flags

Eftir seinna undankvöldið í gærkvöld er nú orðið ljóst að Svíþjóð verður eina Norðurlandið sem keppir í úrslitunum á laugardaginn. Eftir mjög góð tæp 20 ár hjá Norðulöndunum virðist hrikta í stoðum þessa Júróvisjon veldis.

Það má segja að upprisa Norðurlandanna í Júróvisjon hafi hafist árið 1999 þegar Selma okkar varð í 2. sæti og hin sænska Charlotte Nilson (nú Pirelli) vann. Síðan þá hafa Norðurlöndin sigrað keppnina 7 sinnum og verið fjölda sinnum á topp 10. Nokkuð ber þó á milli landanna hversu oft þau hafa farið inn á topp 10. Meðan Finnland hefur bara verið einu sinni á topp 10 í lokakeppninni (árið sem Lordi vann) hefur Svíþjóð verið 11 sinnum á topp 10. Noregur og Danmörk koma þar á eftir en bæði lönd hafa verið samtals 7 sinnum á topp tíu frá árinu 1999. Ísland er svo í næstsíðasta sæti með 3 skipti á topp 10.

Öll árin frá 1999 hefur einhver Norðurlandaþjóð verið í topp 10 og aldrei áður hefur eingöngu ein Norðurlandaþjóð verið í úrslitum. Árið 2007 voru tvær þjóðir í úrslitum, Finnar sem þá héldu keppnina og Svíar.

Hvort árið í ár sé eingöngu undantekning og Norðurlöndin komi sterk til baka á næsta ári er ekki hægt að spá fyrir um en svo mikið er víst að Júróvisjon er oft á tíðum óútreiknanlegt og hvað sem er getur gerst!

Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 1. hluti

Ýmiskonar dans og samhæfðar hreyfingar eru stór hluti af hverju júróvisjon atriði. Í ár ætlum við að leggja sérstaka áherslu á þennan þátt og velta fyrir okkur hvernig til tekst.

Í dag æfa allar þjóðir sem keppa fyrri undankeppninni í annað sinn á sviðinu í Globen og hreyfingar og dans að verða vel slípað fyrir keppnisdaginn sjálfan. Lítum á hvað boðið er upp á í dansi og samhæfðum hreyfingum hjá þeim sem æfðu í morgun.

Finnland
Sandhja syngur stuðlag sem alla langar að dansa við. Hvorki fer þó mikið fyrir samhæfðum hreyfingum eða útpældum atvinnumannadansi. Áhersla er lögð á það sem við kjósum að kalla stemmningsdans sem auðvitað er þaulæfður en lítur út eins og allar á sviðinu séu bara að dansa í gleði á dansgólfi á meginlandinu.

Finnland önnur æfing Andreas Putting

Mynd: Andres Putting

Grikkland
Það er náttúrlega við engu öðru að búast frá Grikkjum en mikilli hreyfingu og dansi á sviðinu og árið í ár en enginn undanteking. Það eru allskonar samhæfðar hreyfingar hér og þar ásamt danssporum inn á milli. Ekki eru allir jafn sleipir í hreyfingunum og eru enn að læra og telja út en við vonum að allt verði smollið saman á þriðjudaginn.

Grikkland önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

 Moldóva
Lidia Isac dansar sjálf ekki mikið á sviðinu og í raun hreyfir hún varla fæturnar úr stað. Það þýðir þó ekki að enginn dans sé á sviðinu því henni til halds og traust er dansandi geimfari. Hann skellir saman hæfilega hressum jazz dansi við nokkur vel valinn breik spor, rétt eftir að hann smellir af sér geimhjálminum.

Moldova önnur æfing Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Ungverjaland
Bakraddir Freddies hafa samhæft hreyfingar sínar eins og bakröddum einum er lagið. Þar sem glóandi prikin virðast hafa verið skilin eftir heima er þeim mun mikilvægara fyrir þá að vera í takt meðan þeir dúa fastir á fótum með hendurnar nákvæmlega 15cm frá líkamanum. Nokkuð vel gert hjá öllum saman þó sentímetrabilið frá líkama að höndum hafi stundum verið mis mikið! Á sviðinu er líka dansari sem bæði dansar og trommar og tókst honum vel til!

Ungverjaland önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Króatía og Holland
Króatar og Hollendingar bjóða hvorki upp á samhæfðar hreyfingar né dans í ár. Króatar bjóða fyrst og fremst bjóða upp á athyglisverðan kjól og búningaskipti meðan Hollendingar eru með hefðbundna hljómsveita uppsetningu.

Króatía önnur æfing- Andres Putting

Mynd: Andres Putting