Úkraínskur sigur í Júróvisjón 2016!

ap68821

Mynd: Andres Putting (EBU)

Jæja, við erum loksins búnar að jafna okkur eftir gærkvöldið – þvílíkt show og þvílík spenna í lokin! Við vorum nærri dottnar fram úr sætinu í stigagjöfinni og tárin spruttu fram þegar ljóst var að Davíð hafði sigrað Golíat og Úkraína bar sigur úr býtum. Við vorum ekkert sérstaklega sannspáar með topp tíu, jah og þó – við höfðum 6 lög þar inni af 10.

Að okkar mati átti Jamala algjörlega fyllilega sannarlega skilið að vinna – flutningurinn var hjartnæmur og fullkominn! Mikið hefur verið rætt um óeftirminnilegt lag og að þetta sé ekki Júróvisjón-lag sem eigi eftir að lifa. Það má alveg deila um það en hitt er alveg ljóst: Jamala samdi og flutti lagið af þvílíkri innlifun að enginn varð ósnortinn á þeirri stundu og þar með lifði það af undanúrslitin og komst á toppinn á úrslitakvöldinu. Er hægt að biðja um meira? Þetta er e.t.v. engin Euphoria en þarf sigurlagið alltaf að vera það?

13173770_993896293979919_1879893785799126068_n

Og já, JT var algjörlega æðislegur… hversu stórkostlegt að fá hann svona inn? Og skemmtiatriðið Love love peace peace er sænskt meistaraverk sem við eigum eftir að hlæja að langt fram á sumar!

Hér er nánari útlistun á úrslitunum gærkvöldsins og stigagjöf á undankvöldunum (via escdaily.com)

LAND SÍMA-KOSNING DÓM-NEFND BLANDAÐ
1 Úkraína 323 211 534
2 Ástralía 191 320 511
3 Rússland 361 130 491
4 Búlgaría 180 127 307
5 Svíþjóð 139 122 261
6 Frakkland 109 148 257
7 Armenía 134 115 249
8 Pólland 222 7 229
9 Litháen 96 104 200
10 Belgía 51 130 181
11 Holland 39 114 153
12 Malta 16 137 153
13 Austurríki 120 31 151
14 Ísrael 11 124 135
15 Lettland 63 69 132
16 Ítalía 34 90 124
17 Aserbaídan 73 44 117
18 Serbía 80 35 115
19 Ungverja-land 56 52 108
20 Georgía 24 80 104
21 Kýpur 53 43 96
22 Spánn 10 67 77
23 Króatía 33 40 73
24 Bretland 8 54 62
25 Tékkland 0 41 41
26 Þýskaland 10 1 11

Niðurstöður kosningar í fyrri semi-final:

LAND SÍMA-KOSNING DÓMNEFND BLANDAÐ
1 Rússland 194 148 342
2 Armenía 116 127 243
3 Malta 54 155 209
4 Ungverjaland 119 78 197
5 Holland 95 102 197
6 Aserbaídsjan 93 92 185
7 Austurríki 133 37 170
8 Kýpur 93 71 164
9 Tékkland 41 120 161
10 Króatía 53 80 133
11 Bosnia & Herzegóvína 78 26 104
12 San Marinó 49 19 68
13 Svartfjallaland 14 46 60
14 Ísland 24 27 51
15 Finnland 16 35 51
16 Grikkland 22 22 44
17 Moldóva 9 24 33
18 Eistland 15 9 24

Niðurstöður kosningar úr seinni semi-final:

LAND SÍMA-KOSNING DÓMNEFND BLANDAÐ
1 Ástralía 142 188 330
2 Úkraína 152 135 287
3 Belgía 135 139 274
4 Litháen 118 104 222
5 Búlgaría 122 98 220
6 Pólland 131 20 151
7 Ísrael 20 127 147
8 Lettland 68 64 132
9 Georgía 39 84 123
10 Serbía 50 55 105
11 Makedónía 54 34 88
12 Hvíta-Rússland 52 32 84
13 Noregur 34 29 63
14 Slóvenía 8 49 57
15 Írland 31 15 46
16 Albanía 35 10 45
17 Danmörk 24 10 34
18 Sviss 3 25 28

Þá er bara að snúa sér að PED-inu og byrja að telja niður í gleðina á næsta ári!

Auglýsingar

Spá AUJ fyrir úrslitin 2016!

auj_bleikt

Jæja það er komið að því, Júróvisjon fer í loftið eftir nokkra tíma og því komin tími á að spá í spilin. Rétt eins og áður spáum við hvaða tíu lög verði í topp 10 í engir sérstakri röð. Í lok kíkjum við svo á hvern við teljum vera líklegastan til vinna.

Hér eru lögin sem verða í topp 10 að okkar mati:

AUSTURRÍKI
ASERBAJÍAN
ÁSTRALÍA
BÚLGARÍA
ÍSRAEL
PÓLLAND
RÚSSLAND
LITHÁEN
ÚKRAÍNA
ÞÝSKALAND

Loks spáum við því að Rússland sigri keppnina og vonum þó eftir harðir keppni til að kvöldið verði sem mest spennandi!

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Svíþjóð eitt Norðurlandanna í úrslitum

Nordic-flags

Eftir seinna undankvöldið í gærkvöld er nú orðið ljóst að Svíþjóð verður eina Norðurlandið sem keppir í úrslitunum á laugardaginn. Eftir mjög góð tæp 20 ár hjá Norðulöndunum virðist hrikta í stoðum þessa Júróvisjon veldis.

Það má segja að upprisa Norðurlandanna í Júróvisjon hafi hafist árið 1999 þegar Selma okkar varð í 2. sæti og hin sænska Charlotte Nilson (nú Pirelli) vann. Síðan þá hafa Norðurlöndin sigrað keppnina 7 sinnum og verið fjölda sinnum á topp 10. Nokkuð ber þó á milli landanna hversu oft þau hafa farið inn á topp 10. Meðan Finnland hefur bara verið einu sinni á topp 10 í lokakeppninni (árið sem Lordi vann) hefur Svíþjóð verið 11 sinnum á topp 10. Noregur og Danmörk koma þar á eftir en bæði lönd hafa verið samtals 7 sinnum á topp tíu frá árinu 1999. Ísland er svo í næstsíðasta sæti með 3 skipti á topp 10.

Öll árin frá 1999 hefur einhver Norðurlandaþjóð verið í topp 10 og aldrei áður hefur eingöngu ein Norðurlandaþjóð verið í úrslitum. Árið 2007 voru tvær þjóðir í úrslitum, Finnar sem þá héldu keppnina og Svíar.

Hvort árið í ár sé eingöngu undantekning og Norðurlöndin komi sterk til baka á næsta ári er ekki hægt að spá fyrir um en svo mikið er víst að Júróvisjon er oft á tíðum óútreiknanlegt og hvað sem er getur gerst!

SPÁ AUJ: fyrri undankeppnina

cropped-auj_bleikt.jpg

Fyrsta stórastund Júróvisjon 2016 nálgast enda fyrri undankeppnin í kvöld! Spennan nálgast hágmark hjá AUJ eftir að hafa fylgst með generalprufu og dómararennsli í gær. Flestir stóðu sig með mikilli prýði og auðvitað þykir okkur Greta Salóme bera af! Allur samanburður við rússneska atriðið flaug burt þegar við sáum þetta í sjónvarpinu.

Við erum ekki alveg sammála um hverjir fara áfram úr þessum riðli en eftirfarandi spáum við báðar áfram:

GRIKKLANDI
ARMENÍU
ASERBAÍSJAN
RÚSSLANDI
KÝPUR
ÍSLANDI
EISTLANDI

Þá spáir Eyrún BOSNÍU, HOLLANDI og MÖLTU áfram meðan Hildur spáir AUSTURRÍKI, SAN MARINO og UNGVERJALANDI áfram.

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

 

 

 

 

Dagbók Júró-Flosa: Jarðskjálfti á klósetti og botnlangabólga (!)

Flosi með vín í Vín

Hann Flosi lendir sannarlega í ýmsu á Júróvisjón!

„Það er oft stutt á milli skin og skúra þegar það kemur að Eurovion. Dagurinn byrjaði í cosyheitum heima á svölunum og endði á spítalanum. Svo var haldið á uppistand hjá Heru Björk sem fór hreinlega á kostum. Kannski hefur hláturkrampinn ýtt af stað bólgunum því ég grenjaði úr hlátri. Euroklúbburinn stóð fyrir sínu og þetta var fyrsta kvöldið sem var eitthvað af fólki. Ég hitti Sehrat sem syngur fyrir San Marínó og það sem hann er frá Tyrklandi var ég fljótur að taka mig upp og nippa í hann til að senda honum Tusan mínum kveðju á tyrknesku. Hann sagðist óska að hann væri með okkur í Stokkhólmi, ekkert smá viðkunnalegur maður en alveg hræðilegt lag.

Svo fór að síga á seinni hlutann og Summersby fór að hafa veruleg áhrif á hann Júró-Flosa. Klósettferðin segir eiginlega allt saman, að manni detti í hug að búa til vidjó á klósettinu reynandi að gera númer 2 og hlustandi á stunur í næsta kamri. Svo dúaði maður svona skemmtilega á setunni svo að manni leið eins í Suðurlandsskjálftanum. Kannsi var  það ástæðan fyrir næsta ævintýri sem átti sér stað. Ég fæ í magann og hjóla heim, ekki það gáfaðasta í heimi. Ligg heima í þrjósku í 7 tíma án þess að gera neitt. Svo hringi ég með tárin í augunum því ég vildi ekki trufla vini mína sem voru að skemmta sér en þau voru fljót að taka sig til og Laufey kom beint í leigubíl og fylgdi mér á spítala.

Það er í rauninni ótrúlegt hvað þetta gerðist fljótt og ég verð að segja að ég get ekki verið ánægðari með þjónustuna sem ég fékk; og hjálp Laufeyjar og Hildar sem stóðu við bakið á mér allan tímann frá fyrstu mínútu; fékk ég, held ég geti sagt, eina bestu þjónustu sem ég hef upplifað á spítala. Þá er ekki annað hægt að segja að  mér líði mjög vel. Vonandi útskrifast ég á morgun og get spáð í hvað ég haldi að komist áfram. Áfram Ísland!“

Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 5. hluti

Það fer ekki mikið fyrir dansi og samhæfðum hreyfingum hjá stóru þjóðunum þetta árið. Það er Spánn sem heldur uppi heiðri dansranna í þessum hópi þjóða!

Frakkland
Sjarmakóngurinn Amir er einn á sviðinu. Hann dansar ekki mikið á leið sinni úr geimnum til jarðar en tekur eina góða bakvendu milli þess sem hann brosir svo breytt að enginn dans er nauðsynlegur.

frakkland önnur æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Svíþjóð
Rétt eins og í úrslitunum í Melodifestivalen eru enginn stórkostleg danssport stigin hjá Svíjum. Frans er áfram frjálslegur í fasi, röltandi um sviðið raulandi um hvað hann myndi nú gera ef það væri hann sem hefði gert eitthvað af sér.

svíþjóð önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

 

Þýskaland
Hún Jamie-Lee okkar er nú ekki mikið fyrir að taka danssporin eða hreyfa sig mikið. Kannski er hún hrædd um að hárskrautið detti ef hún fer of hratt yfir?! Mikið hefði það nú verið gaman ef eitthvað aðeins meira hefði verið gert með þessu frábæra lagi á sviðinu.

Þýskaland önnur æfing thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Spánn
Spánn heldur uppi dansi stóru þjóðanna en Barei er með fjóra dansara, sem einnig eru bakraddirnar hennar, á sviðinu. Barei var náttúrlega strax þekkti fyrir fótahreyfingar sínar þegar hún sigraði heima fyrir og eru þær enn það athyglisverðasta í dansinum sem fram fer þar sem dansranir virðast á tíðum þvingaðar. En hver veit nema þær sleppi af sér beislunum og nái þeim finnsku í afslappelsi og gleði!

spánn önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

Ítalía
Franceca og hennar teymi hefur ákveðið að láta grafíkana ráða alfarið í sviðsetningunni þetta árið og fer það þeim barasta mjög vel! Franceca tekur sig ljómandi vel út í blómahafinu sem umliggur hana!

ítalía önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

 

Amir í liði með Gretu

Frakkland blaðamannafundur 3

Mynd: Ýrr Geirsdóttir

Hin franski Amir mætti kátur á sinn annan blaðamannfund hér í Stokkhólmi. Hann var kátur með æfinguna og sagðist hafa liðið vel á sviðinu. Rétt eins og hjá flestum þurfti að laga ýmislegt eftir fyrstu æfingu og var flest það sem laga þurfti komið í lag að sögn Amirs og hans teymis.

Saga Amirs sem söngvar er ekki löng. Hann tók þátt í The Voice árið 2013 og hefur síðar unnið sem söngvari. Hann er menntaður tannlæknir og vann sem slíkur í mörg ár. Aðspurður um hvað hafi komið til þess að hann vaknaði einn daginn og skipti algjörlega um starfsferil sagðist hann ekki hafa vaknað einn dag og allt í einu viljað gera eitthvað annað. Hann hafi vaknað margar daga í nokkur ár og vitað að hann vildi gera eitthvað annað. Amir sagðist ánægður með nýja ferilinn sinn en hann hafi lengi langað að vera á sviði.

Amir hefur gefið út eina plötu. Platan var unnin fyrir Frakklandsmarkað og var gerð með það í huga að kynna Amir og hans tónlist eftir þátttöku hans í The Voice og öðrum keppnum. Amir segir plötuna mjög persónulega og hann sé óhæddur við að vera hann sjálfur í tónlistinni. Platan er þó ekki mikil partý plata eins og lagið hans í keppninni í ár sem hann segist vonast til að allir heima haldi gott partý meðan lagið hans stendur yfir.

Frakkland blaðamannafundur 2

Það var mikil eftirvænting hjá blaðamönnum og áðdáendum að fá að mynda Amir að loknum blaðamanna fundi. Mynd: Ýrr Geirsdóttir

Leikstjóri atriðis Amirs  var staddur með honum á blaðamannfundi í dag og lýsti fyrir viðstöddum hver hugmyndin á bakvið sviðsetningu lagsins. Hugmyndin er stór, líklega eins og væntingar Amirs í tónlistinni; Amir byrjar nefninlega í geimnum en ferðast til jarðarinnar til að kynna sig og tónlistina fyrir jarðarbúum. Það má með sanni segja að það verði ansi margir jarðarbúar sem muni sjá Amir flytja lagið sitt 14. maí. Þetta er allt í samhengi við markmið Frakka í keppninni í ár sem var eins og föruneytisstjóri Frakka sagði „We want to part of the Eurovision game again“.

Nokkuð var fjallað um neikvæða umfjöllun um lag Amirs á blaðamannafundinum. Amir svaraði því vel og er í liði með Gretu um að hlusta á jákvæðu raddirnar og horfa jákvætt á lífið því hann hafi ákveðið að láta ekki neikvæðu umfjöllunina brjóta sig niður heldur mótivera sig til að gera enn betur.

Frakkland blaðamannafundur 1

Amir ásamt föruneytisstjóra, danshöfundi og fjölmiðlafulltrúa.  Mynd: Ýrr Geirsdóttir