Spá AUJ – úrslit

AUJ_cover

Stóra stundin er að renna upp! Úrslitin í Júróvisjon ráðast í kvöld og við sjaldan verið eins spenntar því að keppnin er eins og galopin bók sem enginn veit hvernig endar! Eins og áður spáum við hverjir verði í topp 10 í engri sérstakri röð. Og það verða:

BÚLGARÍA
FRAKKLAND
KÝPUR
ÍSRAEL
FINNLAND
AUSTURRÍKI
DANMÖRK
ÚKRAÍNA
EISTLAND
MOLDÓVA

spáAUJ-12.5aspáAUJ-12.5b

Af þessum tíu teljum við Búlgaríu, Frakkland og Kýpur sigurstranglegust.

img_3635.jpg

Flosi okkar, sem oft hefur deilt sínum skoðunum á Öllu um Júróvisjon, er sammála okkur að hluta til og telur að toppbaráttan verði sannarlega á milli Frakklands, Kýpur, Búlgaríu , Ísrael, Austurríkis og Eistlands. Hann telur einnig að Ástralía, Svíþjóð, Ungverjaland og Noregur verði með í gleðinni á toppnum.

 

Auglýsingar

Dagbók Flosa: Júró-Flosi spáir í Undankeppni 2

 

Flosi með vín í Vín

Þá er Júró-Flosi kominn aftur og ætlar að fara yfir lögin úr seinni undariðlinum. Hann lætur að vanda allt flakka og spurning hvort þið séuð sammála honum. Svo það sé tekið fram eru þetta skoðanir hans á lögunum áður en æfingar hefjast í Kænugarði og það er næsta víst að eitthvað breytist að þegar þær líta dagsins ljós!

Jæja elsku dúllurnar mínar ég á mjög erfitt með að finna 10 lög til að fylla upp í en það eru nokkur sem eru að vinna á. Eftir að hafa hlustað á öll lögin, tekið þau lög sem gripu þá og síðan tekið þau lög sem unnu á var samt erfitt að velja. Þá fór ég yfir í veðbankana og pólitíkina sem ég geri aldrei en var nauðsyn núna!  Hér eru helstu niðurstöður en ég fjalla nánar um hvert og eitt lag í videoinu.

Serbía: Flott nútíma popplag, vona að nakti strákurinn fylgi með.
Makedónía: Svolítið Robyn-legt lag og ég elska Robyn. Jana hefur hins vegar verið flöt í fyrirpartýjunum.
Rúmenía: Jóðl og rapp saman, þetta er Júróvision!
Holland: Ég elska fallegar raddútsetningar og þær eru geggjaðar live.
Írland: Sætur strákur og þetta var eitt af þeim lögum sem greip við fyrstu hlustun, en hann hefur verið slappur live.
Noregur: Slöpp undankeeppni í ár í Noregi en það skásta vann og þetta lag vinnur á.
Sviss: Ég get ekki hætt að syngja viðlagið þó að þetta sé búið að vera lengi í spilun, en þetta gæti líka endað í neðsta.
Búlgaría: Hér er þvílíkur hæfileiki drengur á ferðinni og lagið vinnur meira og meira á. Ég held að með geggjaðri sviðsframkomu þá gæti hann stolið þeim atkvæðum sem Rússar hefðu annars fengið og skilað honum í topp 5.
Eistland: Þetta er svona mitt guilty pleasure, 80’s popplag sem er með svaka húkk og minnir á danska lagið In a moment like this.
Ísrael: Þvílíkur kroppur og sjarmör, klárlega besta danslagið í ár en ekki eins gott og Golden boy.

Það eru tvö lög sem banka á dyrnar en það eru Austurríki og Grikkland. Þetta eru lög sem ég hlusta á mikið og vinna á, eins hafa þau verið að gera góða hluti í fyrirpartýjum.

En nú er bara að taka sig til og gera allt klárt fyrir ferðina. Hlakka mikið að deila með ykkur ferðinni og hvað gerist í heimi Júró-Flosa! Ekki gleyma heldur að fylgjast með á snappinu: eurovisionfreak.

Yfirferð laga 2017: VIII. hluti

pizap.com14909564396391Króatía

kroatia

Mynd: Jacques Houdek – Facebook

Hvað: My Friend
Hver: Jacques Houdek
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 23. sæti í úrslitum

Hildur segir: Að fara í dúett við sjálfan sig er náttúrlega hugmynd út af fyrir sig! Hvort það á að vera fyndið eða ekki veit ég ekki alveg en ef þetta á að vera grín þá bara fatta ég það ekki! Lagið er ekkert sérlega skemmtilegt og allt saman minnir þetta helst á hallærislega stælingu á Pavarotti and Friends

Eyrún segir: Ég viðurkenni fúslega að ég fór að skellihlæja þegar ég heyrði þetta í fyrsta sinn – besta grín í heimi að syngja á móti sjálfum sér í óperu- og poppgír! Mikið hlakka ég til að sjá þetta á sviði og ég spái því að 3D-grafík verði óspart notuð a la LoveWave hennar Ivetu í fyrra – það væri of gott! Ef þetta verður á grínnótunum og fílingurinn eins og hjá honum Cezari mínum frá 2013 þá slær þetta í gegn! Það versta sem Jacques gæti gert er að fara í alvarlega og ofurdramatíska túlkunargírinn. Þetta er náttúrulega hilaríus! Króatískt djók í úrslitin, já takk!

Danmörk

Danmork - Anja

Mynd: ESC daily

Hvað: Where I am 
Hver: Anja
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 17. sæti í seinni undanriðli

Eyrún segir: Almáttugur, 1998 hringdi og bað um lagið sitt aftur! Ég verð að segja að þetta höfðar engan veginn til mín og hin ástralska Anja hefði frekar átt að veðja á lágstemmdari melódíu eins og landi hennar, Isaiah, frekar en að básúna þetta í Celine Dion-stíl. Hún er þó talsvert sjarmerandi og er farin að kynna sig víðsvegar í Evrópu svo að eitthvað gæti það hjálpað. Ég er þó ekki alveg viss um að Anja hjálpi Dönum upp úr undankeppninni.

Hildur segir: Púff, tek undir með Eyrúnu – 1998 hringdi og vildi lagið sitt aftur! Það er greinlega lægð í Júróvisjon poppinu hjá Dönum því þetta er arfa slakt lag og með því hallærislegra í keppninni í ár. Mikið væri bara gaman að sjá Önju með eitthvað almennilegt lag!

Eistland

Eistland

Mynd: naiteleht-ohtuleht.ee

Hvað: Verona
Hver: Koit Toome & Laura
Á svið: Seinni undanriðill
Gengi 2016: 18. sæti í fyrri undanriðli

Hildur segir: Það eru alltaf einhver lög sem maður gleymir á hverju ári. Þetta lag er eitt af þeim hjá mér í ár. Það er alls ekki vegna þess að mér þyki það leiðinlegt, það bara grípur mig ekki. Hins vegar þegar heyri það hugsa ég alltaf: Hey þetta er skemmtilegt lag, hvaða land er þetta? og fer svo og gái! Textann er ekki mjög auðskiljanlegur í meðförum þeirra Koit og Lauru og eina sem ég heyri er að virðast gersamlega týnd í Verona og ættu kannski bara að fá Teo frá Hvíta-Rússlandi að hjálpa sér á google maps! 

Eyrún segir: Fyrst þegar ég heyrði þetta fannst mér lagið hræðilega hallærislegt en nú er ég farin að fíla það. Gamaldags en samt á góðan júróvisjón-hátt. Með skemmtilegri sviðssetningu gæti þetta algjörlega orðið fan favorite. Ég held þó að þetta höfði ekki almennt til sjónvarpsáhorfenda svo að ef Eistar komast upp úr undankeppninni skora þeir ekki hátt í úrslitum.

SPÁ AUJ: fyrri undankeppnina

cropped-auj_bleikt.jpg

Fyrsta stórastund Júróvisjon 2016 nálgast enda fyrri undankeppnin í kvöld! Spennan nálgast hágmark hjá AUJ eftir að hafa fylgst með generalprufu og dómararennsli í gær. Flestir stóðu sig með mikilli prýði og auðvitað þykir okkur Greta Salóme bera af! Allur samanburður við rússneska atriðið flaug burt þegar við sáum þetta í sjónvarpinu.

Við erum ekki alveg sammála um hverjir fara áfram úr þessum riðli en eftirfarandi spáum við báðar áfram:

GRIKKLANDI
ARMENÍU
ASERBAÍSJAN
RÚSSLANDI
KÝPUR
ÍSLANDI
EISTLANDI

Þá spáir Eyrún BOSNÍU, HOLLANDI og MÖLTU áfram meðan Hildur spáir AUSTURRÍKI, SAN MARINO og UNGVERJALANDI áfram.

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

 

 

 

 

Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 3. hluti

Lokaspretti annars æfingadags þeirra sem keppa í fyrri undanúrslitunum lauk seinni partinn í dag. Það má segja þetta þriðja holl hafi boðið upp á margskonar útfærslur af hreyfingum allt frá dansi til grafík  vinnu og einfaldra samhæfra hreyfinga.

Eistland
Rétt eins og heima fyrir var Jüri einn á sviðinu en umkringdur spilaborg enda var hann mættur til að leika. Allar hreyfingar hjá Jüri eru hægar, janfnvel stundum svo hægar að hægt sé að tala um pósur.

Eistland önnur æfing

Mynd: Andres Putting

Aserbaídsjan
Meðan Jüri pósaði þá mætti Samra með hóp dansara/bakraddasöngvara sem hreyfa sig vel í takt við hressilegt lagið. Hér er formúlan tekin alla leið í dansinum, stelpurnar dansa meira í bakgrunn meðan strákarnir dillar sér fremst og í kringum Samra – allt vel samhæft!

Azer önnur æfing andre putting og Thomas Hanses

Mynd: Andres Putting

Svartfjallaland
Krakkarnir í Highway gerðu rétt eins og Minus One, skelltu öllu upp í hefðbundan hljómsveitar uppstillingu. Hreyfingalega séð fara þau þó meira um sviðið og gítarleikarinn og bassaleikarinn taka nettan snúning!

svartfjallaland önnur æfing andres Putting

Mynd: Andres Putting

Ísland
Eins og við vitum öll er Gréta með mikla kóreógraferu, bæði í takt við grafíkina sem og inna á milli. Það gekk allt upp í hreyfingunum og dansinum í dag og Gréta neglir þetta á þriðjudaginn!

Island önnur æfing thomas hanses

Mynd: Andres Putting

 

Bosnía Hersigóvina
Hér er ekki á ferðinni mikill dans en handahreyfingar þeirra Dalal og Deen eiga líklega að vera í takt en voru ekkert sérstaklega mikið í takt á æfingunni!

Bosnia önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

Malta
Dansinn kom að fullum krafti í lokaæfingu dagsins fyrir fyrri undanúrslitin þegar Ira Losco steig á svið. Með henni er dansari sem gerir þvílíkar kúnstir að maður gleymir eiginlega að horfa á Iru! Ekkert dansáhugafólk ætti að láta þetta framhjá sér fara!

Malta önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

 

Yfirferð laga 2016 – 13/43 Eistland

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: Jüri Pootsmann – Play
Besti árangur: Tanel Padar, Dave Benton & 2XL 2001
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Allt látið flakka
Uppáhöldin okkar:  Ines – Once in a lifetime og Ivo & Maarja – Kaelakee Hääl

Hildur segir: Ég hafði heyrt að Eistar væru með gott lag þetta árið en varð fyrir svolitlum vonbrigðum þegar ég heyrði það. Lagið er alls ekki slæmt en það skilur lítið eftir sig. Jüri er sannarlega með þýða og heillandi bassarödd og var einstaklega vel klæddur á sviðinu í Eistlandi. En þetta tvennt er það allra besta við framlag Eista í ár.

Eyrún segir: Það var flug á Eistum í fyrra (pun intended!) og e.t.v. erfitt að fylgja eftir sjöunda sætinu með þeim Stig og Elinu. Stig er einn af lagahöfundum og hinn óvenju djúpraddaði ungi Jüri er alveg sjarmerandi svo að það tvennt spilar sannarlega stóra rullu. Lagið vantar þó algjörlega þennan X-faktor í spilun sem gæti náðst á sviði. Því miður vantaði eitthvað upp á sviðsframkomuna í Eesti Laul en teymið hefur þó smá séns að bæta úr því fram að keppninni í vor.

Eistland_Juri