Spá AUJ – seinni undankeppni

AUJ_cover

Það er komið að seinni undanriðlinum og ekki seinna vænna en að spá í spilin fyrir kvöldið! Rétt eins og fyrir fyrri undanriðilinn er erfitt að spá fyrir um hverjir komast áfram. Ástæðan er þó önnur er á þriðjudaginn því að þá var erfitt að velja úr mörgum góðum lögum á meðan að núna er erfitt að velja heil tíu lög sem komast áfram!

Afraksturinn af þriðjudeginum var að Hildur hafði rétt fyrir sér með 7 lönd en Eyrún 8 lönd. Við verðum að vera nokkuð sáttar við það því að þetta var sannkallaður dauðariðill!!

Við erum því ekki heldur alveg sammála um hverjir fara áfram en teljum báðar að þessi lönd fari áfram:

NOREGUR
DANMÖRK
MOLDÓVA
SVÍÞJÓÐ
SVARTFJALLALAND
SLÓVENÍA
ÁSTRALÍA
PÓLLAND

Þá telur Eyrún að ÚKRAÍNA og HOLLAND fari áfram.

Hildur telur að UNGVERJALAND og MALTA fari áfram.

Nú skulum við sjá hversu sannspáar við verðum – spennó spennó!

Gærkvöldið í hnotskurn!

Heilagur Sakis! Júróvisjon-sviðið í Altice Arena var svo yfirfullt af júróbombum að við höfum sjaldan séð annað eins á einu kvöldi! Fyrirfram var ljóst að mjög erfitt væri að spá fyrir um úrslit kvöldins þótt raunin hafi orðið sú að öll umtöluðustu atriðin komust áfram. Stærstu fréttirnar eru að Aserbaídsjan og Grikkland komust ekki áfram en þetta er í fyrsta skipti sem Aserar komast ekki í úrslit og ljóst að Aisel braut blað í Júrósögu Asera. Grikkir hafa tekið þátt í Júróvisjon frá árinu 1974 og Yianna er önnur í sögu þeirra til að skila þeim ekki í úrslit.

En kíkjum aðeins nánar á hvað fyrir augu bar á sviðinu í Lissabon í gær.

Kvöldið hófst á einni júrósprengjunni sem líklega verður lítið minnst á í Júróvisjonsögunni. Ólíkt því í fyrra virðast jógastöður  (Francesco Gabbani, apinn og namaste, þið munið!) ekki vera gera sig í ár. Engar skikkjur voru áberandi í ár en þær virkuðu heldur takmarkað fyrir keppendur í fyrra.

Ari, Eugent og Elina áttu í harðri háu-tóna keppni sem þau tvö síðarnefndu unnu – því miður!

 

eurovision-czech1

Hressleikinn var í fyrrirúmi hjá Mikolas og félögum og ekki að sjá að bakið hrjáði hann mikið. Hvort hressleikinn skapaðist af andrúmsloftinu, verkjalyfjum eða einhverjum öðrum lyfjum er erfitt að segja en við vorum að minnsta kosti fegnar að þriðji dansarinn þurfti ekki að fara í uppptökupróf og gat því verið með.

Dansinn dundi oft yfir kvöldið, fyrst þegar Ísrael steig á stokk og mátti þá halda að konur væru staddar á Euroclub frekar en á showinu sjálfu! Næsta dansbomba kom þegar Saara Alto flutti Monster og þá voru það ekki bara standandi áhorfendur sem dilluðu sér heldur braust út dansstemmning í græna herberginu. Eleni var síðust í röðinni og var þá svo mikil stemming komin í salinn að líklega voru fleiri að dansa en horfa!

bulgaria

Röddunarveisla og gæsahúðarmóment kvöldsins voru í boði Búlgaríu – hamingjan sanna, kannski vinna þau þetta bara!

austria

Við erum loks að spá í að setja Cesar á dýrlingalista Júróvisjon og færa honum nafnbót heilagleikans. Verður hann því þriðji Júróvisjondýrlingur AUJ á eftir Sakis og heilagri Carolu!

 

 

Spá AUJ – fyrri undankeppni

 

AUJ_cover

Hér í Lissabon er Júróvisjon-gleðin í algleymingi og loksins komið að fyrsta keppniskvöldi! Við erum hæfilega bjartsýnar á að uppáhaldslögin okkar komist áfram en eins og við vitum er Júróvisjon óútreiknanleg keppni og jafnvel enn óútreiknanlegri í ár en oft áður!

Við erum óvenju sammála um hvernig þetta fer í kvöld en þessi 8 lönd teljum við báðar að fari áfram:

ASERBAÍDSJAN
ÍSRAEL
KÝPUR
BÚLGARÍA
AUSTURRÍKI
EISTLAND
GRIKKLAND
FINNLAND

Þá spáir Hildur því að ÍSLAND og TÉKKLAND fari áfram auk þess sem Sviss og Albanía eru á mörkunum að komast.

Eyrún spáir ALBANÍU og ÍRLANDI áfram, en Ísland og Armenía verði á mörkunum.

 

Hugleiðingar um fyrstu æfingar – Dagur 1 og 2

Allt í gangi í Altice Arena í Lissabon og við sitjum límdar við tölvurnar yfir öllum myndabútunum. Alltaf gaman að sjá hvernig sviðsmyndin púslast saman á æfingum – og takið eftir skemmtilegri brú á sviðinu í ár sem er eitt af einkennum Lissabon-borgar, og margir keppendur nýta sér á skemmtilegan hátt.

Það styttist í að við förum sjálfar að taka okkur til og fljúga á vit Júró-búbblunnar. Þangað til pælum við í þessum hápunktum fyrstu æfinga:

Aserbaídsjan: Smá LED-gimmikk í pallanotkun sem skýrir algjörlega hvers vegna Aisel er röðuð fyrst á svið.

iceland1Ísland: Vel gert að losa sviðið við hljómsveitina og Molitva-uppsetningin á bakröddunum (þétt fyrir aftan Ara í hálfhring) kemur virkilega vel út! Bravó – hann negldi þetta að sjálfsögðu, drengurinn!

Tékkland: Mikolas mætir hress með bakpokann sinn sem er orðið einkennismerki hans og breakdansara. Einkenni úr videoinu eru til staðar sem gætu hjálpað til. Eftir æfingu kom í ljós að í heljarstökkinu sínu lenti Mikolas illa og fann mikið til í baki. Hann ku enn vera undir eftirliti lækna en stefnir á að massa næstu æfingu, sitjandi eða standandi 🙂

Ísrael: Heildarmyndin á sviðinu er með sama yfirbragði og myndbandið við lagið, en

asísk áhrif augljós, og dansararnir eru þeir sömu, húrra! Bakraddir heyrast ekki mikið en klippurnar eru stuttar að vísu. Vonandi verður lagt meira upp úr þröngum skotum á Nettu sjálfa en víðum skotum.

Búlgaría: Mjög sterkur flutningur, dökkur fílingur og spennandi en ekkert svakalega mikið að gerast á sviðinu. Bíðum eftir næstu æfingu.

alekseev-first-rehearsal-eurovision-2018-320x240

Hvíta-Rússland:  Mjög stór framsetning á laginu sem þurfti akkúrat á slíkum stuðningi að halda, rósir og dansari – flutningur fremur slappur hjá greyinu honum Alekseev en sjáum til með næstu æfingu.


fyr-macedonia-eye-cue-first-rehearsal-eurovision-2018-800x533

Makedónía: Make-dónar prófa sig áfram með búninga og við getum ekki betur séð en það hafi gleymst að pakka neðri hluta á Mariju greyið.

Austurríki: Cesar skilar sínu fullkomnlega en bakraddir eru ekki sýnilegar (a.m.k. í þeirri klippu sem birt var), hljóma rosa vel samt. Mikið power og verður mjög flott!

Finnland: Saara skilaði flottum flutningi á sviði með demantshásæti og þokkafulla dansara í hermannagöllum. Geggjuð heildarmynd og það verður gaman að sjá næstu æfingu!

Armenía: Kúl þrívíð sviðsetning og flutningurinn solid – Armenía verður eftirminnileg á sviði!

Kýpur: Miklar hársveiflur hjá Eleni en merkilega góður flutningur, hún hefur þind á við Beyonce, svei mér þá!

 

 

Yfirferð laga 2018 – 3. hluti

Ekki seinna vænna að drífa síðustu yfirferðina okkar af nú þegar fyrsti æfingadagur í Lissabon er hafinn. Við skoðum stöðuna á æfingum eftir því sem þeim vindur fram – en hér er okkar yfirferð á lögum stóru þjóðanna 5 og Portúgal sem verða í úrslitum (HÉR er heildaryfirferðin í fullum gæðum):

002003004005006007