Sigurvegarar Júróvisjón – náum við alltaf að spotta þá?

alltum2

Við stöllurnar höfum verið að spá og spögulera í Júróvisjón hér á síðunni í rúm sjö ár og það er nú alltaf gaman að rifja upp það sem okkur hefur fundist standa upp úr á hverju ári.

Nú þegar við bíðum eftir stóru stundinni, er upplagt að skoða það sem við höfum sagt um sigurvegara fyrri ára í spánum okkar þar sem við tökum hvert lag fyrir. Þetta gerum við venjulega löngu fyrir keppni og oft höfum við aðeins lag í stúdíóútgáfu, jafnvel einhvern lifandi flutning, til að styðjast við – en ekki lokasviðsetninguna. Það er áhugavert að sjá hvernig maður spottar sigurvegarana á hverju ári. Okkur hefur ekki alltaf tekist það með glæsibrag… en við erum oft fjandi nálægt því!

Svo erum við sannarlega ekki alltaf sammála – og það er alltaf svo gaman! 🙂

Jamala – 1944 (2016)

Í fyrra vorum við meira á því að Rússinn hefði það á lokametrunum en vonuðumst eftir spennandi keppni – sem hún svo varð! Þetta höfðum við að segja um Jamölu:

Eyrún segir: Gæsahúð alla leið! Það er svo ótrúlega flott og marglaga, framlag Úkraínumanna í ár. Í fyrsta lagi er þetta stórgóður flutningur hjá hæfileikaríkri söngkonu sem er með svo fallegan Austur-Evróputón í röddinni. Lagið er mjög ethnískt en um leið heyrast poppaðir teknótaktar. Í öðru lagi tekst henni í laginu að segja sögu af þeim hræðilegu atburðum sem hentu hennar nánustu fjölskyldu þegar Tatarar voru fluttir frá Krímskaganum, fjölskyldum var sundrað og fólk drepið. Að ná að tjá allt slíkt í 3 mínútur á sviði í popptónlistarkeppni er afrek. Í þriðja lagi nær hún að dansa undurvel á barmi þess að vera pólitísk í garð yfirvalda í Rússlandi vegna núverandi ástands í Úkraínu. Eftir að Úkraína tók sér hlé í fyrra vegna ástandsins er sérstaklega sterkt að snúa aftur með framlag eins og þetta. Jamala náði mér við fyrstu hlustun og ég er sannfærð um að hún kemst áfram í úrslitin og vonandi kemst hún þar hátt á blað!

Hildur segir: Eyrún hefur sannarlega rétt fyrir sér að hér er á ferðinni marglaga lag þar sem að mikilli snilld er búið að setja mjög margt saman og koma mörgu á framfæri á 3 mínútum. En snilldin fellst í mínum huga bara í því. Lagið strípað finnst mér afskaplega leiðinlegt og þar að leiðandi er erfitt að hlusta og meðtaka allt það sem Jamala er að segja okkur og við þurfum svo sannarlega að heyra. En það er samt alveg á hreinu að hún flýgur í úrslitin og verður á topp 10 sem hún má sannarlega vera.

Måns Zelmerlöv – Heroes (2015)

Þegar Månsinn mætti vorum við heitar fyrir honum en ekki alveg sannfærðar því að Hildur hafði meiri trú á Belganum og Ísraelanum en Eyrún á þeirri rússnesku og Ítölunum. Þetta sögðum við um Måns:

Álit Eyrúnar: Ég féll sko alveg í stafi þegar ég heyrði þetta lag fyrst – fannst þetta lag hafa sama „wow-factor“ og Euphoria t.d. Síðan hef ég hlustað gegndarlaust á það (þið þekkið þetta!) og það hefur sýnt sig að mínu mati að þetta er ekki alveg eins skotheld tónsmíð og sigurlag Eurovision 2012, og ég er orðin pínu leið á Måns greyinu. Þetta er samt mjög fínt popplag og svona „anthem“-lag. Með grafíkinni sem þjónar svo afskaplega vel sjónræna hluta keppninnar kemur þetta til með að slá algjörlega í gegn!

Álit Hildar: Akúrat öfugt við Eyrúnu sá ég engan vá-faktor í Heros þegar ég sá og heyrði það fyrst. Reyndar gerði það ekki heldur þegar ég sá og heyrði Euphoriu fyrst en það er önnur saga! Lagið vinnur aðeins á (svona þegar maður kemst í gegnum þennan undarlega kántrí kafla í byrjun – hver ákvað þetta eiginlega?!) en eftir að myndband við lagið án grafíkurinnar á sviðinu var gert sést svo vel hvað lagið er slakt í stúdíóúgáfu. Þess vegna er nú alveg frábært fyrir Måns að júróvision er keppni í sjónvarpi þar sem sviðssetning vegur að minnsta kosti jafn mikið og lagið!

Conchita Wurst – Rise like a Phoenix (2014)

Árið sem Pollapönkararnir fóru vorum við helst á því að Rúmenía, Austurríki og Svíþjóð myndu eiga í toppslagnum, en þetta höfðum við að segja um Conchitu:

Eyrún segir: Alveg frá því að Conchita rétt missti af sigrinum 2012 í austurrísku söngvakeppninni hef ég dáðst að henni sem karakter og því sem hún stendur fyrir: Frelsi einstaklingsins til að vera nákvæmlega eins og hann/hún kýs án þess að þurfa að passa í ákveðin hólf samfélagsins! Lagið 2012 var ekki næstum eins gott og það sem hún komst svo alla leið með í ár (kannski sem betur fer) því að nú er hún mætt til að taka þetta með trompi. Ég vonavonavona að Evrópubúar geti horft fram hjá fordómum sínum (ef þeir eru til staðar) og valið út frá besta laginu, því að lagið hennar Conchitu og flutningurinn á sannarlega að skila henni áfram í úrslitin og í toppslaginn!

Hildur segir: Conchita Conchita, hún er bara svo ótrúlega frábær! Ekki nóg með að vera stórgóð söngkona, þá hefur hún frábæra útgeislun á sviðinu, er þrælskemmtileg í viðtölum og á blaðamannafundum og nýtur sín algjörlega í sviðsljósinu. Conchita býður okkur upp á stóra ballöðu í söngleikjastíl og ef hennar söngleikjalag er borið saman við belgíska framlagið sem líka hefur vott af söngleikjastíl verður ekki annað sagt en að Conchita vinni þann belgíska í öllu, rödd, framkomu, lagi og tilfinningum! Vona jafn mikið að Conchita komist áfram og ég vona að Pólverjar komist ekki áfram!

Emmelie de Forest – Only Teardrops (2013)

Árið 2013 vorum við báðar á keppninni og vorum framan af mjög vissar um að hin litla og smámælta Emmelie frá Danmörk myndi hreinlega rústa keppninni en eftir að við komum til Malmö dró úr þessari vissu okkar (eða við komnar með hið margfræga Makedóníuheilkenni). Svona spáðum við í Emmelie:

Hildur segir: Þetta var  fyrsta lagið sem ég heyrði í keppninni í ár fyrir utan það íslenska. Ég heillaðist gersamlega af því strax við fyrstu hlustun og þrátt fyrir að hafa ekki heyrt neitt annað lag í keppninni var ég handviss um að það myndi vinna. Núna þegar ég hef heyrt öll lögin mörgum sinnum er ég enn viss um að það muni vinna. Lagið er eiginlega einskonar blanda af Euphoriu og Wild Dances, sigurlaginu hennar Ruslönu frá 2004, en samt sem áður með sinn eigin hljóm, sem gerir það að verkjum að lagið gengur algjörlega upp. Emmelie hin konungborna (eða svo segir hún að minnsta kosti!) flytur lagið líka ljómandi vel og sviðsetning í undankeppninni í Danmörku var góð svo ég stend við það sem ég segi, þetta er mjög líklegur sigurvegari í ár.

Eyrún segir: Ég er örugglega ein fárra sem er ekki haldin dönsku bakteríunni í ár. Þrátt fyrir það er þetta frambærilegasta lag en stúlkan er heldur mikið að stæla sænsku Loreen frá því í fyrra, berfætt í síðri slá með slegið hár – notar reyndar engan snjó… Ég get alveg séð winner í þessu lagi eins og margir hafa spáð (þ.á m. allir veðbankar) en þetta er ekki besta lag keppninnar að mínu mati. Mér finnst þetta svoldið eins og Danir hafi farið yfir Öresundsbrúnna, náð sér í IKEA-hillu eða Volvo og ákveðið að merkja með danska fánanum í staðinn – eða lógói Illum!

Loreen – Euphoria (2012)

Þegar Júróvisjón var í Baku vorum við sannfærðar um að það yrði undankeppnisþjóð sem ynni keppnina og spáðum í því heilmikið. Þetta höfðum við að segja um Loreen:

Eyrún segir: Loreen kemur á eftir fimm fremur pasturslitlum söngkonum og býður upp á allt annað og meira – vekur fólkið sennilega af einhverjum doða. Lagið er mjög flott dans-teknó og sviðsetningin ógleymanleg, hreyfingarnar náttúrulegar og dálítið líkar jógastöðum stundum! Laginu er spáð sigri og það er nánast fullvíst að það verður efst upp úr undanriðlinum inn í aðalkeppnina. Ég þori ekki að fullyrða að það vinni því að mér eru örlög Eistlands og Ungverjalands frá því í fyrra í fersku minni (Ungverjalandi var t.d. spáð sigri í mörgum veðbönkum en hafnaði í 22. sæti í aðalkeppninni í fyrra!) en ofarlega verður hún Loreen og á það alveg skilið því að hún er hörkusöngkona! Hvort sem lagið vinnur eða ekki, er það komið til að vera í hugum og hjörtum Eurovision-aðdáenda sem eiga eftir að raula „Euphoooooooriiiaaaa“ langt fram á næsta vetur!

Hildur segir: Þetta er líklegasta hæpaðasta lagið í keppninni í ár og það er ekki að ástæðulausu. Lagið er hörku flott júrópopp, sérlega vel útsett og frábær flutningur. Sviðsetning er líka öðurvísi en maður á að venjast og það í sambland við ógleymanlegt viðlag er nánast fullvíst að þetta fljúgi áfram í úrslit og jafnvel alla leið á toppinn. Eyrún nefnir örlög Ungverjalands í fyrra en það sem ég tel vera megin munur á þessu lagi og framlagi Ungverja í fyrra er að sviðsetning gekk engan vegin upp hjá Ungverjum í fyrra og lagið kom illa út í sjónvarpið þó það sé snilld í stúdíó útsetningu. Um Loreen og Euphoriunnar hennar gildir hins vegar allt annað. Það er hannað fyrir svið og sjónvarp. Þrátt fyrir allt þá verð ég að segja að ég skildi þetta hæp bara alls ekki í fyrstu og fannst lagið hreinlega leiðinlegt við fyrstu hlustun og gat lengi vel ekki horft á Loreen því ég sá aldrei nein svipbrigði í andliti hennar. Það er hins vegar allt liðið hjá og í dag er þetta eitt af mínu uppáhalds júróvísjonlögum. Ef margir upplifa hins vegar það sama og ég  við fyrstu hlustun má Loreen passa sig.

Ell & Nikki – Running Scared (2011)

Árið 2011 vorum við ekki alveg með puttann á púlsinum og sáum alls ekki fyrir að sigurvegarinn kæmi úr austri. Þá töldum við líklegt að Bretland, Eistland eða Svíþjóð myndu berjast um vinningssætið. Þetta höfðum við að segja um Aserbaídsjan:

Eyrún segir: Azerum hefur ávallt gengið vel í keppninni og frá byrjun 2008 hafa þeir alltaf verið í topp 10. Í ár senda þeir dúóið Ell og Nikki eða Eldar og Nigar, sem samkvæmt textanum eru hlaupandi um allt í hræðslukasti. Hvað það kemur laginu við sem er melódramatískt popp veit ekki nokkur maður en viðlagið „I’m running and I’m scared tonight“ er endurtekið ca. 1700 sinnum og ætti að vera vel innprentað í heila þeirra sem heima sitja. Azerar léku sama leikinn með góðum árangri árið 2009 en þá lenti lagið Always í 2. sæti og línan „Always in my mind, always in my heart“ kirfilega fest í minni Evrópu. Ég er viss um að þú fórst að söngla lagið í huganum, lesandi góður! Azerbaídjan fer nokkuð örugglega áfram í úrslitin!

Hildur segir: ,,Af hverju að breyta því sem vel gengur?“ gæti verið mottó Azera í þessari keppni því að núna, í fjórða skipti sem þeir taka þátt, senda þeir lag eftir sömu höfunda í annað sinn og þetta er í þriðja sinn sem höfundar laganna hafa tengingu við Svíþjóð! Lagið er eins og önnur lög sem Azerar hafa sent algjört heilalím og ég hef haft það reglulega á heilanum. Eins og Eyrún bendir á þá er textinn undarlegur og þau hlaupa og hlaupa hrædd um í nóttinni og það er eini hluti textans sem festist í heilanum svo að heilinn á manni hleypur álíka mikið um og er eiginlega líka hræddur um að þetta lag fari aldrei úr hausnum á manni! Lagið er sænskur Volvo, traustur en ekki sigurvegari og Azerar munu því fljúga áfram í úrslitin og enda ofarlega þar en ekki vinna!

Lena – Satellite (2010)

Árið 2010 vorum við líka báðar staddar í Osló og duttum í fyrsta sinn inn í Júróbúbbluna. Þetta var það sem við höfðum að segja um Lenu:

Hildur segir: Fyrst þegar ég heyrði þetta lag gat ég ekki alveg keypt það og fannst það bara frekar leiðinlegt. Ég hef hins vegar algjörlega skipt um skoðun og finnst lagið alveg frábært! Það er bara eitthvað bæði við Lenu og lagið sem gerir það ómótstæðilegt og mikið eurovision á sama tíma og það er alls ekki eurovisionlegt. Lenu er spáð góðu gengi í veðbönkunum, er rétt á hæla hinnar azerbætjinsku Safuru í toppsætið. Ég hlakka mikið til að sjá Lenu á sviðinu og spái henni góðu gengi og jafnvel sigri í ár.

Eyrún segir: Uppáhaldslagið mitt í keppninni. Ég vissi strax og ég heyrði þýska lagið að nú væri Þýskaland að vakna úr Eurovision-dvala síðustu 28 ára! Frá því að þeir unnu með Ein Bisschen Frieden hafa þeir þó tvisvar lent í öðru sæti og einu sinni í því þriðja en síðari ár hafa verið mjög slök. Í ár héldu þeir undankeppnina Unser Star fur Oslo sem voru sjö undankvöld. Lena Meyer-Landrut sigraði og er alvöru stjarna í Þýskalandi fyrir vikið, aðeins 18 ára gömul. Lagið er mjög grípandi og líflegt og maður getur varla setið kyrr þegar maður hlustar á það! Ef hún stendur sig á sviðinu og flytur þetta almennilega þá munu Þjóðverjar bjóða til veislu að ári! Það er líka kominn tími á stórþjóð – og af þeim stóru fjórum er Þýskaland langlíklegast! Go Lena!

 

Auglýsingar

Spá AUJ um seinni undankeppnina!

alltum2

Lífið heldur áfram i Júró-landi og við erum búnar að liggja yfir því hvernig seinna undankvöldið er í kvöld.

Niðurstöður spánnar á þriðjudaginn voru 7/10 hjá okkur báðum, við vorum báðar með tvö lönd inni sem hin var ekki með. Hvorug okkar hafði þó trú á pólsku gellunni og tóga-bleyjunni, eins og Gísli Marteinn benti á.

Við erum óvenju sammála um hvernig þetta fer í kvöld en þessi níu lönd teljum við báðar að fari áfram:

BÚLGARÍA
NOREGUR
KRÓATÍA
UNGVERJALAND
RÚMENÍA
EISTLAND
ÍSRAEL
HOLLAND
AUSTURRÍKI

Þá spáir Eyrún HVÍTA-RÚSSLANDI áfram en Hildur spáir MÖLTU sem tíunda landi inn. Báðar teljum við SERBÍU vera á mörkunum að komast auk þess sem HVÍTA-RÚSSLAND er á mörkunum hjá Hildi.

 

"Júróvísurnar"

Spá AUJ fyrir fyrri undankeppnina!

alltum2

Gleðilegan keppnisdag! Í kvöld hefst keppnin fyrir alvöru þegar fyrri undanriðillinn fer í loftið. Svala okkar keppir í kvöld og eftir búningaæfingu og dómararennsli í gær er hún meira en tilbúin í slaginn. Keppnin í kvöld verður hörð og margir sem eiga möguleika á að komast áfram.

Við erum ekki alveg sammála um hverju við spáum áfram en erum sammála um að eftirfarandi átta þjóðir fari áfram í kvöld:

SVÍÞJÓÐ
ÁSTRALÍA
PORTÚGAL
FINNLAND
ARMENÍA
MOLDÓVA
ÍSLAND
ALBANÍA

Eyrún spáir því að til viðbótar fari GRIKKLAND og ASERBAÍDSJAN áfram og Hildur BELGÍA og KÝPUR fari áfram.

Í svo jöfnum undanriðli var erfitt að spá og teljum við að Svartfjallaland gæti blandað sér í baráttuna um sætið í úrslitunum. Með því erum við samtals með 13 framlög af þeim 18 sem keppa í kvöld á lista yfir þau sem eiga möguleika á að komast áfram. Þá teljum við að ballöðudrottningarnar frá Georgíu, Póllandi og Tékklandi munu lúta í lægra haldi fyrir fyrir frábærum ballöðum Finna og Ástrala. Loks teljum við að þrátt fyrir yfirgnæfandi tölfræði um að lögin sem eru seinust á svið komist áfram teljum við að Slóvenía og Lettland sitji eftir í kvöld – þetta þykja okkur ekki merkileg lög og spennandi að sjá hvort þessi kenning stendur!

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

 

II. Yfirferð laga í Söngvakeppninni 2017

ss2017_b

Mynd: ruv.is/songvakeppnin

Við sýtum nú ekki að Aron Hannes, Rúnar Eff og Arnar og Rakel hafi komist áfram á laugardaginn var, heldur fögnum ákaft og hendum okkur í yfirferð á lögunum sem keppa á seinna undankvöldinu í Söngvakeppninni 2017.

Ég veit það – Svala – Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise

EyrúnÞað eru auðvitað allir búnir að vera að bíða eftir Svölu – frá því að Wiggle wiggle song var í Söngvakeppninni 2008 (svo laaaaaangt á undan sinni samtíð)! Og þegar hún mætir veldur hún svo sannarlega ekki vonbrigðum! Uppáhaldið mitt; töff og melódískt. Svala yrði auðvitað engri lík á sviðinu í Kænugarði og myndi gera okkur öll stolt.

HildurLoksins er Svala komin aftur í Söngvakeppnina og ekki bara sem lagahöfundur heldur líka flytjandi! Lagið er mitt uppáhalds í keppninni í ár og greip mig svo við fyrstu hlustun að ég hlustaði á það fjórum sinnum í röð. Lagið hljómar mun betur á ensku, líklega af því Svala er vanari að syngja á því tungumáli og rödd hennar nýtur sín því betur. Þess vegna er gott fyrir hana að lögin voru gefin út á báðum tungumálum strax svo við vitum hvað bíður okkar þegar hún verður í toppbaráttunni í Laugardalshöllinni!

Þú og ég – Páll Rósinkranz og Kristina Bærendsen – Mark Brink

HildurÉg viðurkenni bara hér með að þetta lag höfðar alls ekki til mín og ég hef sjaldan náð að hlusta á það í gegn. Kristina og Páll flytja það hins vegar alveg óaðfinnanlega og maður bara veit aldrei hvað gerist þegar Páll er annars vegar! Lagið gæti hæglega fengið ágæta útvarpsspilun en ég er hrædd um að það eigi lítið erindi á Júróvisjonsviðið. 

Eyrún: Ég heyri alltaf smá Eivarar-blæ í þessu lagi og færeyska söngkonan Kristina hefur mjög skemmtilegan köntríblæ í röddinni. Annars er þetta beisiklí lyftutónlist og sviðssetningin kemur til með að ráða öllu um framganginn í keppninni, en þetta er ekki minn tebolli.

Ástfangin – Linda Hartmanns – Linda Hartmanns og Erla Bolladóttir

Eyrún: Dramatíkin í þessu lagi byggist að mínu mati aðeins of hægt upp fyrir 3 mínútna glugga. Þannig finnst mér þetta ekki vera almennileg power-ballaða þó að hún vilji vera það – og verður þá bara pínu blah… Söngurinn er þó góður og textinn sömuleiðis en ég held að flugið sé ekki nægilegt.

HildurHér er á ferðinni afskaplega falleg ballaða frá Lindu. Ég hugsa að Linda muni alveg negla sönginn í beinni í Háskólabíói því við höfum heyrt það í Voiceinu að hún getur heldur betur sungið sem og bakraddirnar hennar. Lagið er hins vegar svolítið lengi að byrja og nær kannski ekki nægilegu risi til að skila sér alla leið í úrslitin. 

Þú hefur dáleitt mig – Aron Brink – Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og William Taylor

HildurÞetta er hitt uppáhaldslagið mitt í keppninni í ár (ásamt laginu Ég veit það).  Þetta er bara svo rosalega grípandi gleðisprengja að maður getur ekki annað en farið að dansa við það. Þórunn er náttúrlega alvön að sviðsetja svo það er næsta víst að það mun eitthvað skemmtilegt gerast á sviðinu á laugardagskvöldið og Aron hefur svo mikla útgeislun að það er alveg næsta víst að þetta lag flýgur í Laugardalshöllina og verður í harðri keppni um toppsætið. Svo eru skilaboðin: „Kostar ekki neitt að vera jákvæður“ holl og góð til okkar allra!

Eyrún: Þetta er mjög hressandi og skemmtilegt lag sem nær örugglega til mun stærri hóps en hin af þessum „fan-favorite“ lögum sem keppa í ár. Eins og Hildur segir, ræður maður varla hætt að dilla sér og viðlagið minnir á mörg af þessum heilalímslögum Wakawaka og Habahaba og þetta allt saman. Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast ef þetta kemst ekki áfram í Laugardalshöllina!

Treystu á mig – Sólveig Ásgeirsdóttir – Iðunn Ásgeirsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir

Eyrún: Þetta lag held ég að sé algjör Svarti-Pétur í keppninni á laugardaginn. Fyrir það fyrsta alveg nýr lagahöfundur og í annan stað flytjandi sem hefur aldrei stigið á svið af þessum skala. Af því sem ég hef séð af Sólveigu er hún þrusuflott og ég vona að taugarnar haldi á laugardaginn því að þá held ég að þessi fína lagasmíð sendi hana beint í úrslitin.

HildurÞað er svo gaman þegar koma nýir höfundar í keppnina, ekki bara nýir í Söngvakeppninni heldur bara alveg splunkunýir sem við höfum ekki heyrt neitt frá áður. Iðunn lumar sannarlega á lagahöfundahæfileikum því lagið er ljómandi fínt. Ég held þó að það eigi ekki sérlega mikla möguleika í Júróvisjon sjálfri. 

Hvað með það? – Daði Freyr – Daði Freyr Pétursson

HildurDaði bara poppaði upp í þessari keppni með dásamlegt synthapopp sem kom mér algjörlega á óvart. Einhverra hluta vegna fór ég strax að hugsa um lagið Rýting með Fatherz’n’Sons sem keppti árið 2012 þó það sér í raun fátt líkt með lögunum. Lagið hans Daða er stórgott með góðum texta bæði á íslensku og ensku og ég hlakka virklega mikið til að sjá sviðsetninguna á laugardaginn. Þó ég sé ekki alveg viss en þá vona ég sannarlega að Daði komist i úrslitin í Laugardalshöll. 

Eyrún: Lagið sem ég gleymi alltaf í keppninni. Fínasta lag, það er ekki það – en það lætur að mínu mati of lítið yfir sér. Ég á þó von á skemmtilega flippaðri sviðssetningu en held ekki að þetta geri neitt í keppninni og komist ekki áfram.

Úkraínskur sigur í Júróvisjón 2016!

ap68821

Mynd: Andres Putting (EBU)

Jæja, við erum loksins búnar að jafna okkur eftir gærkvöldið – þvílíkt show og þvílík spenna í lokin! Við vorum nærri dottnar fram úr sætinu í stigagjöfinni og tárin spruttu fram þegar ljóst var að Davíð hafði sigrað Golíat og Úkraína bar sigur úr býtum. Við vorum ekkert sérstaklega sannspáar með topp tíu, jah og þó – við höfðum 6 lög þar inni af 10.

Að okkar mati átti Jamala algjörlega fyllilega sannarlega skilið að vinna – flutningurinn var hjartnæmur og fullkominn! Mikið hefur verið rætt um óeftirminnilegt lag og að þetta sé ekki Júróvisjón-lag sem eigi eftir að lifa. Það má alveg deila um það en hitt er alveg ljóst: Jamala samdi og flutti lagið af þvílíkri innlifun að enginn varð ósnortinn á þeirri stundu og þar með lifði það af undanúrslitin og komst á toppinn á úrslitakvöldinu. Er hægt að biðja um meira? Þetta er e.t.v. engin Euphoria en þarf sigurlagið alltaf að vera það?

13173770_993896293979919_1879893785799126068_n

Og já, JT var algjörlega æðislegur… hversu stórkostlegt að fá hann svona inn? Og skemmtiatriðið Love love peace peace er sænskt meistaraverk sem við eigum eftir að hlæja að langt fram á sumar!

Hér er nánari útlistun á úrslitunum gærkvöldsins og stigagjöf á undankvöldunum (via escdaily.com)

LAND SÍMA-KOSNING DÓM-NEFND BLANDAÐ
1 Úkraína 323 211 534
2 Ástralía 191 320 511
3 Rússland 361 130 491
4 Búlgaría 180 127 307
5 Svíþjóð 139 122 261
6 Frakkland 109 148 257
7 Armenía 134 115 249
8 Pólland 222 7 229
9 Litháen 96 104 200
10 Belgía 51 130 181
11 Holland 39 114 153
12 Malta 16 137 153
13 Austurríki 120 31 151
14 Ísrael 11 124 135
15 Lettland 63 69 132
16 Ítalía 34 90 124
17 Aserbaídan 73 44 117
18 Serbía 80 35 115
19 Ungverja-land 56 52 108
20 Georgía 24 80 104
21 Kýpur 53 43 96
22 Spánn 10 67 77
23 Króatía 33 40 73
24 Bretland 8 54 62
25 Tékkland 0 41 41
26 Þýskaland 10 1 11

Niðurstöður kosningar í fyrri semi-final:

LAND SÍMA-KOSNING DÓMNEFND BLANDAÐ
1 Rússland 194 148 342
2 Armenía 116 127 243
3 Malta 54 155 209
4 Ungverjaland 119 78 197
5 Holland 95 102 197
6 Aserbaídsjan 93 92 185
7 Austurríki 133 37 170
8 Kýpur 93 71 164
9 Tékkland 41 120 161
10 Króatía 53 80 133
11 Bosnia & Herzegóvína 78 26 104
12 San Marinó 49 19 68
13 Svartfjallaland 14 46 60
14 Ísland 24 27 51
15 Finnland 16 35 51
16 Grikkland 22 22 44
17 Moldóva 9 24 33
18 Eistland 15 9 24

Niðurstöður kosningar úr seinni semi-final:

LAND SÍMA-KOSNING DÓMNEFND BLANDAÐ
1 Ástralía 142 188 330
2 Úkraína 152 135 287
3 Belgía 135 139 274
4 Litháen 118 104 222
5 Búlgaría 122 98 220
6 Pólland 131 20 151
7 Ísrael 20 127 147
8 Lettland 68 64 132
9 Georgía 39 84 123
10 Serbía 50 55 105
11 Makedónía 54 34 88
12 Hvíta-Rússland 52 32 84
13 Noregur 34 29 63
14 Slóvenía 8 49 57
15 Írland 31 15 46
16 Albanía 35 10 45
17 Danmörk 24 10 34
18 Sviss 3 25 28

Þá er bara að snúa sér að PED-inu og byrja að telja niður í gleðina á næsta ári!

Spá AUJ fyrir úrslitin 2016!

auj_bleikt

Jæja það er komið að því, Júróvisjon fer í loftið eftir nokkra tíma og því komin tími á að spá í spilin. Rétt eins og áður spáum við hvaða tíu lög verði í topp 10 í engir sérstakri röð. Í lok kíkjum við svo á hvern við teljum vera líklegastan til vinna.

Hér eru lögin sem verða í topp 10 að okkar mati:

AUSTURRÍKI
ASERBAJÍAN
ÁSTRALÍA
BÚLGARÍA
ÍSRAEL
PÓLLAND
RÚSSLAND
LITHÁEN
ÚKRAÍNA
ÞÝSKALAND

Loks spáum við því að Rússland sigri keppnina og vonum þó eftir harðir keppni til að kvöldið verði sem mest spennandi!

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Yfirferð laga 2016 – 43/43 Bretland

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: Joe and Jake – You’re not alone
Besti árangur:  1. sæti 1967, 1969, 1976, 1981 og 1997
Umfjöllunarefni í þremur orðum:
Uppáhaldið okkar:  Gina G – Ooh…Aah…Just A Little Bit

Hildur segir: Í hverri keppni eru 1-2 lög sem maður gleymir alltaf í viðleitninni við að fara að skoða öll lögin. Í ár er það eitt lag hjá mér og það er framlag Breta. Ég hef hlustað á lagið all nokkrum sinnum en gæti ekki bjargaði lífi mínu ef það fælist í að syngja þetta lag. Joe og Jake eru alveg huggulegir en ég held einhvern veginn að þetta endi ekki vel hjá Bretum í ár.

Eyrún segir: Bretar lögðu sig pínu fram í ár og fengu OGAE aðdáendaklúbbinn í Bretlandi til að aðstoða við val á framlaginu. Joe and Jake eru MUUUN betri en margir af flytjendum undanfarinna ára en hafa samt ekki úr svakamiklu að moða. Þeir eru, eins og svo rosalega margir, sætir strákar með poppað lag – þeir eru bara ekkert spes. Ef þeir ákvæðu t.d. að flytja framlagið í drögtum í anda Elísabetar drottningar – þá værum við að tala um áhugavert atriði! En líkurnar á því að það gerist? Dræmar…

Bretland_joeandjake