Spá AUJ – úrslit

AUJ_cover

Stóra stundin er að renna upp! Úrslitin í Júróvisjon ráðast í kvöld og við sjaldan verið eins spenntar því að keppnin er eins og galopin bók sem enginn veit hvernig endar! Eins og áður spáum við hverjir verði í topp 10 í engri sérstakri röð. Og það verða:

BÚLGARÍA
FRAKKLAND
KÝPUR
ÍSRAEL
FINNLAND
AUSTURRÍKI
DANMÖRK
ÚKRAÍNA
EISTLAND
MOLDÓVA

spáAUJ-12.5aspáAUJ-12.5b

Af þessum tíu teljum við Búlgaríu, Frakkland og Kýpur sigurstranglegust.

img_3635.jpg

Flosi okkar, sem oft hefur deilt sínum skoðunum á Öllu um Júróvisjon, er sammála okkur að hluta til og telur að toppbaráttan verði sannarlega á milli Frakklands, Kýpur, Búlgaríu , Ísrael, Austurríkis og Eistlands. Hann telur einnig að Ástralía, Svíþjóð, Ungverjaland og Noregur verði með í gleðinni á toppnum.

 

Auglýsingar

Yfirferð laga 2017: I. hluti

pizap.com14909564396391

Albanía

Albania - lindita

Mynd: wiwiblogs.com

Hvað: World
Hver: Lindita
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 16. sæti í fyrri undanriðlinum.

Hildur segir: 
Lindita reynir röddina gæti verið yfirskrift þessa lags! Hér er á ferðinni afar kraftmikið lag en það er ekki alltaf nóg að vera sterkur. Það þarf líka að skilja eitthvað eftir, einhverja tilfinningu sem fær mann til að muna og upplifa. Ég upplifi því miður lítið þegar ég hlusta á þetta lag og mig langar oftast til að slökkva. Það eins sem ég man þegar því lýkur er ágeng og æpandi rödd Linditu sem mér finnst ég þurfa að forða mér undan.

Eyrún segir:
Albanir eru þekktir fyrir að „revampa“ lögin sín sem þeir hafa auðvitað góðan tíma til, þar sem þeir velja þau í desember. Yfirleitt er albönsku skipt út fyrir ensku (það er gert nú) og svona almennt poppað meira upp. Í þetta sinn finnst mér breytingin alveg ágæt, og lagið finnst mér vaxa við nánari hlustun, húkkurinn er svakalegur. Lindita er náttúrulega vægast sagt öflug söngkona, eins og Hildur bendir á, og ég get alveg séð að með góðri sviðsetningu fljúgi þetta áfram í úrslitin.

Armenía 

Armenia - Artsvik

Mynd: Eurovisionworld

Hvað: Fly with Me
Hver: Artsvik
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 7. sæti í úrslitum.

Eyrún segir:  Mér fannst þetta nú ekki mjög beysið í fyrsta sinn þegar ég heyrði lagið en mjög töff myndbandið og hún augsjáanlega (og -heyranlega) mjög frambærileg söngkona. Mér finnst viðlagið ná mér dálítið en á heildina ekki mjög spennandi lag. Ansi hrædd um að það þurfi eitthvað eldgimmikk á sviðinu til að grípa athyglina, en Armenar hafa reyndar alltaf átt góðu gengi að fagna svo að sennilega er nóg fyrir Artsvik að mæta!

Hildur segir: Lagið lætur ekki mikið yfir sér enda var það dansinn í myndbandinu sem greip mig fyrst þegar ég hlustaði! Ég þurfti raunar að horfa tvisvar til viðbótar til að heyra lagið, svo gaman fannst mér að horfa á dansinn. Lagið er hins vegar bara dálítið gott þegar maður fer að hlusta og mér þykir undirspilið sérstaklega töff og skemmtilegt. Þar tekst að hafa etníska hljóminn án þess að það verði hallærislegt. Ef dansinn kemur á sviðið í Kænugarði og tekst vel til með einum færri dansara en í myndbandinu þá getur hann auðveldlega hrifið fólk nægilega til að kjósa – alveg sama þótt fólk heyri kannski ekki mikið af laginu!

Ástralía

Astralia - Isaiah

Mynd: news.com.au

Hvað: Don’t Come Easy
Hver: Isaiah
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 2. sæti í úrslitum

Hildur segir: Það dylst engum að líkt og síðastliðin tvö ár senda Ástralir gæðapopp í Júróvisjon! Virkilega vel unnið lag sem Isaiah syngur af innlifun sem maður heyrir ekki oft hjá 17 ára söngvurum. Þó lagið hafi ekki gripið mig strax þá verður það betra við hverja hlustun. Eiginlega alveg burtséð frá hvort lagið er mjög grípandi eða ekki, þá er næsta víst að Ástralir haldi áfram að gera góða hluti í keppninni því gæðin eru í fyrirrúmi hjá þeim! 

Eyrún segir:  Ég kann mjög vel að meta hversu PC Ástralir eru og duglegir að senda fulltrúa ólíkra þjóðarbrota og nú stígur fyrsti frumbyggi Ástralíu á stóra sviðið í Kænugarði í vor. Hann er náttúrulega með stjarnfræðilega þroskaða rödd miðað við aldur og við skulum vona að hann nái að koma þessu flotta lagi til skila sem er eftir sömu höfunda og Sound of Silence frá í fyrra. Ég held með Ástralíu og krúttinu honum Isaiah!

Spá AUJ fyrir úrslitin 2016!

auj_bleikt

Jæja það er komið að því, Júróvisjon fer í loftið eftir nokkra tíma og því komin tími á að spá í spilin. Rétt eins og áður spáum við hvaða tíu lög verði í topp 10 í engir sérstakri röð. Í lok kíkjum við svo á hvern við teljum vera líklegastan til vinna.

Hér eru lögin sem verða í topp 10 að okkar mati:

AUSTURRÍKI
ASERBAJÍAN
ÁSTRALÍA
BÚLGARÍA
ÍSRAEL
PÓLLAND
RÚSSLAND
LITHÁEN
ÚKRAÍNA
ÞÝSKALAND

Loks spáum við því að Rússland sigri keppnina og vonum þó eftir harðir keppni til að kvöldið verði sem mest spennandi!

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Yfirferð laga 2016 – 28/43 Ástralía

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi:  Dami Im – Sound of Silence
Besti árangur:  Í fyrra 🙂
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Hljóðið í þögninni
Uppáhaldið okkar:  Guy Sebastian 🙂

Eyrún segir: Þetta finnst mér stórgott lag, það náði mér strax og hún Dami er stórfengleg söngkona og ég hlakka til að sjá hana á sviðinu.  Mér finnst skemmtileg dínamík í laginu og risið er flott. Henni er spáð góðu gengi í veðbönkunum en þarf að keppa í forkeppni í ár, ólíkt Guy Sebastian í fyrra. Ég hef þó ekki áhyggjur af því að hún Dami komist ekki áfram, það er nokkurn veginn gefið!

Hildur segir: Það er dásamlegt að hafa Ástralíu í keppninni aftur. Metnaðurinn í ár er engu minni en í fyrra og þeir senda alvöru nútíma popplag. Lagið er eitt af þeim allra bestu í keppninni í ár og mig langar að hlusta á það aftur um leið og það er búið. Dami er flottur flytjandi svo hér er bara allur pakkinn mættur. Held þetta verði eitt af flottari atriðum á sviðinu og það er alveg gefið að Ástralir fljúga í úrslitini og amk inn á topp 10.

ástralía_dami

Sjö ólíkustu lög keppninnar? – stóru þjóðirnar æfa

Mynd: FJÓ

Mynd: FJÓ

Stóru þjóðirnar 5, gestgjafarnir og Ástralía, sem allar koma beint inn í úrslitakeppnina á laugardaginn æfðu í annað sinn á sviðinu í Wiener Stadthalle í morgun. Dagurinn var tekinn snemma enda hófst fyrsta búningarennsli fyrir morgundaginn klukkan eitt að íslenskum tíma í höllinni. Við litum á hvernig gekk á æfingu þessar sjö landa en meðal þeirra eru Ítalía og Ástralía sem báðum er spáð mjög góðu gengi.

Ástralir áttu þrusu æfingu þar sem Guy gaf allt í sönginn og gerði það með sóma eins og von var! Það fer ekki mikið fyrir atriðinu á sviði, Guy er þar í forgrunni með fjórar bakraddir og saman ferðast þau aðeins um sviðið, sem er rammað inn með ljósastaurum. Það er von okkar eftir sjóveikina við myndatöku gærkvöldsins að myndatökumennirnir verði örlítið kjurrari þegar Ástralir stíga á svið á laugardaginn.

Lisa frá Frakklandi negldi æfinguna sína alveg hreint í dag. Eins látlaust og atriðið er, þá nær söngur hennar sterkt í gegn, svo að meira segja Hildur sem segist vera með ofnæmi fyrir sunginni frönsku hreifst með! Lisa mætti í öðrum kjól en á fyrstu æfingunni og teljum við það til mikilla bóta ef hún velur kjólinn sem hún klæddist í dag til að vera í á laugardaginn.

Bretarnir greyin voru ósköp litlaus á sinni æfingu í dag. Bæði Alex og Bianca virtust örlítið þreytuleg á æfingunni og var ekki eins og þau gæfu allt sitt í þetta. Þrátt fyrir tröppur sem líta svolítið út eins og hælaskór og ljósashow á búningum þá höldum við okkur við að það áhugaverðasta við lagið sé hinn yfirmáta kappsami dans bakraddanna/dansranna!

Ann Sophie frá Þýskalandi mætti, rétt eins og hin franska Lisa, í öðrum klæðnaði en á fyrstu æfingunni. Áfram var hún þó í svörtum samfesting með belti, bara komin í annað snið með öðurvísi belti! Æfingin var gekk þokkalega vel, Ann Sophie neglir söngin neins og alltaf en virðist enn óörugg á háu hælunum. Þá virðist hún öðru hverju missa kúlið sem á að vera yfir laginu og það glittir í brosið en kannski er það bara til að hjálpa henni?

Spánverjar virðast  vera að leggja sig örlítið meira fram en oft áður og ætla bjóða upp á bæði flott og velútfært atriðið og fínasta lag. Edurne syngur kraftmikið popplag með sviðsetningu sem er greinilega bæði vel æfð og úthugsuð. Sviðsetning gekk vel á æfingunni en á köflum virtust hnökrar í söngnum sem gætu þó bara verið hljóðvandamál! Við krossleggjum fingur, skiljum sjóveikistöflunar eftir heima og vonum að myndatakan verði í lagi á laugardaginn!

Þó það gerist ekki mikið á sviðinu hjá Austurríkismönnum í Makemakers þá heldur lagið manni við skjáinn. Sviðsetningin er einföld, nákvæmlega eins og í udankeppninni heima fyrir, Dodo situr við píanóið og syngur lungan úr laginu meðan bassaleikarinn og trommarinn sinna sínu. Þeir notast ekki við grafík í bakgrunn og eru líklega eina þjóðin til þess í keppninni. Uppáhaldið okkar er bassaleikarinn sem stendur fyrir miðju sviði allan tíma og pokkar einfalda bassalínu og lítur út eins og klipptur úr tískublaði frá 8. áratugnum!

Il Volo Il Volo… ítölsku sjármatröll þið hafið náð okkur algjörlega! Frjálsleg framkoma þeirra á sviðinu í bland við óaðfinnanlegan söng og ótrúlega grípandi lag virðist bara vera hin fullkomna blanda. Það gerist ekkert á sviðinu annað en söngur og einhver örlítill myndavélaleikur en hér skiptir það engu máli því það er lagið sem talar!

Stóru þjóðirnar eru mættar – fimleikar, fleiri skikkjur og ljósastaurar!

Dagurinn var tekinn snemma þennan sunnudaginn í Wiener Stadthalle. Ástaðan var sú að stóru þjóðirnar auk gestgjafanna og auðvitað Ástrala, mættu til æfinga í fyrsta sinn í dag og allir urðu að vera búnir að æfa snemma til að geta komist heim að undirbúa sig fyrir rauða dregilinn í kvöld!

Það kenndi ýmissa grasa á æfingunum og voru það Ítalir sem æfðu fyrstir. Við vorum auðvitað með eyru og augu á æfingunum rétt eins og fyrri daginn!

Ítölsku félagarnir í Il Volo voru ferskir í morgunsárið þegar þeir stigu á svið. Æfingin gekk ljómandi, ekki eina feilnótu var að finna í söngnum. Sviðsetning er einföld með þá þrjá í forgrunni en bakgrunnurinn er mikilfenglegur með rómönskum styttum sem þróast í áttina að einhverju sem á víst að vera himneskt! Búningavalið kom ekki á óvart, svört vel sniðin jakkaföt og hvítar skyrtur.

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Heimamennirnir frá Austurríki í hljómsveitinni Makemakers voru næstir í röðinni. Sviðsetning gengur út á það að vaða eld og brennistein fyrir vini sína. Í byrjun er athyglin á söngvaranum Dodo en smám saman ,,kviknar eldur“ á gólfinu og þeir félagarnir sameinast þrír í eldgöngunni!

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Það gekk ágætlega hjá Spánverjum á fyrstu æfingu. Edurne klæðist í byrjun rauðum síðkjól með mjög langri skikkju (halló skikkjuþema!) og fer lítið um sviðið. Með henni á sviðinu er dularfullur maður, léttklæddur að ofan en með svartan feld á höfðinu. Segjum ekki meira um það en gefum ykkur smá vísbendingum um hvað gerist með meðfylgjandi mynd!

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Kannski til þess að dreifa huganum frá laginu, mæta Bretar á svið með miklum látum. Á sviðinu eru tveir stigar þar sem báðir söngvararnir stíga niður af auk þess sem þeir eru notaðir til fimleika. Þá er mikill dans í atriðinu og litagleðin er allsráðandi. Það er alveg þess virði að fylgjast bara vel með kvenbakröddunum tveimur sem lifa sig af ástríðu inn í dansinn. Já, og dúóið sem syngur? Pínu gleymt í öllum hasarnum í kringum þau!

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Til allra hamingju virðast Þjóðverjar hafa skipt um stílista því að Ann Sophie mætti á sviðið í elegant svörtum samfestingi, sem passaði á hana. Sviðsetningin hefur einnig breyst töluvert frá því heima fyrir. Í bakgrunni svífur svartur og hvítur reykur á myndum meðan Ann Sophie stendur meira kyrr fyrir miðju sviðsins og syngur. Með henni á sviðinu eru fjórar bakraddir sem standa í röð fyrir aftan hana. Ann átti nokkuð góða æfingu og ekki að heyra annað en hún væri til í slaginn.

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Sviðsetning Frakka byggir á umfjöllunarefni lagsins, stríði, hvað það getur eyðilagt og mikilvægi friðar. Bakgrunnurinn eru myndir af þorpi sem er eyðilagt eftir stríðsátök. Lisa stendur fyrir miðju sviði klædd bláleitum síðkjól en með henni á sviðinu eru fjórir trommarar sem tromma þó öllu lágstemmdara en gengur og gerist á júróvisjon-sviðinu.

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv

Ástralir ráku lestina á æfingunni og er engu til sparað í sviðsetningu. Sex ljósastaurar mæta á sviði ásamt Guy og fjórum bakraddasöngvurum. Í heildina byggir atriðið á að skapa partýstemmningu þar sem næturgleðin er allsráðandi. Þrátt fyrir sögusagnir um flensu átti Guy fína æfingu og má því alveg búast við góðu partýi á sviðinu þann 23. maí.

Mynd: eurovison.tv

Mynd: eurovison.tv