Gærkvöldið í hnotskurn!

Heilagur Sakis! Júróvisjon-sviðið í Altice Arena var svo yfirfullt af júróbombum að við höfum sjaldan séð annað eins á einu kvöldi! Fyrirfram var ljóst að mjög erfitt væri að spá fyrir um úrslit kvöldins þótt raunin hafi orðið sú að öll umtöluðustu atriðin komust áfram. Stærstu fréttirnar eru að Aserbaídsjan og Grikkland komust ekki áfram en þetta er í fyrsta skipti sem Aserar komast ekki í úrslit og ljóst að Aisel braut blað í Júrósögu Asera. Grikkir hafa tekið þátt í Júróvisjon frá árinu 1974 og Yianna er önnur í sögu þeirra til að skila þeim ekki í úrslit.

En kíkjum aðeins nánar á hvað fyrir augu bar á sviðinu í Lissabon í gær.

Kvöldið hófst á einni júrósprengjunni sem líklega verður lítið minnst á í Júróvisjonsögunni. Ólíkt því í fyrra virðast jógastöður  (Francesco Gabbani, apinn og namaste, þið munið!) ekki vera gera sig í ár. Engar skikkjur voru áberandi í ár en þær virkuðu heldur takmarkað fyrir keppendur í fyrra.

Ari, Eugent og Elina áttu í harðri háu-tóna keppni sem þau tvö síðarnefndu unnu – því miður!

 

eurovision-czech1

Hressleikinn var í fyrrirúmi hjá Mikolas og félögum og ekki að sjá að bakið hrjáði hann mikið. Hvort hressleikinn skapaðist af andrúmsloftinu, verkjalyfjum eða einhverjum öðrum lyfjum er erfitt að segja en við vorum að minnsta kosti fegnar að þriðji dansarinn þurfti ekki að fara í uppptökupróf og gat því verið með.

Dansinn dundi oft yfir kvöldið, fyrst þegar Ísrael steig á stokk og mátti þá halda að konur væru staddar á Euroclub frekar en á showinu sjálfu! Næsta dansbomba kom þegar Saara Alto flutti Monster og þá voru það ekki bara standandi áhorfendur sem dilluðu sér heldur braust út dansstemmning í græna herberginu. Eleni var síðust í röðinni og var þá svo mikil stemming komin í salinn að líklega voru fleiri að dansa en horfa!

bulgaria

Röddunarveisla og gæsahúðarmóment kvöldsins voru í boði Búlgaríu – hamingjan sanna, kannski vinna þau þetta bara!

austria

Við erum loks að spá í að setja Cesar á dýrlingalista Júróvisjon og færa honum nafnbót heilagleikans. Verður hann því þriðji Júróvisjondýrlingur AUJ á eftir Sakis og heilagri Carolu!

 

 

Yfirferð laga 2017: II. hluti

pizap.com14909564396391Aserbaídjan

aserbaídjan - dihaj

Mynd: dihaj.com

Hvað: Skeletons
Hver: Dihaj
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 17. sæti í úrslitum

Eyrún segir:  Þetta lag fíla ég í botn og mér finnst Dihaj óhemjutöff týpa og söngkona. Viðlagið er mjög sterkt og ég vakna reglulega með það á heilanum! Dihaj hefur mikla reynslu af danstónlist og var áberandi í triphop-danssenunni í London þegar hún lærði í Bretlandi. Ég á því von á almennilegri danssviðssetningu sem á eftir að trylla lýðinn á gólfinu og flýgur svo beint í úrslitin.

Hildur segir: Það er eitthvað við þetta lag sem fær mig til að hlusta, samt finnst mér það ekkert sérlega skemmtilegt. Kannski hlustar kona vegna þess að lagið er sérlega kunnulegt og minnir mig á eitthvað lag sem ég veit samt ekki hvað er en mér finnst örugglega skemmtilegt!  Eða kannski er þetta bara skemmtilegt lag!? Ég bara get ekki ákveðið mig. Lagið er í öllu falli dálítið töff og grípandi en um leið pínu óeftirminnilegt og halló. Ef Dihaj gerir eitthvað skemmtilegt á sviðinu er næsta víst að lagið skelli sér í úrslit. 

Belgía

beliga - blanche

Mynd: eurovisionworld.com

Hvað: City Lights
Hver: Blanche
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 10. sæti í úrslitum

Hildur segir: Þetta er eina lagið í keppninni sem greip mig strax og þá ekki bara við fyrstu hlustun, heldur strax á fyrstu 10 sekúndunum. Ég fékk tár í augun og gæsahúð sem hélt út lagið. Allt strax í fyrsta skipti sem ég heyrði það! Ég hef ekki hugmynd um hvort það er einhver saga á bakvið þetta lag en mín upplifun af því er að þetta sé söngur almennra borgara í stríði. Ég sá þá strax fyrir mér uppgefna og úrræðalausa í miðjum hörmungum. Endirinn á laginu undirstrikaði þetta mjög sterkt og ég sakna þess endis í myndbandinu og á Spotify. En þetta er bara alveg magnað lag í alla staði, röddin, útsetningin, laglínan…. Nú vonar konar að þetta verði vel sviðsett svo þetta fari í toppbaráttuna þar sem það á svo sannarlega heima.

Eyrún segir:   Svona lög fíla ég eiginlega alltaf – ég elskaði Loic og þetta minnir mikið á það framlag Belga 2015. Ég var pínu hissa á að það greip mig ekki alveg frá fyrstu sekúndu og ég held að það sé hin djúpa rödd þessarar ungu stúlku, en ég hef reyndar heyrt líka að hún sé ekki vön að syngja svona djúpt. Það er eitthvað sem segir mér að þetta geti mögulega floppað á sviðinu, sérstaklega ef þetta er of djúpt fyrir hana… Ég er samt gífurlega ánægð með þetta lag, finnst það mjög flott og kúl. Það rís ekki mjög hátt og gæti mögulega orðið flatt (vona samt ekki) því að ég vil endilega sjá Belgíu í úrslitunum aftur!

Kýpur

kypur - hovig

Mynd: eurovoix.com

Hvað: Gravity
Hver: Hovig
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 21. sæti í úrslitum

Eyrún segir:   Um leið og ég heyrði framlag Kýpverja í ár hugsaði ég strax „Rag’n’Bone man!“ Líkindin fóru fyrst svoldið mikið í taugarnar á mér en svo finnst mér þetta bara notalegt og Hovig er nú ekkert ómyndarlegur svo sem. Lagið er nú ekkert stórkostlegt kannski en í myndbandinu eru ýmsar vísbendingar um e.t.v. áhugaverða sviðsframsetningu svo að við getum farið að láta okkur hlakka til! Ég veit ekki hvort þetta kemst áfram og það veltur bara á útkomunni á keppniskvöldinu.

Hildur segir:  Lagaframleiðandi Thomas G:son lætur ekki sitt eftir liggja í Júró í ár og er aftur höfundur framlags Kýpverja. Lagið er velútfært kraftpopp sem Hovig syngur vel. Það er ekkert sérstakt né frumlegt við lagið en það er talsvert grípandi. Hovig á klárlega eftir að heilla áhorfendur heima í stofu. Tel næsta víst að lagið fari í úrslitin en það blandar sér líklega ekki í toppbaráttuna. 

Spá AUJ fyrir úrslitin 2016!

auj_bleikt

Jæja það er komið að því, Júróvisjon fer í loftið eftir nokkra tíma og því komin tími á að spá í spilin. Rétt eins og áður spáum við hvaða tíu lög verði í topp 10 í engir sérstakri röð. Í lok kíkjum við svo á hvern við teljum vera líklegastan til vinna.

Hér eru lögin sem verða í topp 10 að okkar mati:

AUSTURRÍKI
ASERBAJÍAN
ÁSTRALÍA
BÚLGARÍA
ÍSRAEL
PÓLLAND
RÚSSLAND
LITHÁEN
ÚKRAÍNA
ÞÝSKALAND

Loks spáum við því að Rússland sigri keppnina og vonum þó eftir harðir keppni til að kvöldið verði sem mest spennandi!

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

SPÁ AUJ: fyrri undankeppnina

cropped-auj_bleikt.jpg

Fyrsta stórastund Júróvisjon 2016 nálgast enda fyrri undankeppnin í kvöld! Spennan nálgast hágmark hjá AUJ eftir að hafa fylgst með generalprufu og dómararennsli í gær. Flestir stóðu sig með mikilli prýði og auðvitað þykir okkur Greta Salóme bera af! Allur samanburður við rússneska atriðið flaug burt þegar við sáum þetta í sjónvarpinu.

Við erum ekki alveg sammála um hverjir fara áfram úr þessum riðli en eftirfarandi spáum við báðar áfram:

GRIKKLANDI
ARMENÍU
ASERBAÍSJAN
RÚSSLANDI
KÝPUR
ÍSLANDI
EISTLANDI

Þá spáir Eyrún BOSNÍU, HOLLANDI og MÖLTU áfram meðan Hildur spáir AUSTURRÍKI, SAN MARINO og UNGVERJALANDI áfram.

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

 

 

 

 

Samhæfðar hreyfingar í Stokkhólmi – 3. hluti

Lokaspretti annars æfingadags þeirra sem keppa í fyrri undanúrslitunum lauk seinni partinn í dag. Það má segja þetta þriðja holl hafi boðið upp á margskonar útfærslur af hreyfingum allt frá dansi til grafík  vinnu og einfaldra samhæfra hreyfinga.

Eistland
Rétt eins og heima fyrir var Jüri einn á sviðinu en umkringdur spilaborg enda var hann mættur til að leika. Allar hreyfingar hjá Jüri eru hægar, janfnvel stundum svo hægar að hægt sé að tala um pósur.

Eistland önnur æfing

Mynd: Andres Putting

Aserbaídsjan
Meðan Jüri pósaði þá mætti Samra með hóp dansara/bakraddasöngvara sem hreyfa sig vel í takt við hressilegt lagið. Hér er formúlan tekin alla leið í dansinum, stelpurnar dansa meira í bakgrunn meðan strákarnir dillar sér fremst og í kringum Samra – allt vel samhæft!

Azer önnur æfing andre putting og Thomas Hanses

Mynd: Andres Putting

Svartfjallaland
Krakkarnir í Highway gerðu rétt eins og Minus One, skelltu öllu upp í hefðbundan hljómsveitar uppstillingu. Hreyfingalega séð fara þau þó meira um sviðið og gítarleikarinn og bassaleikarinn taka nettan snúning!

svartfjallaland önnur æfing andres Putting

Mynd: Andres Putting

Ísland
Eins og við vitum öll er Gréta með mikla kóreógraferu, bæði í takt við grafíkina sem og inna á milli. Það gekk allt upp í hreyfingunum og dansinum í dag og Gréta neglir þetta á þriðjudaginn!

Island önnur æfing thomas hanses

Mynd: Andres Putting

 

Bosnía Hersigóvina
Hér er ekki á ferðinni mikill dans en handahreyfingar þeirra Dalal og Deen eiga líklega að vera í takt en voru ekkert sérstaklega mikið í takt á æfingunni!

Bosnia önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

Malta
Dansinn kom að fullum krafti í lokaæfingu dagsins fyrir fyrri undanúrslitin þegar Ira Losco steig á svið. Með henni er dansari sem gerir þvílíkar kúnstir að maður gleymir eiginlega að horfa á Iru! Ekkert dansáhugafólk ætti að láta þetta framhjá sér fara!

Malta önnur æfing andres putting

Mynd: Andres Putting

 

Yfirferð laga 2016 – 14/43 Aserbajían

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: Samra – Miracle
Besti árangur: Ell/Nikki 2011
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Vertu sæll félagi!
Uppáhaldið okkar:  Safura – Drip Drop

Hildur segir: Þetta lag lendir sko alls ekki í Vonbrigði viðlaganna því að hér er á ferðinni eitt af sterkari viðlögum keppninnar. Versið er reyndar frekar flatt og kannski ekki alveg í stíl við viðlagið en stundum skiptir það engu máli. Aserbaídsjan flýgur áfram í úrslitin!

Eyrún segir: Skothelt popplag eftir sænskt lagahöfundateymi… finnst eins og ég hafi skrifað þetta við hvert einasta aserska framlag undanfarinna ára. En það er engu að síður rétt og ég tek undir með Hildi því að Samra fer á handahlaupum inn í úrslitin og þetta viðlag er gjörsamlegt heilalím. Sko, ef Sergey blessaður hefði verið með þetta lag t.d. …

azer_samra