Gærkvöldið í hnotskurn!

Heilagur Sakis! Júróvisjon-sviðið í Altice Arena var svo yfirfullt af júróbombum að við höfum sjaldan séð annað eins á einu kvöldi! Fyrirfram var ljóst að mjög erfitt væri að spá fyrir um úrslit kvöldins þótt raunin hafi orðið sú að öll umtöluðustu atriðin komust áfram. Stærstu fréttirnar eru að Aserbaídsjan og Grikkland komust ekki áfram en þetta er í fyrsta skipti sem Aserar komast ekki í úrslit og ljóst að Aisel braut blað í Júrósögu Asera. Grikkir hafa tekið þátt í Júróvisjon frá árinu 1974 og Yianna er önnur í sögu þeirra til að skila þeim ekki í úrslit.

En kíkjum aðeins nánar á hvað fyrir augu bar á sviðinu í Lissabon í gær.

Kvöldið hófst á einni júrósprengjunni sem líklega verður lítið minnst á í Júróvisjonsögunni. Ólíkt því í fyrra virðast jógastöður  (Francesco Gabbani, apinn og namaste, þið munið!) ekki vera gera sig í ár. Engar skikkjur voru áberandi í ár en þær virkuðu heldur takmarkað fyrir keppendur í fyrra.

Ari, Eugent og Elina áttu í harðri háu-tóna keppni sem þau tvö síðarnefndu unnu – því miður!

 

eurovision-czech1

Hressleikinn var í fyrrirúmi hjá Mikolas og félögum og ekki að sjá að bakið hrjáði hann mikið. Hvort hressleikinn skapaðist af andrúmsloftinu, verkjalyfjum eða einhverjum öðrum lyfjum er erfitt að segja en við vorum að minnsta kosti fegnar að þriðji dansarinn þurfti ekki að fara í uppptökupróf og gat því verið með.

Dansinn dundi oft yfir kvöldið, fyrst þegar Ísrael steig á stokk og mátti þá halda að konur væru staddar á Euroclub frekar en á showinu sjálfu! Næsta dansbomba kom þegar Saara Alto flutti Monster og þá voru það ekki bara standandi áhorfendur sem dilluðu sér heldur braust út dansstemmning í græna herberginu. Eleni var síðust í röðinni og var þá svo mikil stemming komin í salinn að líklega voru fleiri að dansa en horfa!

bulgaria

Röddunarveisla og gæsahúðarmóment kvöldsins voru í boði Búlgaríu – hamingjan sanna, kannski vinna þau þetta bara!

austria

Við erum loks að spá í að setja Cesar á dýrlingalista Júróvisjon og færa honum nafnbót heilagleikans. Verður hann því þriðji Júróvisjondýrlingur AUJ á eftir Sakis og heilagri Carolu!

 

 

Þemun í ár: Konur sem æpa!

Í ár stíga 27 söngkonur á Júróvisjon-sviðið. Þær eru misjafnar eins og þær eru margar en óvenju margar flytja í ár lög þar sem sungin eru fortissimo; jafnvel stundum forte fortissimo, á mjög háum, og oft á tíðum löngum, nótum. Söngurinn sem slíkur kann að fara misvel í eyru hlustenda og þykir okkur þetta oft á tíðum í ár jaðra við óp. Innblásturinn frá Jamölu frá í fyrra, sem söng jú millikaflann í 1944 með nokkrum kveinum (sem þó voru mjög meðvituð og tilheyrðu laginu), hefur sennilega sitt að segja og því sáum við konur sem æpa tjáningarfullt sáum við því sem eitt af þemum keppninnar í ár. Við kíktum á nokkrar þeirra og veltum því fyrir okkur hvaða skilaboðum þær væru að koma til okkar með þessum rammakveinum!

Listinn okkar yfir konurnar æpandi er mögulega ekki alveg tæmandi en röðin er frá minnstum ópum í mest!

Bretland
Við hefjum leik á Lucie frá Bretlandi. Þó að meira og minna allt lagið sé á háu nótunum þá er aðeins lágstemmdara yfir ópunum en hjá mörgum sem á eftir koma. Lucie gefur þó lítið eftir þegar laginu fer að ljúka og dansar í gegnum storminn með ástinni sinni.

San Marínó
Á hæla Lucie kemur vinkona okkar, Valentina. Hingað til hefur hún ekki verið þekkt fyrir óp og fyrir að vera mjög ágeng en í ár er breyting þar á. Þar sem Valentina er sterk söngkona fer hún þó nokkuð vel með þessar háu fortissimo-nótur og verða þær því ögn minna ágengar en hjá sumum síðri söngkonum. Þrátt fyrir það verður síendurtekna yfirlýsingin um kvöldandana svo þreytandi að konu líður helst til þannig að verið sé að æpa, bara með örlítið lágstemmdum hætti.

Armenía
Hin listræna Artsvik byrjar lágstemmt en í gegnum dularfullt lagið hækkar bæði röddin og tónarnir. Allt nær þetta hæstu hæðum þegar Artsvik reynir að sannfæra okkur aftur og aftur um að fljúga með sér hátt og gleyma því ekki að það er einmitt ástin sem flýgur með okkur svona hátt.

Rúmenía
Í laginu Yodel it jóðlar Ilinca af svo mikilli snilld að það er ekki annað hægt en að hlusta af athygli. Hún syngur lítið annað í laginu, fyrir utan millikaflann fyrir síðasta viðlagið. Þar skellir hún sér einmitt í gott fortissimo og hvetur okkur hástöfum við að koma og syngja með!

Albanía
Kona veit bara ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Lindita hefur upp raust sína. Úr þessum litla líkama kemur heldur betur stór rödd. Þótt hún byrji á lágstemmdari nótunum eru áhrifin af viðlaginu þvílík að ekki er hægt annað en að verða full sannfærð um að það eina rétta að berjast fyrir sé að sameinast í ástinni fyrir okkur öll.

Georgía
Skilaboð Tamöru er mjög skýr; hún biður okkur stöðugt í gegnum lagið að halda í trúna. Styrkur raddarinnar eykst smám saman í gegnum lagið og nær hágmarki undir lokin í síðasta viðlagiðnu þegar hún kallar ákaft á okkur hlustendur að halda ekki bara í trúna heldur á sama tíma muna að við erum ekki ein í heiminum og því best að haldast í hendur og standa saman. Sannarlega fallegur boðskapur sem spurning er þó hvort fari fyrir ofan garð og neðan í afar ágengum ópkenndum söngnum.

Danmörk
Hin ástralsk-danska Anja er sko í essinu sínu í laginu Where I am og kemst næst því að vera ópdrottning Alls um Júróvisjon í ár. Strax á fyrstu nótum grípa reyndar bakraddirnar okkur föstum tökum með hálf óskiljanlegu hrópi, sem við nánari skoðun kemur í ljós að er ákallið um að leggja niður vopnin sín! Anja syngur í raun svo bara eitt erindi áður en hefur sig upp á háu fortissimo þar sem hún sýnir ástinni sinni hvernig hún leggur niður vopn sín, bæði ástarboga Amors og eigin byssu.

Litháen
Toppnum er náð hjá Míu litlu frá Litháen og fær hún titilinn Ópdrottning Alls um Júróvisjon 2017. Það er ekki alveg frá fyrsta tóni sem hlustandinn er gripinn inn í áhrifarík ópin en þetta stigmagnast hratt og strax í fyrsta viðlagi æpir hún á okkur að byrja byltinguna og minnir okkur stöðugt á það næstu tvær mínúturnar á milli þess sem hin vinsælu en allt af því öfgakenndu „jejeje“ fylla upp í ágangi ópanna.

 

 

Yfirferð laga 2017: I. hluti

pizap.com14909564396391

Albanía

Albania - lindita

Mynd: wiwiblogs.com

Hvað: World
Hver: Lindita
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 16. sæti í fyrri undanriðlinum.

Hildur segir: 
Lindita reynir röddina gæti verið yfirskrift þessa lags! Hér er á ferðinni afar kraftmikið lag en það er ekki alltaf nóg að vera sterkur. Það þarf líka að skilja eitthvað eftir, einhverja tilfinningu sem fær mann til að muna og upplifa. Ég upplifi því miður lítið þegar ég hlusta á þetta lag og mig langar oftast til að slökkva. Það eins sem ég man þegar því lýkur er ágeng og æpandi rödd Linditu sem mér finnst ég þurfa að forða mér undan.

Eyrún segir:
Albanir eru þekktir fyrir að „revampa“ lögin sín sem þeir hafa auðvitað góðan tíma til, þar sem þeir velja þau í desember. Yfirleitt er albönsku skipt út fyrir ensku (það er gert nú) og svona almennt poppað meira upp. Í þetta sinn finnst mér breytingin alveg ágæt, og lagið finnst mér vaxa við nánari hlustun, húkkurinn er svakalegur. Lindita er náttúrulega vægast sagt öflug söngkona, eins og Hildur bendir á, og ég get alveg séð að með góðri sviðsetningu fljúgi þetta áfram í úrslitin.

Armenía 

Armenia - Artsvik

Mynd: Eurovisionworld

Hvað: Fly with Me
Hver: Artsvik
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 7. sæti í úrslitum.

Eyrún segir:  Mér fannst þetta nú ekki mjög beysið í fyrsta sinn þegar ég heyrði lagið en mjög töff myndbandið og hún augsjáanlega (og -heyranlega) mjög frambærileg söngkona. Mér finnst viðlagið ná mér dálítið en á heildina ekki mjög spennandi lag. Ansi hrædd um að það þurfi eitthvað eldgimmikk á sviðinu til að grípa athyglina, en Armenar hafa reyndar alltaf átt góðu gengi að fagna svo að sennilega er nóg fyrir Artsvik að mæta!

Hildur segir: Lagið lætur ekki mikið yfir sér enda var það dansinn í myndbandinu sem greip mig fyrst þegar ég hlustaði! Ég þurfti raunar að horfa tvisvar til viðbótar til að heyra lagið, svo gaman fannst mér að horfa á dansinn. Lagið er hins vegar bara dálítið gott þegar maður fer að hlusta og mér þykir undirspilið sérstaklega töff og skemmtilegt. Þar tekst að hafa etníska hljóminn án þess að það verði hallærislegt. Ef dansinn kemur á sviðið í Kænugarði og tekst vel til með einum færri dansara en í myndbandinu þá getur hann auðveldlega hrifið fólk nægilega til að kjósa – alveg sama þótt fólk heyri kannski ekki mikið af laginu!

Ástralía

Astralia - Isaiah

Mynd: news.com.au

Hvað: Don’t Come Easy
Hver: Isaiah
Á svið: Fyrri undanriðill
Gengi 2016: 2. sæti í úrslitum

Hildur segir: Það dylst engum að líkt og síðastliðin tvö ár senda Ástralir gæðapopp í Júróvisjon! Virkilega vel unnið lag sem Isaiah syngur af innlifun sem maður heyrir ekki oft hjá 17 ára söngvurum. Þó lagið hafi ekki gripið mig strax þá verður það betra við hverja hlustun. Eiginlega alveg burtséð frá hvort lagið er mjög grípandi eða ekki, þá er næsta víst að Ástralir haldi áfram að gera góða hluti í keppninni því gæðin eru í fyrirrúmi hjá þeim! 

Eyrún segir:  Ég kann mjög vel að meta hversu PC Ástralir eru og duglegir að senda fulltrúa ólíkra þjóðarbrota og nú stígur fyrsti frumbyggi Ástralíu á stóra sviðið í Kænugarði í vor. Hann er náttúrulega með stjarnfræðilega þroskaða rödd miðað við aldur og við skulum vona að hann nái að koma þessu flotta lagi til skila sem er eftir sömu höfunda og Sound of Silence frá í fyrra. Ég held með Ástralíu og krúttinu honum Isaiah!

Þemun 2016: Vonbrigði viðlaganna

Á hverju einasta ári er að finna einhver þemu í þeim lögum sem keppa í Júróvisjon. Í ár er engin undanteking. Fyrsta þemað sem við tókum eftir var tengt viðlögum og höfum við ákveðið að kalla það Vonbrigði viðlaganna. Í ár eru óvenju mörg lög sem byrja mjög vel þar sem versið er vel byggt upp og er svo grípandi að maður bíður spenntur eftir viðlaginu sem bara hlýtur að vera frábært. Þegar þangað er komið hellast hins vegar vonbrigðin yfir okkur og botninn dettur úr annars góðum lögum. Hér eru okkar listi yfir vonbrigði viðlaganna:

Finnland – Sing it away

Finland - fyrsta æfing Thomas H

Mynd: Thomas Hanses

Albanía – Fairytale

Albania fyrsta æfing Andreas Putting

Mynd: Andreas Putting

Makedónía – Dona

Makedonía fyrsta æfing Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Noregur – Icebreaker

Noregur Andreas Putting

Mynd: Andreas Putting

 

Yfirferð laga – 36/43 Albanía

pizap.com14594232060141

Lag og flytjandi: Eneda Tarifa – Fairytale
Besti árangur: 5. sæti 2012
Umfjöllunarefni í þremur orðum: „Dramatísk endalok ævintýranna
Uppáhaldið okkar:  Anjeza Shahini – The image of you og Olta Boka – Zemrën E Lamë Peng

Hildur segir: Byrjun lagsins gefur vísbendingu um gott lag. En byrjunin er nokkuð löng og kona er orðin svo spennt að vonbrigðin þegar viðlagið byrjar eru algjör. Hér erum við sem sagt enn og aftur komin með þemað Vonbrigði viðlaganna. Lagið heldur svo alls ekki dampi og ef ekki verður fyrir eitthvað geggjað show á sviðinu sem fær mann til að gleyma að lagið er orðið leiðinlegt þá mun þetta allt saman gleymast í Júróvisjonþokunni.

Eyrún segir: Ég hélt fyrst að albanska gellan frá í fyrra væri mætt aftur, en þessi er svona look-a-like með slappara lag. Ég heyrði lagið fyrst þegar það var enn á albönsku og svei mér, ef það var ekki áhugaverðara. Mér finnst þetta bara boring… sorrí. Hún er ekki að gera neitt fyrir mig!

albania_eneda