
Mynd: Andres Putting
Eftir 44 ára bið stóðu Hollendingar uppi sem sigurvegarar í Júróvisjon 2019 með lagi Duncan Laurence, Joel Sjöö og Wouter Hardy, Arcade. Lagið hlaut samtals 492 stig, 27 stigum fleiri en lag Mahmood, Charlie Charles og Dardust, Soldi sem lenti í 2. sæti.
Rétt eins og Jamala frá Úkraínu árið 2016 sigraði Duncan án þess að fá flest stig frá dómnefndum eða almenningi. Lagið Arcade lenti í 3. sæti í dómarakosningunni þó ekki nema 8 stigum fyrir neðan John Lundvik og lagið To late for love og í 2. sæti símakosningunni heilum 30 stigum á eftir norska tríóinu Keiino og laginu Sprit in the sky.
Stigin til Duncans dreifðust nokkuð mismunandi milli símakosningar og dómnefndakosningar. Fékk hann stig frá öllum þjóðum í símakosningunni en eingöngu tvær tólfur, annars vegar frá Belgíu og hins vegar frá Rúmeníu. Hins vegar fékk hann enginn stig frá 10 dómnefndum en halaði þó inn heilum sex tólfur frá dómnefndum, frá Frakklandi, Ísrael, Lettlandi, Litháen, Potúgal og Svíþjóð.
Síðasti sigur Hollendinga var árið 1975 þegar Teach-In sigraði með lagið Ding A Dong. Það er þó styttra síðan Hollendingar héldu keppnina síðast en árið 1980 var Júrovisjon haldið í Haag eftir að Ísraelar, sem stóðu uppi sem sigurvegarar árið 1979, treystu sér ekki til að halda keppnina annað árið í röð.
Allt um Júróvisjon óskar Duncan og öðrum Hollendingum með sigurinn og hlökkum til að fylgjast með keppninni í Rotterdam (okkar spá um hvar keppnin verður haldin!) á næsta ári!

Tech-In syngur Ding A Dong árið 1975