20 atriði sem voru áhugaverð í úrslitunum!

Frábærri Júróvisjón-keppni lokið með glæstum sigri Nettu Barzilai frá Ísrael. Almáttugur, við vissum ekki hvað við áttum að gera við okkur þegar sigurinn var ljós! Þó að Cesar okkar blessaður sé kominn í guða tölu hjá okkur og hafi átt fyllilega skilið að haldast á toppnum þegar símaatkvæðin voru reiknuð, þá deilum við ekki við dómarann!

Endanleg úrslit voru þessi:

32416505_10155564395041305_2796033223048560640_n

via Eurovision fans Mexico á FB.

 1. Ísrael: 529 stig
 2. Kýpur: 436 stig
 3. Austurríki: 342 stig
 4. Þýskaland: 340 stig
 5. Ítalía: 308 stig
 6. Tékkland: 281 stig
 7. Svíþjóð: 274 stig
 8. Eistland: 245 stig
 9. Danmörk: 226 stig
 10. Moldóva: 209 stig
 11. Albanía: 184 stig
 12. Litháen: 181 stig
 13. Frakkland: 173 stig
 14. Búlgaría: 166 stig
 15. Noregur: 144 stig
 16. Írland: 136 stig
 17. Úkraína: 130 stig
 18. Holland: 121 stig
 19. Serbía: 113 stig
 20. Ástralia: 99 stig
 21. Ungverjaland: 93 stig
 22. Slóvenía: 64 stig
 23. Spánn: 61 stig
 24. Bretland: 48 stig
 25. Finnland: 46 stig
 26. Portúgal: 39 stig

Hér eru 20 atriði sem okkur fannst áhugaverð á úrslitakvöldinu; fyrir þá staðreynd að 20 ár eru liðin frá síðasta sigri Ísraels í Júróvisjón-keppninni:

 1. Netta tryggði Ísrael fjórða sigur landsins í sögu keppninnar (1978, 1979, 1998 og svo 2018)
 2. Netta leiddi veðbankaspár í nærri tvo mánuði fyrir keppnina en um leið og æfingar hófust færðist hún neðar á lista veðbanka. Hún náði þó að skjóta þeim ref fyrir rass í Júróvikunni og bar sigur úr býtum!
 3. Engin Kákasuslönd tóku þátt í úrslitunum í fyrsta sinn frá árinu 2005. Til þeirra landa teljast Armenía, Aserbaídsjan, Rússland og Georgía.
 4. Í þriðja skiptið frá árinu 2015 er gestgjafaþjóðin í neðsta sæti í úrslitunum; aumingja Portúgalar!
 5. Kýpur og Tékkland hafa aldrei náð eins góðri niðurstöðu á úrslitakvöldi; 2. sætið fyrir Kýpur og 6. sætið fyrir Tékkland! Vel af sér vikið!
 6. Ísrael fékk 7 tólfur frá dómnefndum – athygli okkar var þó aðallega á því að allar aðrar tólfur dreifðust á 15 aðrar þjóðir!
 7. Við vorum ánægðar með að Cesar valdi stutterma leðurbol fyrir úrslitakvöldið, honum var greinilega orðið heitt í hamsi!
 8. Jessica frá Ástralíu var mun sterkari raddlega en í undankeppninni sinni, en hún dansaði samt ennþá eins og hún væri ein inni í eldhúsi!
 9. Amaia og Alfred frá Spáni náðu að vera algjörlega í eigin heimi –  og rönkuðu svo við sér í 23. sæti. Við vorum eiginlega á því að þau hefðu átt að vera ofar.
 10. SuRie varð hetja kvöldsins þegar hún náði að halda kúlinu og klára lagið sitt eftir að óprúttinn náungi stökk á sviðið, reif af henni míkrafóninn og gargaði fúkyrði í garð Breta! Ef eitthvað var, varð hún enn einbeittari og flottari eftir atvikið!
 11. Í partíinu okkar voru djúpar pælingar um sviðsetninguna hennar Sööru Aalto. Ein var sú að hún væri Gyðingur sem nasistarnir væru að elta – og næðu að skjóta hana í lokin…
 12. Í raun ættu allir flytjendur að gera eins og Moldóvarnir og klæðast fánalitunum!
 13. Við veltum fyrir okkur hvort Kýpur hafi ekki örugglega fengið afganginn af eldvörpunum sem Malta átti eftir þegar þau duttu út í undankeppninni; nú þegar þær tvær eru þær þjóðir sem langar hvað mest í sigur í Júróvisjón (Malta hefur keppt síðan 1971 án sigurs og Kýpur frá árinu 1981).
 14. Ástralía var kynnt í keppnina árið 2014 þar sem Jessica Mauboy flutti atriði í hléinu. Það var líka í síðasta skipti sem Ísland komst áfram í úrslitin.
 15. Salvador Sobral flutti sigurlag sitt frá 2017 ásamt Brasilíumanninum Caetano Veloso. Hann leit ótrúlega vel út, enda búinn að fá nýtt hjarta – að því er virtist úr píanóleikaranum sem var með þeim á sviðinu!!
 16. Snillingurinn sem kynnti dómnefndarstigin frá Litháen að vera með vindvél/hafgolu, hversu gott var það!
 17. Ótrúlegt að sjá dómnefndirnar setja Ítalíu meðal þeirra neðstu þegar símaatkvæðin skiluðu þeim Ermal og Fabrizio 3. sætinu. Greinilegt að fólk náði boðskapnum!
 18. Sama má segja um Danina sem komust ekki ofarlega á blað hjá dómnefndum en skutust í topp 10 með símaatkvæðunum.
 19. Rybak, kokhrausti sigurvegarinn frá 2009, var að vísu sigurvegari seinni undankeppninnar en mátti sætta sig við 15. sætið í úrslitunum sem verður að teljast óvenjulegt fyrir þá efstu úr undankeppnunum.
 20. Orð Nettu í þakkarræðunni „Að ári í Jerúsalem“ hafa verið túlkuð þannig að ákveðið hafi verið að keppnin yrði haldin þar. Það er enn óljóst en þangað til er gott að minnast þess að þessi frasi er hluti af bænahaldi Gyðinga, passover.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s