Skellur í seinni undankeppninni!

Allt er á suðupunkti í Júróheiminum nú eftir að seinni niðurskurðurinn fór fram í gærkvöldi. Ótrúlegt en satt náðu Norðurlöndin öll að koma sér í úrslitin (fyrir utan okkur) en síðast gerðist það árið 2014, sælla minninga. Við gátum reyndar lítið horft á Rybak – það er stundum eins og með Clovn; kona getur ekki hætt að horfa en er með krónískan hroll á meðan!

nor

Á heildina litið var kvöldið fremur slæmt raddlega séð, áberandi stress í röddinni hjá mörgum flytjendum.

Tveir áskrifendur duttu út, Rússland og Rúmenía, og spurning hvort nú sé áhuginn á tónlist loksins að yfirgnæfa pólitísk áhrif sem oft hafa loðið við (hvort sem það er Salvador Sobral að þakka/kenna) – en lögin voru skelfileg bæði tvö svo að við erum sáttar 😉

Tvær eftirhermur kepptu í keppninni um hvor væri líkari Jared Leto: Jonas víkingur frá Danmörku og Lukas hatta-hipster frá Póllandi:

Þýðingarmikil augnaráð voru áberandi í gærkvöldi og þar eru Serbarnir efst á blaði. Það var mikill samsærissvipur á þeim og greinilegt að börn Jarðar skiptu þá gífurlegu máli – spurning hvort allir aðrir áhorfendur hafi náð pointinu. Angistarsvipur einkenndi líka  Jessicu frá San Marínó og Christabelle frá Möltu; þær vissu kannski hvað beið…

Dansinn var nú kannski ekki upp á marga fiska (nema fiskadansinn hjá Pólverjunum, djók!) og sporin voru mörg frekar sérstök; krampa-reiðidans hjá Hollendingum, slow motion-pallaleikfimi hjá Serbunum, vélmennadans hjá San Marínó, dónalegur dans á bak við hurð hjá Moldóvunum (ji minn!) og dans sem stoppaði af ásettu ráði hjá Slóvenunum. Góðu spor kvöldsins áttu þó slóvensku stelpurnar og dansaranir frá Rússlandi.

Margir tengdu Belgíu við Bondstemmingu en við fengum sama væb frá lettnesku píunni – sem hafði svo aðeins verið að horfa á Eleni frá Kýpur á þriðjudaginn og bætti við höfuðhreyfingu og hár“kasti“ frá henni. Bond-lögin tvö duttu algjörlega niður dauð og ómerk því að þau komust hvorugt áfram.

Heildarstílisering á lagi var klárlega flottust hjá Úkraínu – þvílíkt sem þessi líkkistuframsetning var töff!

ukr

 

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s