Veðbankatjekk – daginn fyrir fyrri undankeppni!

Veðbanka-spár copy

Sólin skín hér í Lissabon en við erum dálítið meira að missa okkur yfir deginum á morgun og hvernig þetta fer allt saman. Við höfum fylgst með veðbönkunum og þar er öldugangurinn heilmikill. Fjöldi framlaga inni á topp tíu er í raun meiri en sem nemur sætunum því að staðan breytist mörgum sinnum á dag. Þetta stefnir því í tvísýna og spennandi keppni – kíkjum á þetta!

Veðbanki Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Nr. 5
Oddschecker.com Ísrael Eistland Noregur Kýpur Frakkland
Paddypower.com Ísrael Noregur Frakkland Eistland Búlgaría
Nicerodds.co.uk Ísrael Noregur Eistland Kýpur Frakkland
William Hill Ísrael Eistland Noregur Kýpur Búlgaría
Eurovisionworld Ísrael Eistland Noregur Kýpur Frakkland

Hér sjáum við að Netta situr enn á toppnum en þó er Eistland heldur betur farið að velgja henni undir uggum – og í gær var það Rybakkinn! Franska parið er enn inni á topp fimm en Eleni hin eldheita festir sig þó í sessi eftir frábærar æfingar og almenn dívuheit. Við söknum þess að Búlgararnir séu ekki ofar en vitum þó að allt getur gerst. Í fyrra á svipuðum tíma var ljóst að Salvador sótti hart að Francesco og apanum en Kristian Kostov var þó inni á topp fimm. Hins vegar sást hvergi í Moldóvana sem skutu sér upp í þriðja sætið!

Lítið er að frétta af gengi íslenska framlagsins, eins og sést hér að neðan, og því verður morgundagurinn óskrifað blað. En eins og Churchill sagði: Það er enginn lítill maður í stríði!

Veðbanki Ísland
Oddschecker.com 42. sæti
Paddypower.com 40. sæti
William Hill 36. sæti
Nicerodds.co.uk 39. sæti
Eurovisionworld 0 stig

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s