Party for everybody, dance!

Við elskum Júróvisjón-partí og þau gerast varla betri en partíin sem haldin eru í undirbúningsvikunni fyrir Júróvisjón. Hér tæpum við aðeins á djammi föstudagsins í norræna partíinu og laugardagsins í ísraelska partíinu:

Eftir æfingar föstudagsins skelltum við okkur í norræna partíið sem var haldið á barnum TOPO Rooftop Bar efst í Commercial Center Martim Moniz. Það eitt og sér var sturlað – þvílíkt útsýni yfir hæðirnar á þessari staðsetningu í miðjum miðbæ Lissabon! Þegar við náðum að slíta okkur frá útsýninu beindist athyglin að öllu fallega og flotta fólkinu í partíinu. Íslenski, danski og sænski hópurinn stóðu að partíinu og flytjendurnir Benjamin og Jonas tróðu upp ásamt íslenska hópnum sem lék á alls oddi og náði áhorfendum vel með sér í Júróvisjónsveiflu sem Ari stjórnaði af stakri snilld. Rauðhærði forsöngvarinn Jonas tók Rollo & King með Þórunni – fyrsta erindið á dönsku að beiðni Jonasar! Benjamin hinn sænski tók eftirminnilega Heroes með Ara við mikinn fögnuð.

norr

Mynd: Söngvakeppnin (Facebook)

Dönsku metróvíkingarnir glöddu augað mikið þetta kvöld og þeir eru hin mestu partíljón, en ásóknin í þá – og Jónas forsöngvarann þá helst – var slík að þeir fóru helst alltaf saman á klósettið! Svíarnir Christer Björkman og Thomas G:son voru einnig á staðnum ásamt fleirum úr sænska próduction-teyminu, en G:son er í Lissabon með maltneska hópnum og Christabelle, við sáum hana þó hvergi. Við söknuðum þess líka að hafa ekki alla hópana í partíinu en Rybak og Saara Aalto komu ekki.

Partíið var hresst, skemmtilegt og mjög fjölmennt því að það var algjörlega troðið allan tímann. Íslenski hópurinn átti veg og vanda að því hversu flott þetta var og var t.d. sá eini af þeim þremur til að dreifa kynningarefni til boðsgesta, vel gert!

Laugardagspartíið var að sjálfsögðu ísraelska partíið sem var all the rage! Það var haldið á glæsilegum stað; í leikhúsinu Cineteatro Capitólió í fína hverfinu við Avenida Liberdade. Þegar við mættum hafði þegar myndast löng röð en aðgang fengu allir með accreditation og þeir sem áttu gilt OGAE-félagsskírteini. Þegar húsið átti að opna kl. 10 var þó enn að drífa að sendinefndir frá öllum þeim löndum sem stigu á stokk. Aðdáendur voru hvattir til að mæta snemma og þegar fyrstu flytjendur stigu á svið var enn röð fyrir utan og fólki hleypt inn í hollum! Dyraverðirnir voru svo strangir að sjálfur G:son lenti í vandræðum og sá ekki fram á að komast inn!

iAð venju var boðið upp á léttar austurlenskar veitingar og hummusinn rann sannarlega ljúflega niður eftir nærri klukkutíma bið í röðinni! Snyrtivörur unnar úr vatni Dauðahafsins eru líka alltaf á boðstólum og í ár var engin undantekning þar á.

Mest eftirvænting var þó að sjálfsögðu eftir því að flytjendur stigu á stokk – og auðvitað Netta framar öllum! Kynnir kvöldsins sér um sjónvarpsviðburðinn Rising Star í Ísrael og stjórnaði kvöldinu með styrkri hönd. Moldóvarnir stigu fyrstir á svið og rifu stemminguna í gang með framlagi sínu My Lucky Day, og reyndar öðru lagi strax í kjölfarið sem hljómaði alveg eins og jafnhresst. Pólverjarnir komu strax í kjölfarið og Írinn flutti lagið sitt á lágstemmdan og hugljúfan hátt. Saara Aalto sýndi það og sannaði hvað hún er mikil stjarna, söng Queens og Monsters og vafði áhorfendum um fingur sér. Íslendingarnir komu að sjálfsögðu fram og fluttu Our Choice og Júró-syrpuna sína og þegar Ari söng Il Volo fékk hann svo góðar undirtektir að þakið ætlaði að rifna af húsinu!

Aðrir sem komu fram á undan Nettu voru Danirnir sem völdu að flytja lagið sitt án undirleiks og míkrafóna úti í miðri áhorfendaþvögunni. Þeir báðu alla að hafa þögn en hvöttu áhorfendur svo að hjálpa til með að stappa í viðlaginu og syngja með. Þetta heppnaðist ágætlega hjá þeim, þó að við hefðum kannski ekki mikla trú á því að það heyrðist nógu vel í þeim. Einnig steig Cesar frá Austurríki á stokk og bræddi okkur og alla hina í salnum! Þá var hitastigið í salnum við suðumark. Við elskum Cesar svo mikið!

isr_aus

Eftirvæntingin var gríðarleg þegar kynnirinn kynnti sendiherra Ísraels á svið. Sá sagði væntingarnar miklar um sigur í ár og markmiðið væri skýrt að komast í úrslitin og bauð svo öllum viðstöddum í gleðigönguna í Tel Aviv í júní. Hann bað svo fólk að gefa sér N-E-T-T-A og kynnti hana svo á svið. Dívan steig þá á svið og um leið dáðist hún að því hvað áhorfendur væru fagrar verur með vísun í texta lags síns. Hún var að vanda dressuð óaðfinnanlega í sínum eigin stíl. Netta henti sér beint í flutning á laginu og fékk allan salinn til að kyrja með sér í viðlaginu. Hún var mjög örugg í flutningnum og skemmti sér greinilega konunglega. Eftir flutninginn spurði kynnirinn Nettu hvað það hefði aftur verið sem hann hefði sagt við hana eftir áheyrnarprufurnar í Rising Star í byrjun ársins. Netta svaraði mjög íbyggin: „This is gonna win Eurovision!“ Og auðvitað trylltist allt.

Screen Shot 2018-05-06 at 11.13.46

Mynd: Nettabarzi (Instagram)

Fleiri flytjendur fylgdu í kjölfar Nettu, Búlgararnir stóðu sig gríðarlega vel í töffheitunum sínum en eftir það voru þetta flytjendur úr seinni undankeppninni, þ.e. þeir sem þurfa ekki að safna eins miklu kröftum fyrir þriðjudaginn og þau sem voru fyrr um kvöldið 😉 Síðust á svið steig Christabelle frá Möltu og það var mikil stemming yfir hennar lagi. Eftir flutninginn tók hún sig líka til og dansaði heilmikið við Júróvisjón-tónlist meðal hressra aðdáenda.

Við erum á því að þessi partí hafi bæði tvö lukkast afskaplega vel – sérstaklega fyrir þær sakir að staðirnir voru geggjaðir hvor um sig. Þetta verður seint toppað, allavega ekki fyrr en á næsta ári!!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s