Einfaldleikinn í fyrirrúmi á síðasta degi æfinga

Sviðsæfingum keppenda lauk í dag þegar stóru þjóðirnar fimm og gestgjafarnir æfðu í annað sinn á sviðinu. Eftir aðrar æfingar er fyrsta áfanga æfingaferlisins lokið og eingöngu búningarennsli eftir. Það var rólegt yfirbragð í höllinni á meðan þessar sex þjóðir æfðu og æfingarnar gengu nokkuð vel fyrir sig. Lítum á það helsta! 

spann_aefing2_AP

Mynd: Andres Putting

Spánn – Sviðsetningunni hefur aðeins verið breytt og píanóin tekin út. Það kemur alls ekki að sök þar sem nándin á milli þeirra verður jafnvel enn meiri og þau líða áfram í eigin heimi, upptekin hvort af öðru en ekki myndavélunum.

 

thyskaland_aefing2_AP

Mynd: Andres Putting

Þýskaland –  Michael leit út fyrir að vera nýskriðinn fram úr þegar hann steig á svið. Hann átti þó þrjú þrusurennsli þar sem hvergi var slegin feilnóta þótt augljóslega hafi verið stutt í tárin. Sviðsetning gengur meira út á myndir í bakgrunni en Michael sjálfan sem þó fær hæfilega mikið af nærmynd. Þrátt fyrir djúpar tilfinningar í laginu vantar tenginguna við áhorfendur og við gátum engan veginn fundið til með honum.

 

frakkland_aefing2

Mynd: Andres Putting

Frakkland – Einfaldleikinn verður í fyrirrúmi hjá Frökkum og þau hjónin mæta að vanda svartklædd og í rauðum íþróttaskóm. Atriðið algjörlega laust við gimmik en sviðið og áhorfendur nýtt þeim mun betur, fá t.d. glóandi armbönd sem þjóna góðum tilgangi! Æfingin gekk vel þótt Emilie virðist hafa átt í einhverjum vandræðum með míkrafón eða inneyra á fyrstu tveimur rennslunum. Þrátt fyrir góða æfingu vantar aðeins upp á að vá-faktorinn sé til staðar en við vonum sannarlega að hann komi með fullri höll af áhorfendum!

italia_aefing2_AP

Mynd: Andres Putting

Ítalía –  Einfaldleikinn er líka í fyrirrúmi hjá Ítölum og, rétt eins og Frakkar, nota þeir allt sviðið. Á meðan á laginu stendur varpast texti þess á fjölda tungumála á skjáinn, þar á meðal okkar ylhýra! Það ýtir undir áhrifamátt lagsins sem og uppsetning þar sem þeir byrja saman, skiljast svo að en mætast aftur í lokin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s