AUJ Hotlist 2018

Í fyrra fannst okkur óvenju margir ungir strákar í keppninni svo að úr varð að við tókum saman þemafærslu um karlpeninginn í keppninni. Þegar við kíktum í karlpeningsskúffuna í ár sáum við fljótt að fjölbreyttur hópur álitlegra karlmanna stígur á sviðið í ár og fannst ekki úr vegi að kippa nokkrum þeirra (já, ef ekki flestum!) inn á Hotlistann okkar!

Unglömbin og vinir þeirra


Þegar við fórum að róta í skúffunni sáum við fljótt að margir drengjanna eru alls ekki margra vetra gamlir og sumir eru einkar strákslegir í útliti. Ari okkar er auðvitað fremstur hér í flokki enda næstyngsti keppandinn þetta árið. Flestir eru þeir þó mun alvarlegri og jafnvel hátíðlegir sem er algjör andstæða við hinn brosmilda og lífsglaða Ara okkar. Það eru einna helst félagarnir Sergiu og Euqeniu frá Moldóvu og Alfred frá Spáni sem deila lífsgleðinni með Ara á meðan Alkseev frá Hvíta-Rússlandi er fremstur í flokki alvarleikans með Melovin dramatíkus á hæla sér.

Stroknu hipsteranir


Þeir eru ekki óalgengir stroknu hipsteranir í Júróvisjon! Ólíkur hópur sem á það þó sameiginlegt að skarta temmilega stroknu útliti í bland við vel skipulagða óreiðu hipstersins; svona skemmtileg blanda hippa og uppa. Hin svartfelski Vanja hallar meira á uppahlið hipstersins meðan Michael Schulte frá Þýskalandi hallar sér til hipstersins.  Okkur þykir þó Svisslendingurinn Stefan vera þarna í broddi fylkingar ásamt hinum slasaða Mikolas og ofur 80’s-hipsternum Benjamin Ingrosso frá Svíþjóð.

Metro-víkingar

Vel greiddu og máluðu dönsku víkingarnir verðskulda sinn eigin flokk. Basta!

Mucho macho 

Þá er það flokkurinn sem er stútfullur af testósteróni. Í ár getum við ekki annað en sett hann Cesar frá Austurríki efstan í flokk Mucho Macho-anna; kommon, hann er íþróttakennari OG félagsráðgjafi, við getum sko alveg sætt okkur við það! Fast á hæla hans kemur hljóðláti og yfirvegaði Frakkinn Jean Karl. Svört rúllukragapeysa hefur aldrei gert eins mikið fyrir okkur! Önnur hljóðlát macho-týpa er Armeninn Sevak, leðurbrynja og armensk dramatík! Ítalirnir tveir Ermal og Fabrizio eru klárlega í þessum flokki; með sínar rifnu raddir og föt. Við verðum líka að minnast á Vlado úr búlgarska hópnum sem heillaði okkur á stórgóðri æfingu um daginn. Gítarleikarann Bojan frá Makedóníu er einnig vert að nefna sem og Eugent sem þenur raddböndin fyrir Albaníu.

Hverjir eru þá efst á Hotlist AUJ 2018?

Á listanum okkar yfir þá sem við vildum helst rekast á í Lissabon með myndavélina á lofti er auðvitað Cesar, en ekki hver! Fast á hæla hans eru Svisslendingurinn Stefan og Frakkinn Jean Karl.

Að því sögðu fögnum við að sjálfsögðu fjölbreytileikanum, fullmeðvitaðar um að útlitið er ekki allt og að þessir myndarlegu menn séu ekki að keppa eingöngu út af því hvernig þeir líta út, en þetta er allt saman hluti af órjúfanlegri Júró-heild; útlit, framkoma, söngur.

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s