„Justice for Valentina“ – eftir æfingar dagsins

Áfram hélt æfingasúpan í Altice Arena í dag; dagurinn gekk frekar vel fyrir sig, við sáum skýr skilaboð á sviðinu, fengum víkingatískusýningu og hlógum aðeins að Serbunum. Æfingar nr. 2 í annarri undankeppninni voru brotnar upp með fyrstu æfingum stóru þjóðanna fimm + Portúgals undir lok dags. Hér eru pælingarnar okkar um það markverðasta úr æfingum dagsins s.s. síðustu lögin úr fyrri undankeppninni og svo seinni undankeppnin:

kypur_aefing2

Mynd: Andres Putting

Kýpur: Úff, hún er svo flott og fær verðlaun fyrir smæsið (smile with your eyes)! Byrjunin var ekki nógu sterk raddlega í fyrstu rennslunum og Eleni hefði kannski þurft bakraddastuðninginn strax í byrjun; svona þar sem hún dansar á fullu allan tímann. En síðasta rennslið var fullkomið og hún negldi það algjörlega og hlaut mikið klapp og húrra-hróp fyrir!

noregur_aefing2

Mynd: Andres Putting

Noregur: Í upphafi voru aðeins vandræði með innra eyrað hjá Rybakkinum og hann þurfti að spila á luft-hljóðfærin sín með annarri hendi. Hann hefur stuðning af bakrödd allan tímann og dansandi bakraddirnar eru líka mjög flottar. Hér vantar alveg vá-faktorinn og eftir því sem rennslunum fjölgaði fannst okkur hann bara meira og meira pirrandi… dæs!

serbia_aefing2

Mynd: Andres Putting

Serbía: Dramatíkin kemur rosalega vel út á sviðinu. Við hlógum aðeins að alvarleikanum í hreyfingunum og strunsinu fram og til baka, en þetta hæfir laginu fullkomnlega. Á stundum fannst okkur verið að gera grín að elsku balkan-ballöðublætinu okkar! Þetta er allavega eftirminnilegt!?

 

sanmarino_aefing2

Mynd: Andres Putting

San Marínó: Það tók sinn tíma að koma öllu fyrir á sviðinu svo að pródúsentinn sló því upp í grín og spurði „So maybe we should just get the coffee machines too?“ Annað sem var í fréttum: Velkomin til ársins 2003 í boði San Marínó! Pínu gamaldags en raddlega séð mjög góð æfing. Einn af róbótadönsurunum vildi ekki vera með í fyrsta rennslinu en tók svo við sér. Róbótarnir eru líka húmoristar því vinur Jessicu hélt á skilti sem á stóð: „Justice for Valentina“ og „This is just a rehearsal“.

danmork_aefing2

Mynd: Andres Putting

Danmörk: Solid bakraddir; algjörlega frábærar og eiga að skila Dönum í úrslitin! Sviðsetningin er frekar svipuð og í undankeppninni heima en greinilegt að þeir hafa aðeins verið stroknir og klipptir síðan síðast. Metróvíkingar eru the new thing; taka sitt eigið cat-walk á sviðinu! Bakröddin sem fær ekki að vera í mynd er stuttklipptur, bara svona ykkur að segja!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s