„Guys, I need to sign this form!“ Æfingar dagsins í Altice Arena

Það gekk á ýmsu á öðru æfingarennsli í Altice Arena í dag. Við sátum í gegnum æfingar landanna úr fyrsta undanriðli og erum sammála um að sjaldan hafi jafnmikið verið upp og niður þegar á þennan stað er komið í æfingaferlinu; talað var um öryggisskilmála, tafir vegna umferðar og próftökur svo eitthvað sé nefnt. Alltaf er þó rúm fyrir bætingar og unnið var hart að því í dag!

aser_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Aserbaídsjan: Mjög flott opnun á kvöldinu. Aisel er með skemmtilegar jógapósur á sviðinu, t.d. stríðsmanninn en hún hleypur fullmikið um fyrir okkar smekk.

 

island_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Ísland: Æfingu íslenska hópsins var frestað vegna umferðaróhapps, svo að Albanía æfði á undan. Þegar Ari mætti á svið gekk rennslið þó mjög vel, fyrir utan tæknivesen á einum stað (það hafði hreinlega einhver hent peysunni sinni ofan á eina kameruna). Notast er við myndavélaskot í byrjun sem minnir hressilega á Johnny Logan sem virkar mjög vel fyrir Júrónördana!

 

albania_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Albanía: Eugent gaf allt í botn í öllum sínum þremur rennslum og kom mjög á óvart – þvílíkt vald á röddinni sem hann hefur!

 

tekkland_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Tékkland: Mikolas sneri aftur á sviðið en æfingin gekk alls ekki nógu vel. Hann átti í vandræðum með innra eyrað og svo var míkrafónninn ekki á réttum stað. Þá fylgdu tæknileg vandamál hjá tökuliðinu. Hann leit út fyrir að vera dálítið orkulaus og skiljanlega dálítið stífur eftir bakmeiðslin. Reyndar vantaði líka einn dansarann því að hann þurfti að klára að taka próf!

 

Israel_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Ísrael: Svo klikkað flott live – mjög sterkur söngur og dansararnir eru klárlega þeir bestu í keppninni í ár! Þar sem Netta má ekki sampla live á sviðinu hefur röddunin í byrjun verið styrkt mjög vel með bakröddum og laginu hefur einnig verið hraðað. Allir blaðamennirnir í höllinni göluðu með henni í viðlaginu!

 

hvitarussland_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Hvíta-Rússland: Geggjaðar bakraddir og lyftupallur hjálpa greyið Alekseev lítið því að hann er enn svakalega neðarlega í langa Foreveeeeeeeer-tóninum.

 

bulagria_aefing2_Andres Putting.jpg

Mynd: Andres Putting

Búlgaría: Kom okkur langmest á óvart og var Vá-faktor dagsins. Þetta virkaði allt saman; röddunin, frekar speisaðir búningar og einföld framsetning gerði heildarmyndina mjög flotta.

 

austrurriki_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Austurríki: Það gekk eiginlega allt á afturfótunum hjá Cesari en þrátt fyrir náði hann að renna þrisvar í gegn á þeim 20 mínútum sem hann hafði. Hann byrjar hátt uppi á palli og er þess vegna í öryggislínu og -belti. Fyrsta rennslið þurfti að stoppa vegna þess að hann gleymdi að taka öryggislínu af sér þegar hann var kominn niður á sviðið. Þá kallar hann til pródúseranna: „Guys, I need to sign this form“ og fékk svarið: „You know you have it“. Í næstu byrjun festi hann fótinn í öryggisbandinu. Í þriðju tilraun festist pallurinn í efstu stöðu og þurfti lagni við að koma honum niður. Eftir það gekk allt vel fyrir sig og hann átti frábær rennsli.

 

grikkland_aefing2_Andres Putting

Mynd: Andres Putting

Grikkland: Yianna átti erfitt með nokkra tóna undir lok lagsins en átti annars mjög góða æfingu. Bláa höndin er mjög töff en við erum pínu hræddar um hvíta kjólinn, fer ekki litur í hann?

 

finland_aefing2_Thomas Hanses

Mynd: Thomas Hanses

Finnland: Dagskráin hafði riðlast um 40 mínútur þegar Saara steig síðust á svið. Sjónarspilið er mjög flott en við söknuðum pínu vá-faktorsins í atriðinu sjálfu. Það er þó alveg ljóst að Saara er algjör stjarna og dáleiðandi á sviði! Búningar dansaranna virka vel sem látlausir hermannagallar því að gimmikkið með LED-pallinn er alveg nógu mikið. Tvö fyrstu rennslin stoppuðu bæði út af tækniatriðum en í því síðasta gekk allt smurt og Saara negldi alveg flutninginn.

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s