Hugleiðingar um fyrstu æfingar – Dagur 1 og 2

Allt í gangi í Altice Arena í Lissabon og við sitjum límdar við tölvurnar yfir öllum myndabútunum. Alltaf gaman að sjá hvernig sviðsmyndin púslast saman á æfingum – og takið eftir skemmtilegri brú á sviðinu í ár sem er eitt af einkennum Lissabon-borgar, og margir keppendur nýta sér á skemmtilegan hátt.

Það styttist í að við förum sjálfar að taka okkur til og fljúga á vit Júró-búbblunnar. Þangað til pælum við í þessum hápunktum fyrstu æfinga:

Aserbaídsjan: Smá LED-gimmikk í pallanotkun sem skýrir algjörlega hvers vegna Aisel er röðuð fyrst á svið.

iceland1Ísland: Vel gert að losa sviðið við hljómsveitina og Molitva-uppsetningin á bakröddunum (þétt fyrir aftan Ara í hálfhring) kemur virkilega vel út! Bravó – hann negldi þetta að sjálfsögðu, drengurinn!

Tékkland: Mikolas mætir hress með bakpokann sinn sem er orðið einkennismerki hans og breakdansara. Einkenni úr videoinu eru til staðar sem gætu hjálpað til. Eftir æfingu kom í ljós að í heljarstökkinu sínu lenti Mikolas illa og fann mikið til í baki. Hann ku enn vera undir eftirliti lækna en stefnir á að massa næstu æfingu, sitjandi eða standandi 🙂

Ísrael: Heildarmyndin á sviðinu er með sama yfirbragði og myndbandið við lagið, en

asísk áhrif augljós, og dansararnir eru þeir sömu, húrra! Bakraddir heyrast ekki mikið en klippurnar eru stuttar að vísu. Vonandi verður lagt meira upp úr þröngum skotum á Nettu sjálfa en víðum skotum.

Búlgaría: Mjög sterkur flutningur, dökkur fílingur og spennandi en ekkert svakalega mikið að gerast á sviðinu. Bíðum eftir næstu æfingu.

alekseev-first-rehearsal-eurovision-2018-320x240

Hvíta-Rússland:  Mjög stór framsetning á laginu sem þurfti akkúrat á slíkum stuðningi að halda, rósir og dansari – flutningur fremur slappur hjá greyinu honum Alekseev en sjáum til með næstu æfingu.


fyr-macedonia-eye-cue-first-rehearsal-eurovision-2018-800x533

Makedónía: Make-dónar prófa sig áfram með búninga og við getum ekki betur séð en það hafi gleymst að pakka neðri hluta á Mariju greyið.

Austurríki: Cesar skilar sínu fullkomnlega en bakraddir eru ekki sýnilegar (a.m.k. í þeirri klippu sem birt var), hljóma rosa vel samt. Mikið power og verður mjög flott!

Finnland: Saara skilaði flottum flutningi á sviði með demantshásæti og þokkafulla dansara í hermannagöllum. Geggjuð heildarmynd og það verður gaman að sjá næstu æfingu!

Armenía: Kúl þrívíð sviðsetning og flutningurinn solid – Armenía verður eftirminnileg á sviði!

Kýpur: Miklar hársveiflur hjá Eleni en merkilega góður flutningur, hún hefur þind á við Beyonce, svei mér þá!

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s