Hugleiðingar um fyrstu æfingar – Dagur 1 og 2

Allt í gangi í Altice Arena í Lissabon og við sitjum límdar við tölvurnar yfir öllum myndabútunum. Alltaf gaman að sjá hvernig sviðsmyndin púslast saman á æfingum – og takið eftir skemmtilegri brú á sviðinu í ár sem er eitt af einkennum Lissabon-borgar, og margir keppendur nýta sér á skemmtilegan hátt.

Það styttist í að við förum sjálfar að taka okkur til og fljúga á vit Júró-búbblunnar. Þangað til pælum við í þessum hápunktum fyrstu æfinga:

Aserbaídsjan: Smá LED-gimmikk í pallanotkun sem skýrir algjörlega hvers vegna Aisel er röðuð fyrst á svið.

iceland1Ísland: Vel gert að losa sviðið við hljómsveitina og Molitva-uppsetningin á bakröddunum (þétt fyrir aftan Ara í hálfhring) kemur virkilega vel út! Bravó – hann negldi þetta að sjálfsögðu, drengurinn!

Tékkland: Mikolas mætir hress með bakpokann sinn sem er orðið einkennismerki hans og breakdansara. Einkenni úr videoinu eru til staðar sem gætu hjálpað til. Eftir æfingu kom í ljós að í heljarstökkinu sínu lenti Mikolas illa og fann mikið til í baki. Hann ku enn vera undir eftirliti lækna en stefnir á að massa næstu æfingu, sitjandi eða standandi 🙂

Ísrael: Heildarmyndin á sviðinu er með sama yfirbragði og myndbandið við lagið, en

asísk áhrif augljós, og dansararnir eru þeir sömu, húrra! Bakraddir heyrast ekki mikið en klippurnar eru stuttar að vísu. Vonandi verður lagt meira upp úr þröngum skotum á Nettu sjálfa en víðum skotum.

Búlgaría: Mjög sterkur flutningur, dökkur fílingur og spennandi en ekkert svakalega mikið að gerast á sviðinu. Bíðum eftir næstu æfingu.

alekseev-first-rehearsal-eurovision-2018-320x240

Hvíta-Rússland:  Mjög stór framsetning á laginu sem þurfti akkúrat á slíkum stuðningi að halda, rósir og dansari – flutningur fremur slappur hjá greyinu honum Alekseev en sjáum til með næstu æfingu.


fyr-macedonia-eye-cue-first-rehearsal-eurovision-2018-800x533

Makedónía: Make-dónar prófa sig áfram með búninga og við getum ekki betur séð en það hafi gleymst að pakka neðri hluta á Mariju greyið.

Austurríki: Cesar skilar sínu fullkomnlega en bakraddir eru ekki sýnilegar (a.m.k. í þeirri klippu sem birt var), hljóma rosa vel samt. Mikið power og verður mjög flott!

Finnland: Saara skilaði flottum flutningi á sviði með demantshásæti og þokkafulla dansara í hermannagöllum. Geggjuð heildarmynd og það verður gaman að sjá næstu æfingu!

Armenía: Kúl þrívíð sviðsetning og flutningurinn solid – Armenía verður eftirminnileg á sviði!

Kýpur: Miklar hársveiflur hjá Eleni en merkilega góður flutningur, hún hefur þind á við Beyonce, svei mér þá!

 

 

Yfirferð laga 2018 – 3. hluti

Ekki seinna vænna að drífa síðustu yfirferðina okkar af nú þegar fyrsti æfingadagur í Lissabon er hafinn. Við skoðum stöðuna á æfingum eftir því sem þeim vindur fram – en hér er okkar yfirferð á lögum stóru þjóðanna 5 og Portúgal sem verða í úrslitum (HÉR er heildaryfirferðin í fullum gæðum):

002003004005006007

Veðbankatjekk – 15 dagar!

Veðbanka-spár copy

Nú eru 15 dagar í fyrsta undankvöld Júróvisjón í Lissabon og innan skamms hefjast æfingar á sviðinu í Altice Arena. Keppendur hafa margir hverjir tekið góða rispu í kynningarpartíum út um allar koppagrundir – þ.m.t. Ari okkar, og þess vegna væri gaman að taka stöðuna núna fyrir æfingar og sjá hvernig veðbankarnir spá efstu sætunum og hvar Ísland er í dag:

Veðbanki Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Nr. 5
Oddschecker.com Ísrael Búlgaría Tékkland Ástralía Eistland
Paddypower.com Ísrael Búlgaría Tékkland Eistland Frakk-land
Nicerodds.co.uk Ísrael Búlgaría Tékkland Ástralía Eistland
William Hill Ísrael Búlgaría Ástralía Tékkland Eistland
OGAE Big Poll Ísrael Frakkland Finnland Ástralía Tékk-land

Hér hefur ekki mikið gerst og Netta situr enn örugg á toppi allra veðbankanna (rétt eins og Francesco gerði í fyrra á sama tíma). Búlgararnir og Mikolas tékkneski sækja í sig veðrið eftir góðan læf flutning á kynningarviðburðum og Frakkland er aðeins farið að kíkja inn á almennu veðbankanna – en situr öruggt í 2. sæti í aðdáendakosningu OGAE.

Hvað er annars að frétta af stöðu Ara á listunum?

Veðbanki Ísland
Oddschecker.com 42. sæti
Paddypower.com 41. sæti
William Hill 38. sæti
Nicerodds.co.uk 40. sæti
OGAE Big Poll 34. sæti

Einu breytingarnar hér eru betri kosning meðal aðdáendaklúbbanna en almennt í veðbönkunum. Við höfum nú alveg séð svona þróun áður; þarf ekki að vera alslæm (sérstaklega því að æfingar eru ekki hafnar) en er heldur ekkert frábær! Nú verður spennandi að sjá fyrstu æfingar og hvernig veðbankastaðan getur tekið stórum breytingum.

Þemu ársins 2018 – öll súpan!

Í ár höfum við reyndar verið í standandi vandræðum því að sjaldan í sögu keppninnar hefur ægt saman fleiri tónlistarstílum, ólíkum samsetningum laga og flytjenda. Þetta getur verið hrikalega gott fyrir þennan uppáhaldsvettvang okkar fyrir tónlistarstrauma, en þetta getur einnig snúist upp í andhverfu sína – þú getur í raun fundið allt mögulegt í ár sem þýðir að það er ómögulegt að finna neina afgerandi línu; hvað þá þemu ársins!!

Við förum nákvæmlega yfir hvaða lög falla í neðangreind þemu í lagaumfjölluninni okkar sem við erum að taka saman og birtum innan tíðar, fyrsta hluta um helgina!

2017-02-22-PCChickenSoup-13Við gerum þó hér með heiðarlega tilraun að greina alla lagasúpuna; settum á okkur svuntur og skelltum okkur í gúmmíhanskana og hrærðum vel upp í risastóra 43 laga pottinum. Sumt var farið að brenna aðeins við í botninum og annað flaut ofan á, eins og gengur. Vissulega blandast innihaldsefnin misvel saman og sumt bragðast hreint ljómandi vel saman á meðan við rekumst auðvitað á einstaka sardínu eða þistilhjarta sem ætti að öllu jöfnu alls ekki heima í þess konar súpupotti…

… ertu ekki örugglega að kveikja á að við erum ennþá að tala um Júróframlögin í ár???

En þá að þemum 2018:

1. Þjóðtungur

Það hefði þurft heyrnarlausan hellisbúa til að hafa ekki hugsun á því að eitt trendið í ár hlyti að verða að syngja á þjóðtungu – eftir frækilegan sigur portúgölskunnar í fyrra – obrigado! Auðvitað eru alltaf einhverjir sem velja að syngja á portúgölsku, nei við meinum þjóðtungunni, en það er afskaplega áberandi í ár. Sem dæmi veðja öll stóru fimm löndin, að Þýskalandi undanskildu, á þjóðtungurnar. Miðjarðarhafslöndin mörg eru á því að þjóðtungan sé málið á meðan ekkert hinna skandinavísku landa sendir framlag á þjóðtungu.

2. Etnísk áhrif

Þetta er vissulega trend sem er ár frá ári misáberandi, en í ár finnst okkur margir veðja frekar á lókal etnísk trend af sínu menningarsvæði frekar en alþjóðlega tískustrauma í tónlist (þó að vissulega sé alveg nóg af slíku, nefnum engin sænsk nöfn!) Hér heyrum við t.d. armensk, grísk og moldóvísk áhrif, balkanballöðublætið fær góða útrás og ítölsk óperuhefð fær liðsinni úr óvæntri átt. Annars mætti stundum halda að etník sé eitt box sem þarf að tikka í fyrir Júróvisjón – margir freista þess en fáum tekst fullkomnlega upp.

3. Valdefling

Uppáhalds trendið okkar í ár, hvort sem það er #metoo-byltingunni að þakka eða öðrum byltingum – og auðvitað er Netta hin feminíska og ísraelska þar fremst í flokki með baráttusöng sinn fyrir innri styrk kvenna! Fleiri framlög eru enn fremur í þeim sama dúr, hvort sem þau fjalla um að takast á við erfiðleika/fárviðri í lífinu eða bara í sálinni. Það geta verið utanaðkomandi öfl sem hafa áhrif, söknuður eftir ástvinum eða bara að vinna bug á því sem dregur mann niður, innri djöflum. Öll fjalla þessi framlög um að treysta á sjálfa/n sig og láta engan segja sér hvað sé rétt og rangt. Áfram alls konar!!

4. Skelfing eða Snilld®

Þetta er sannarlega orðið eitt af okkar helstu einkennismerkjum, aðrir gætu skilgreint fyrirbærið sem Makedóníuheilkennið. Við kjósum að grípa inn í á afar þýðingarmiklum punkti og spyrja okkur sjálfar: Hvoru megin við geðveikina fellur þetta framlag? Er þetta gott í sjálfu sér og verður þá sturlað gott með viðeigandi sviðsetningu? Eða er þetta drasl og sviðssetningin afhjúpar það á afdrifaríkan hátt? Í þennan hóp framlaga geta fallið t.d. lög sem ekki hafa gert upp við sig hvaða tónlistarstíl þau vilja fylgja (eigum við að segja Makedónía í ár?), lög sem ekki er á hreinu hvort eru grín eða ekki (einkahúmor kannski) og fleiri. Og í ár er alveg af nógu að taka, skulum við segja ykkur!

1_102c971af2C_kjwEEXUAIxFip

 

 

Veðbankatjekk – 24 dagar í Júró!

Veðbanka-spár copy

Samtvinnað við Júróvisjón, eins og ristað brauð og kakómalt, eru veðbankaspár og líkindareikningar. Nú þegar rétt tæpur mánuður er til lokakeppninnar, langar okkur að fara að mónitora veðbankana vel, eins og undanfarin ár.

Eins og sést hér að neðan eru línurnar strax mjög skýrar:

Veðbanki Nr. 1 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 4 Nr. 5
Oddschecker.com Ísrael Búlgaría Tékkland Eistland Ástralía
Paddypower.com Ísrael Búlgaría Tékkland Eistland Ástralía
Nicerodds.co.uk Ísrael Búlgaría Eistland Tékkland Ástralía
William Hill Ísrael Svíþjóð Búlgaría Eistland Ástralía
OGAE Big Poll Ísrael Frakkland Finnland Tékkland Ástralía

Hin ísraelska og femíniska díva, Netta Barzilai, trónir á toppi allra veðbankanna rétt eins og Francesco Gabbani og górillan gerðu í fyrra á svipuðum tíma og við munum vel. Á hæla hennar fylgir búlgarska sveitin Equinox, en aðdáendanetið OGAE hefur trú á franska framlaginu frá Madame Monsieur með lagið Mercy. Spár fyrir þriðja og fjórða sætið falla í skaut Tékklands og Eistlands sem eru æði ólík þegar fimmta sætið er helgað Ástralíu með Jessicu Mauboy.  Ef við lítum til spánna í fyrra var lagið sem endaði á að vinna, Amar Pelos Dois, vissulega inni á topp 5 en ekkert sem benti frekar til þess að hlutirnir færu eins og þeir enduðu…

Ísland hefur undanfarin ár ekki skilað neinum frábærum niðurstöðum í veðbönkunum en við hljótum að vera nærri botninum í ár! Bæði Svölu og Grétu Salóme var mun fyrr spáð í kringum 20. sætið og áfram upp úr undanúrslitunum en spárnar eru ekki okkur hliðhollar eins og stendur:

Veðbanki Ísland
Oddschecker.com 42. sæti
Paddypower.com 41. sæti
William Hill 40. sæti
Nicerodds.co.uk 40. sæti
OGAE Big Poll 0 stig

Nú skulum við sjá hvernig veðbankaspárnar munu breytast fram að keppninni því að þær munu alveg ábyggilega gera það!