Portúgal sigurvegari Júró 2017!

4a545333f5c089c287926abeb132f4e6

Nú er ljóst að Salvador Sobral hefur sigrað í Júróvisjón-keppninni 2017! Vúbbvúbb!

Portúgalir höfðu því erindi sem erfiði í 49. sinn sem þeir taka þátt í keppninni, en fyrsta framlag þeirra var Oração árið 1964. Því miður var frumraun þeirra ekki vel tekið og hafnaði António Calvário í síðasta sæti það árið:

Alls hafa verið fimm ár í Júróvisjón-sögunni sem Portúgal hefur ekki verið með: Árin 1970, 2000, 2002, 2013 og í fyrra 2016 – þvílík endurkoma í ár!

Besti árangur Portúgala í keppninni hingað til hefur verið 6. sætið en því náðu þeir árið 1996 með lagið O meu coração não tem cor þar sem hin heillandi Lúcia Moniz (sem við munum öll eftir úr Love Actually!) söng sig nánast inn í hjörtu Evrópubúa með fadó-stuðlagi. Hins vegar hefur Portúgal þrisvar lent í síðasta sæti; 1964, 1974 og 1997.

Frá upphafi hefur stefna Portúgala verið skýr; framlagið skal vera sungið á frummálinu. Í nokkur skipti (2003, 2005, 2006 og 2007) hefur ensku og jafnvel öðrum tungumálum verið blandað með í textanum en hin framlögin hafa verið á portúgölsku. Portúgal hefur jafnframt verið legið á hálsi að vera gamaldags og hallærislegt í gegnum tíðina, ekki viljað breyta út af vananum að syngja á eigin tungumáli og eigin söngvahefð, sem oftar en ekki miðaðist út frá fadó og öðrum tónlistarhefðum.

Jæja, ekki lengur – þetta hafðist hjá þeim! Og við gætum ekki verið ánægðari með það!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s