Gengi Íslands: Skipta kynningarviðburðirnir fyrir keppni máli?

Eftir að ljóst var að við Íslendingar sætum eftir þegar valið var inn í lokakeppnina 2017 á þriðjudagskvöldið, fóru eins og venjulega ýmsar raddir á kreik sem reyna að skýra út hvers vegna það gerist. Við vitum alveg að performansinn var af heimsklassa, atriðið var þaulskipulagt og lagið var grípandi (hlaut yfirgnæfandi kosningu hér heima og einnig meðal hinna alþjóðlegu dómnefnda sem tóku þátt í Söngvakeppninni). Það eru þó alltaf einhverjar skýringar sem spekingar hafa á takteinum.

Ein af þeim sem glymur um þessar mundir er að kynningin á íslenska framlaginu í ár hafi ekki verið nægileg. Svala tók ekki þátt í hinum fjölmörgu aðdáendaviðburðum sem áttu sér stað í ár; þeir stærstu eru tíundaðir hér fyrir neðan. Hennar kynningarstarf miðaðist að mestu við samfélagsmiðlana, eins og hjá svo mörgum.

Skoðum þetta aðeins.

Íslenskir keppendur í Júróvisjón hafa sumir hverjir tekið þátt í aðdáendatengdum kynningarviðburðum fyrir keppnina en það er mjög mismunandi milli ára. Hera Björk (2010) og Eyþór Ingi (2013) fóru ekki á sérstaka viðburði. Bæði komust þau þó áfram í úrslitin. Einnig má nefna að bæði María Ólafs og Greta Salóme tóku þátt í kynningarviðburðum; María í Rússlandi (2015) og Greta Salóme (2016) í London. Þær komust þó hvorugar áfram úr undanriðlunum.

Hvernig lítur þetta út fyrir aðra keppendur í ár? Eru fleiri í Svölu sporum; mættu ekki á þessa stærstu (og dýrustu) aðdáendakynningarviðburði og sátu svo eftir með sárt ennið eftir undankvöldin?

Stærstu viðburðirnir í ár voru í Amsterdam, Tel Aviv og London.

19484

Eurovision in Concert 2017 (Amsterdam 8. apríl): Kýpur, Holland, Ítalía, Ungverjaland, Aserbaídsjan, Svartfjallaland, Búlgaría, Ísrael, Albanía, Armenía, Makedónía, Serbía, Danmörk, Rúmenía, Sviss, Þýskaland, Hvíta-Rússland, Írland, Moldóva, Spánn, Noregur, Georgía, San Marínó, Pólland, Austurríki, Litháen, Finnland, Malta, Svíþjóð, Slóvenía, UK og Tékkland.

Af þeim 32 þjóðum sem tóku þátt í Amsterdam:

4 af stóru þjóðunum sem eru öruggar í úrslit.
12 þjóðir komust ekki áfram í úrslit.
16 þjóðir komust áfram í úrslit.

download

Eurovision party 2017 (London 2. apríl): Ítalía, Búlgaría, Svartfjallaland, Frakkland, Makedónía, Belgía, Rúmenía, Austurríki, Svíþjóð, Úkraína, Þýskaland, UK, Spánn, Slóvenía, Malta, Lettland, Danmörk og Finnland.

Af þeim 18 þjóðum sem tóku þátt í London:

Allar stóru þjóðirnar sem eru öruggar í úrslit sem og Úkraína
6 þjóðir komust ekki áfram í úrslit.
6 þjóðir komust áfram í úrslit.

Israel-calling-2017

Israel Calling 2017 (Tel Aviv 5. apríl): Ísrael, Frakkland, Armenía, Írland, Makedónía, Serbía, Svartfjallaland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Danmörk, Litháen, Lettland, Belgía, Austurríki, Spánn, Noregur, Þýskaland, Finnland, Hvíta-Rússland, Slóvenía, Georgía, Sviss, Moldóva, San Marínó, Búlgaría og Tékkland.

Hér verður að benda á að Svala sendi vidjóskilaboð til aðdáenda í Tel Aviv, auk hinnar grísku Demy og Ástralans Isaiah. Þetta er stjörnumerkt í neðstu töflunni hér fyrir neðan.

Af þeim 28 þjóðum sem tóku þátt í Tel Aviv:

3 af stóru þjóðunum sem eru öruggar í úrslit.
11 þjóðir komust ekki áfram í úrslit.
13 þjóðir komust áfram í úrslit.

Hér brjótum við þetta frekar niður:

Alls undankeppnaþjóðir sem tóku þátt í einum eða fleiri viðburðum  30 þjóðir
Þar af komust áfram 20 þjóðir
Þar af komust ekki áfram 14 þjóðir

Áhugavert að sjá að meiri líkur voru á því að þær þjóðir sem kepptu í undankeppnunum kæmust áfram en ekki ef þær tóku þátt í viðburðum, ef marka má töfluna sem er hér allra neðst.

Það voru alls sex þjóðir sem ekki tóku þátt í viðburðunum sem hér eru til skoðunar. Það voru Eistland, Ísland, Grikkland, Ástralía, Portúgal og Króatía. Af þeim sátu einungis Eistland og Ísland eftir sem höfðu ekki tekið þátt í neinum viðburðum.

Alls undankeppnaþjóðir sem tóku EKKI þátt í viðburðum 6 þjóðir
Þar af komust áfram 4 þjóðir
Þar af komust ekki áfram 2 þjóðir

Hvað segir þetta okkur? Nánast bara að það er enn mjög erfitt að segja til með hvort Svölu hefði gengið betur ef hún hefði tekið þátt í þessum kynningarviðburðum – kannski, en kannski ekki!

—-

LAND VIÐBURÐIR ÚRSLIT
Albanía 1 0
Armenía 2 X
Aserbaídsjan 1 X
Austurríki 3 X
Ástralía* 0 X
Belgía 2 X
Bretland 2 X
Búlgaría 3 X
Danmörk 3 X
Eistland 0 0
Finnland 3 0
Frakkland 3 X
Georgía 2 0
Grikkland* 0 X
Holland 1 X
Hvíta-Rússland 2 X
Írland 2 0
Ísland* 0 0
Ísrael 2 X
Ítalía 2 X
Lettland 2 0
Litháen 2 0
Króatía 0 X
Kýpur 1 X
Makedónía 3 0
Malta 2 0
Moldóva 2 X
Noregur 2 X
Pólland 2 X
Portúgal 0 X
Rúmenía 3 X
San Marínó 2 0
Serbía 2 0
Slóvenía 3 0
Spánn 3 X
Sviss 2 0
Svíþjóð 3 X
Svartfjallaland 3 0
Tékkland 2 0
Ungverjaland 1 X
Úkraína 1 X
Þýskaland 3 X
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s