Dagbók Flosa: Júró-Flosi spáir í seinni undanriðli

Flosi með vín í Vín

Flosi heldur áfram að skemmta sér í Júrólandi og gerir ýmislegt fleira en bara að fylgjast með stóra sviðinu. Hér að neðan er spá hans fyrir kvöldið í kvöld:

Þá er maður búinn að jafna sig eftir þriðjudaginn og eins og Queen sagði „Show must go on“. Ég er ekkert smá stoltur af okkar framlagi og ekkert sem hún gat gert í þessu. Við skulum sleppa neikvæðisröddum og njóta restinnar af keppninni og þess sem hún hefur upp á að bjóða.

Í gær fór ég í stórskemmtilega ferð til Chernobyl með nokkrum Íslendingum. Þessi ferð er ein af þessum augnablikum sem maður gleymir aldrei. Ég læt nokkrar myndir fylgja því að það lýsir betur hversu orðlaus ég var í þessari ferð.

En það er komið að því:

Mín 10 lönd sem fara áfram:

Austurríki: Hann er búinn að sjarma alla upp úr skónum hérna í Kænugarði og atriðið er flott á sviði. Væri alveg til í að eiga kvöldstund undir tunglinu hans með glas af rósavíni og hann syngjandi til mín.

Rúmenía: Þetta hefur bara vaxið í áliti hjá mér eftir að ég kom út. Þetta er það fáránlegt að ég elska þetta svo mikið. Það gæti unnið kvöldið en verður pottþétt í topp 3 í kvöld.

Holland: Þetta er orðið mitt uppáhalds á þessu undankvöldi og er komið í topp 5 hjá mér. Þær eru búnar að negla hvert einasta rennsli og ég fæ gæsahúð í hvert sinn. Svarti hesturinn í kvöld.

Ungverjaland: Þetta er ekki lag sem ég held mikið upp á en hann er held ég að fara áfram því að það er öðruvísi. Ég fýla reyndar sígaunahlutann en svo fer hann alveg með það þegar hann rappar.

Danmörk: Ekki lag sem ég fíla en þetta er eini söngvarinn sem getur stöðvað Svölu frá því að vera besti söngvarinn í ár. Þvílíkt sem hún neglir lagið og hún á eftir að fljúga áfram.

Króatía: Þetta atriði er rosalegt og fer áfram á því hversu furðulegt það er því að hann er líka frábær söngvari.

Noregur: Flott lag og fer áfram. Mjög flott á sviði.

Búlgaría: Þetta er eina lagið sem getur stoppað Ítalann frá sigri að ég held og eins og er. Hann er bara 17 ára og er þvílíkt flottur.

Eistland: Mitt „guilty pleasure“ í ár. Þetta lag gæti dottið út en ég vona að það fari áfram.

Ísrael: Þegar maður horfir á hvaða lög komust áfram á þriðjudaginn þá fer þetta áfram þó að hann geti ekki sungið og atriðið ekkert spes. Þetta er hresst og skemmtilegt lag og hann endar „showið“.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s