Spá AUJ fyrir fyrri undankeppnina!

alltum2

Gleðilegan keppnisdag! Í kvöld hefst keppnin fyrir alvöru þegar fyrri undanriðillinn fer í loftið. Svala okkar keppir í kvöld og eftir búningaæfingu og dómararennsli í gær er hún meira en tilbúin í slaginn. Keppnin í kvöld verður hörð og margir sem eiga möguleika á að komast áfram.

Við erum ekki alveg sammála um hverju við spáum áfram en erum sammála um að eftirfarandi átta þjóðir fari áfram í kvöld:

SVÍÞJÓÐ
ÁSTRALÍA
PORTÚGAL
FINNLAND
ARMENÍA
MOLDÓVA
ÍSLAND
ALBANÍA

Eyrún spáir því að til viðbótar fari GRIKKLAND og ASERBAÍDSJAN áfram og Hildur BELGÍA og KÝPUR fari áfram.

Í svo jöfnum undanriðli var erfitt að spá og teljum við að Svartfjallaland gæti blandað sér í baráttuna um sætið í úrslitunum. Með því erum við samtals með 13 framlög af þeim 18 sem keppa í kvöld á lista yfir þau sem eiga möguleika á að komast áfram. Þá teljum við að ballöðudrottningarnar frá Georgíu, Póllandi og Tékklandi munu lúta í lægra haldi fyrir fyrir frábærum ballöðum Finna og Ástrala. Loks teljum við að þrátt fyrir yfirgnæfandi tölfræði um að lögin sem eru seinust á svið komist áfram teljum við að Slóvenía og Lettland sitji eftir í kvöld – þetta þykja okkur ekki merkileg lög og spennandi að sjá hvort þessi kenning stendur!

"Júróvísurnar"

Eyrún Ellý Valsdóttir & Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s