Hvað varð um Olíu Tíru?

olia tira

Núna, þegar Sunstroke Project snýr aftur í Júró, vakti það strax athygli okkar að þeir ákváðu að vera bara þrír saman og skildu Olíu Tíru eftir heima. Fyrir þá sem ekki muna þá var söngkona Olia Tira þeim til halds og trausts árið 2010. Lagið sem þau fluttu saman heitir Run Away og lentu í 22. sæti. Þrátt fyrir slakt gengi vita flestir hver þeir eru, ekki síst vegna saxafónsleikara þeirra, Sergey Stepanov, sem er betur þekktur sem Epic Sax Guy.

En hvað varð um Olíu Tíru? Við fórum af stað á internetið og komumst að því hvað hún hefur verið að bralla síðustu árin.

Olia Tira varð alls ekki fyrst fræg þegar hún tók þátt í Júróvisjon árið 2010. Hún hóf ferilinn ung en aðeins 13 ára gömul varð hún í öðru sæti í söngkeppni í heimalandinu. Í framhaldi af því hóf hún samstarf við upptökustjórann Sergei Orlov sem hún starfar enn með í dag. Olia gaf út sína fyrstu plötu árið 2006 og hét hún Your place or mine. Með titillagi plötunnar keppti hún í undankeppni Júróvisjon í Moldóvu og lenti í 3. sæti. Þetta var þó ekki eina skiptið sem hún reyndi að komast í Júróvisjon áður en draumurinn varð að veruleika 2010. Árið 2008 varð hún í 2. sæti með lagið Always will be. Enn reyndi hún árið 2009 og lenti þá í 4. sæti með lagið Unicul MeuEins og við vitum sigraði hún í samstarfi við Sunstroke Project árið 2010.

Þrátt fyrir að hafa ekki gefið mikið út hefur Olia verið iðin við kolann. Hún hélt áfram samstarfi við Sunstroke Project og árið 2012 kepptu þau saman í undankeppni Júróvisjon með lagið Superman en lutu í lægra haldi fyrir Pasha Parfeny og laginu hans Lautar. Enn snéri hún aftur í undankeppnina árið 2014, þá undir nafninu Flux Light, og hefur hún komið fram undir því nafni síðan þá. Henni til halds og trausts í því verkefni er upptökustjórinn Alexandre Noctua. Lagið sem þau kepptu með árið 2014 kallast Never stop no og enduðu þau í 6. sæti.  Þá kom hún fram í myndbandi eins af lögum Pasha Parfeny en það lag  fjallar um unnustu Pasha og vakti það því athygli að Olia skyldi leika í því myndbandi og koma fram nakin í baði fullu af eplum!

Að tónlistinni undanskilinni eru góðgerðarmál Oliu ofarlega í huga. Hún er góðgerðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna. Í þeirri stöðu hefur hún m.a. talað fyrir bættum hag HIV-smitaðra kvenna. Þá tók hún árið 2014 þátt í sjónvarpssöfnun þar sem einni milljón evra var safnað fyrir endurbótum á fæðingardeild Mothers and Children Institute í Moldóvu. Auk góðgerðarmálanna eiga teikningar hug Oliu allan en hún teiknar sjálfsmyndir af sér – eftir ljósmyndasjálfum! Talandi um að taka sjálfur á næsta level! Því miður fundust engar myndir af teikningum hennar á internetinu.

En þótt Olia sé ekki á sviðinu með félögum sínum í Sunstroke Project hér í Kænugarði, þá lætur hún sig ekki vanta í fjörið. Í partýi sem moldóvska sendinefndin hélt fyrir helgi var Olia mætt og tók á móti gestum í glæsilegum kjól! Og auðvitað skellti hún í eina (hefðbundna en ekki teiknaða) sjálfu með Svölu!

Olia tira og Svala

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s