Þemun í ár: Sungið á frummálinu og jóðl!

Allt frá því að reglunni um að allir yrðu að syngja á sínu eigin tungumáli var breytt í lok 20. aldar hafa æ fleiri þjóðir ákveðið að syngja á ensku. Eins og við vitum er það þó alltaf nokkrir sem velja að syngja á sínu eigin máli. Skemmst er að minnast þess þegar við Íslendingar sungum síðast á íslensku árið 2013 þegar Eyþór Ingi heillaði marga aðdáendur með laginu Ég á líf. Lagið komst í úrslit en endaði 17. sæti sem er fjórði besti árangur okkar frá því að við komumst fyrst í úrslit eftir að undanriðlarnnir komu til sögunnar. Fyrir utan Jóhönnu okkar Guðrúnu eru það eingöngu Pollapönkararnir og Eurobandið sem hafa gert betur.

Ítalska, portúgalska og  franska
En aftur að keppninni í ár. Það eru kannski endilega svo margar þjóðir sem syngja á frummálinu í heildina en það eru fjórir flytjendur (Portúgal, Ítalía, Hvíta-Rússland og Ungverjaland) sem syngja eingöngu á frummálinu auk þess sem hin franska Alma syngur bæði á frönsku og ensku. Það vekur hins vegar athygli að tveimur þessara laga er spáð í topp 5 og í raun fátt sem getur komið í veg fyrir að Ítalía vinni í ár.

Fari það svo að Ítalía sigri í ár verður það í fyrsta skipti frá árinu 2007 sem vinningslagið er að öllu leyti á öðru tungumáli en ensku. En eins og við munum öll heillaði Marija Serifovic Evrópu með ballöðunni sinni Molitva. Er það í raun eina skiptið sem lag, sungið eingöngu á frummálinu, vinnur Júróvisjon frá því að tungumálareglunni var breytt árið 1999. Auðvitað söng Jamala hluta úr sínu lagi á krímtatarísku en lagið var að mestu á ensku.

italia - aefing 2 - andreas putting

Mynd: Andres Putting

Hvít-rússneska og ungverska
Portúgölsku, ítölsku og frönsku höfum við margoft heyrt í Júróvisjon. Í ár heyrum við hins vegar í fyrsta skipti hvít-rússnesku og ungverskan hefur ekki heyrt oft heldur. Hvít-rússneska er slavneskt mál, skylt bæði rússnesku og úkraínsku og er auk rússnesku opinbert tungumál í Hvíta-Rússlandi. Aukin áhersla hefur verið á hvít-rússnesku þar í landi eftir að þeir öðluðust sjálfstæði frá Rússum við fall Sovétríkjanna og margir Hvít-Rússar stoltir af tungumálinu. Naviband eru einnig stolt af því að syngja í fyrsta sinn á hvít-rússnesku, enda fagnar hvít-rússneska þjóðin 800 ára afmæli sínu í ár.

Frá því að tungumálareglunni var breytt hefur ungverska heyrst tvisvar sinnum í Júróvisjón. Árið 2005 söng Nox lagið Forogj Világ sem lenti í 5. sæti. Næst heyrðist ungverska árið 2013 þegar ByeAlex söng lagið sitt Kedvesem sem lenti í 10. sæti. Að syngja á unversku hefur því fleytt Ungverjum vel áfram.

 

belarusian

wikipedia.org

Jóðlið
Það er ekki hægt að fjalla um tungumál í Júrovisjon án þess að tala um jóðlið í ár. Rúmenar bjóða okkur upp á hágæða jóðl sem hljómar eins og beint úr fjöllunum, hvort sem þau eru rúmensk, norsk eða austurrísk!

Það mætti svo færa rök fyrir því að Ungverjar hafi líka hoppað á jóðlvagninn því inn á milli ungverskunnar raular Joci eitthvað sem minnir okkur óneitanlega á jóðl!

jodl

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s