Gamalt uppáhalds! – Verka Serduchka – Dancing Lasha Tumbai

1EEVEyrún skrifar: 

Þegar kemur að því að velja gamalt uppáhalds frá Úkraínu, er valið ekkert sérstaklega erfitt. Það hlýtur að vera Verka Serduchka sem keppti árið 2007, sem allir júróaðdáendur þekkja út og inn; jafnt dansinn sem bullutextann á ensku/þýsku/úkraínsku/rússnesku, glimmergallana með 69 (vísun í þið vitið hvað) á bakinu á Verku og 18 á bakinu á dönsurunum (vísun í númer lagsins á svið).

Aahh, þarna náði Júróvisjón mögulega að fullkomna sig í einni glimmerkúlu með stjörnu á toppnum 🙂

Því miður tapaði Verka fyrir Molitvu (ok, kannski ekki því miður…) með aðeins 33 stigum. Molitva sigraði með 268 stigum en Verka fylgdi fast á hæla hennar með 235 stig. Það er nú nokkuð sannfærandi annað sæti. En svona er það; sumir vinna keppnina, aðrir verða goðsagnir!

8_4f74912c1c719

Verka er hugarfóstur og alter-ego grínistans og popptónlistarmannsins Andriy Danylko og nú hefur Verka selt yfir 600.000 plötur í heimalandinu. Hún var þó ekki sköpuð fyrir Júróvisjón, heldur hefur verið í þróun frá árinu 1990 og sem Verka tróð Andriy upp á leiksýningum og uppistöndum víðsvegar í heimalandinu. Hún var síðan valin sem fulltrúi Úkraínu í Júróvisjón 2007 þrátt fyrir nokkur mótmæli heima fyrir og margir töldu hana of „gróteska og ógeðfellda“ fyrir sjónvarpið. En hún fór þó með sitt Lasha Tumbai og dansaði. Titillinn lagsins olli talsverðu fjaðrafoki því að hann hljómar dálítið eins og „Russian Goodbye“. Þegar Verka var spurð út í nafnið á laginu fullyrti hún að þetta væri mongólska og þýddi „þeyttur rjómi“. Það var seinna hrakið af Mongólum sem spurðir voru út í það í rússneska sjónvarpinu svo að enn um sinn verður þessi titill að teljast ráðgáta (eða bara algjört bull!).

Nú síðast árið 2015 má segja að Verka sé á barmi heimsfrægðar eftir að hafa komið fram í bandarísku bíómyndinni Spy með Melissu McCarthy í aðalhlutverki, en þar flytur hún einmitt snilldina sína frá 2007:

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s