Fyrsta æfing stóru þjóðanna og Úkraínu

Í gær æfðu stóru þjóðirnar fimm auk gestgjafanna frá Úkraínu og hafa þá allar þátttökuþjóðir æft að minnsta kosti einu sinni á stóra sviðinu. Við kíktum á myndbrotin og veltum okkur aðeins fyrir okkur hvernig æfingar stóru þjóðanna gengu.

Úkraína – Time


Heimamenn og gestgjafar æfðu fyrstir af þeim þjóðum sem eingöngu keppa í úrslitum. Kannski eins og við var að búast var sviðsetningin hefðbundin fyrir hljómsveit þar sem söngvarinn er í forgrunni og hinum raðað fallega fyrir aftan hann og til hliðar. Á myndbandinu virðast þeir örlítið falskir en þetta verður ábyggilega ljómandi gott en hefðbundið hjá þeim félögum í O.Torvald.

Ítalía – Occidentali’s Karma


Líklega er Francesco kóngur þessarar keppni þótt hún sé ekki hafin! Og hann var eins og kóngur á sviðinu á æfingu, lék við hvurn sinn fingur og virtist öruggur og líða vel á sviðinu. Dansinn er sjálfsögðu á sínum stað og auðvitað górillan líka. Í bakgrunn birtast m.a. górillur í mörgum litum sem einnig dansa. Bakraddirnar fjórar styðja Francesco vel en virðast þó aðeins eiga eftir að æfa dansinn góða betur!

Spánn – Do it for you lover


Manel Navarro mætti með brimbrettagengið sitt á sviðið, einn spilar á gítar, einn á bassa og einn á trommur. Allir eru þeir glæddir hawai-skyrtum og í bakgrunn er strandar- og brimbrettaþema. Manel sjálfur slær einnig gítarinn um stund og hefur skyrtuna fráhneppta. Hvort fráhneppta skyrtan á að lokka atkvæði gæti vel verið þar sem söngurinn virtist orkulaus – allavega svona á þessari fyrstu æfingu.

Þýskaland – Perfect Life


Eins og svo margir virðist Levina ætla vera með einfalda sviðsetningu. Tónarnir eru gráir og hvítir og Levina mætti á þessa æfingu í hvítum síðerma topp og skósíðu gráu pilsi. Raddlega hljómar lagið vel en það er bara spurning hvort þetta sé nægilega grípandi allt saman svo einhver taki upp símann og kjósi!

Bretland – Never give up on you


Geröfugt við þema keppninnar um hvíta búninga mætti Lucie í gylltum kjól á sína fyrstu æfingu og atriði var sveipað gylltum og svörtum ljóma. Lucie stendur með einhverskonar blævængsbakgrunn og syngur, ljómandi vel, en rétt eins og hjá þýsku stöllu sinni er óljóst hvort lagið sé nægilega sterkt til að fanga áhorfendur eða dómnefndir til að kjósa.

Frakkland – Requiem


Alma frá Frakklandi rak lestina í æfingum stóru þjóðanna. Lagið hennar hefur þótt gott, sérstaklega meðal aðdáenda og er hún t.d. í fjórða sæti í OGAE-kosningunni. Alma virtist hins vegar örlítið vandræðaleg á sinni fyrstu æfingu og hreyfingarnar á sviðinu (sem eru nú ekki miklar í þessu video-broti!) stífar og óeðlilegar. Í bakgrunn má sjá Effelturninn og París sem stundum hreyfast svo hratt að vert væri að gefa út viðvörun fyrir flogaveika.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s