Þemun í ár: Sjálfhverfar sviðssetningar

Fyrir þau ykkar sem viljið láta sem mest koma ykkur á óvart í næstu viku; HÆTTIÐ AÐ LESA! En þið hin, endilega tékkið á þessu 🙂

Nú hafa aðrar æfingar hafist og allir sem vilja hafa fengið smjörþefinn af því hvernig atriðin koma til með að líta út á sviðinu. Við birtum í gær okkar pælingar og fyrstu viðbrögð við nokkrum velvöldum atriðum og það er ekki úr vegi að spá aðeins betur í sviðssetningu. Þá sést strax að enn eitt þema keppninnar kemur í ljós; sjálfhverfar sviðssetningar!

Sjálfhverfar segjum við vegna þess að á skjánum fyrir aftan þó nokkra flytjendur eru flenni- (sko, FLENNI!) stórar myndir af þeim sjálfum. Þau eru að syngja eða dansa eða bara hreyfa sig, snúa sér fram og aftur – og smæsa (brosa með augunum a la Tyra Banks). Þetta myndefni er annaðhvort gert sérstaklega fyrir stóra sviðið eða unnið upp úr opinberum myndböndum laganna.

2017a

Þegar fyrstu æfingar hafa klárast teljum við a.m.k. níu sjálfhverfar sviðssetningar. Það eru Ástralía, Makedónía, Malta, Eistland, Króatía, Ísrael, Moldóva, Svartfjallaland og Tékkland. Þetta gæti átt við um fleiri lönd því að enn hefur ekki verið birt heil æfing hjá öllum þjóðum (það hófst í morgun með þeim sem flytja í fyrri undankeppninni).

Hvað veldur? Ætli allir hafi haldið að þetta væri eitthvað nýtt og sniðugt? Jú, vissulega kemur þetta mjög vel út, ekki síst fyrir áhorfendur í salnum og þýðir auðvitað að öll sæti (líka þau sem eru uppi í rjáfri) eru góð sæti. Sjónvarpspælingin virkar samt ekki eins mikið og ekki víst að allir noti þessar stóru myndir til að plana skot út frá – það fáum við bara að sjá á keppninni sjálfri. Það verður þó að segjast að þetta er harla ódýr sviðsetning… kannski nenntu Úkraínumenn ekki eins mikið að gera höfrunga og víkingaskip fyrir skjáina í ár?!

Annað er vert að nefna í sviðsetningum og mætti tala um þema í því efni. Afskaplega margar þjóðir hafa ákveðið að „tóna niður“ sviðsetninguna í ár og því birtast mjög margir listamenn okkur einir á sviðinu án stuðnings frá gimmikki eða dönsurum, jafnvel sýnilegum bakröddum.

Síðast þegar við töldum voru þetta alls 17 atriði sem eru með nánast tómt svið að flytjanda undanskildum; Pólland, Malta, Ástralía, Makedónía, Ísland, Belgía, Slóvenía, Svartfjallaland, Georgía, Finnland, Tékkland, Danmörk, Holland, Serbía, Eistland, Írland og BúlgaríaGlöggir lesendur sjá að einhverjar af þessum þjóðum eru að treysta á skjáina fyrir aftan sig með flennistóru myndunum og það er þeirra sviðssetning eingöngu. 

Svo rákumst við á þetta:

pizap.com14939063871902

Allar þessar skvísur á sviðinu nær aleinar og í hvítu!

Okkur finnst nú Svala rokka þetta úrval í sínu dressi hvað sem hver segir og erum ekki sammála því að hún hverfi inn í fjöldann – hér er 2. æfing hennar:

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s