Þemun í ár: Konur sem æpa!

Í ár stíga 27 söngkonur á Júróvisjon-sviðið. Þær eru misjafnar eins og þær eru margar en óvenju margar flytja í ár lög þar sem sungin eru fortissimo; jafnvel stundum forte fortissimo, á mjög háum, og oft á tíðum löngum, nótum. Söngurinn sem slíkur kann að fara misvel í eyru hlustenda og þykir okkur þetta oft á tíðum í ár jaðra við óp. Innblásturinn frá Jamölu frá í fyrra, sem söng jú millikaflann í 1944 með nokkrum kveinum (sem þó voru mjög meðvituð og tilheyrðu laginu), hefur sennilega sitt að segja og því sáum við konur sem æpa tjáningarfullt sáum við því sem eitt af þemum keppninnar í ár. Við kíktum á nokkrar þeirra og veltum því fyrir okkur hvaða skilaboðum þær væru að koma til okkar með þessum rammakveinum!

Listinn okkar yfir konurnar æpandi er mögulega ekki alveg tæmandi en röðin er frá minnstum ópum í mest!

Bretland
Við hefjum leik á Lucie frá Bretlandi. Þó að meira og minna allt lagið sé á háu nótunum þá er aðeins lágstemmdara yfir ópunum en hjá mörgum sem á eftir koma. Lucie gefur þó lítið eftir þegar laginu fer að ljúka og dansar í gegnum storminn með ástinni sinni.

San Marínó
Á hæla Lucie kemur vinkona okkar, Valentina. Hingað til hefur hún ekki verið þekkt fyrir óp og fyrir að vera mjög ágeng en í ár er breyting þar á. Þar sem Valentina er sterk söngkona fer hún þó nokkuð vel með þessar háu fortissimo-nótur og verða þær því ögn minna ágengar en hjá sumum síðri söngkonum. Þrátt fyrir það verður síendurtekna yfirlýsingin um kvöldandana svo þreytandi að konu líður helst til þannig að verið sé að æpa, bara með örlítið lágstemmdum hætti.

Armenía
Hin listræna Artsvik byrjar lágstemmt en í gegnum dularfullt lagið hækkar bæði röddin og tónarnir. Allt nær þetta hæstu hæðum þegar Artsvik reynir að sannfæra okkur aftur og aftur um að fljúga með sér hátt og gleyma því ekki að það er einmitt ástin sem flýgur með okkur svona hátt.

Rúmenía
Í laginu Yodel it jóðlar Ilinca af svo mikilli snilld að það er ekki annað hægt en að hlusta af athygli. Hún syngur lítið annað í laginu, fyrir utan millikaflann fyrir síðasta viðlagið. Þar skellir hún sér einmitt í gott fortissimo og hvetur okkur hástöfum við að koma og syngja með!

Albanía
Kona veit bara ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Lindita hefur upp raust sína. Úr þessum litla líkama kemur heldur betur stór rödd. Þótt hún byrji á lágstemmdari nótunum eru áhrifin af viðlaginu þvílík að ekki er hægt annað en að verða full sannfærð um að það eina rétta að berjast fyrir sé að sameinast í ástinni fyrir okkur öll.

Georgía
Skilaboð Tamöru er mjög skýr; hún biður okkur stöðugt í gegnum lagið að halda í trúna. Styrkur raddarinnar eykst smám saman í gegnum lagið og nær hágmarki undir lokin í síðasta viðlagiðnu þegar hún kallar ákaft á okkur hlustendur að halda ekki bara í trúna heldur á sama tíma muna að við erum ekki ein í heiminum og því best að haldast í hendur og standa saman. Sannarlega fallegur boðskapur sem spurning er þó hvort fari fyrir ofan garð og neðan í afar ágengum ópkenndum söngnum.

Danmörk
Hin ástralsk-danska Anja er sko í essinu sínu í laginu Where I am og kemst næst því að vera ópdrottning Alls um Júróvisjon í ár. Strax á fyrstu nótum grípa reyndar bakraddirnar okkur föstum tökum með hálf óskiljanlegu hrópi, sem við nánari skoðun kemur í ljós að er ákallið um að leggja niður vopnin sín! Anja syngur í raun svo bara eitt erindi áður en hefur sig upp á háu fortissimo þar sem hún sýnir ástinni sinni hvernig hún leggur niður vopn sín, bæði ástarboga Amors og eigin byssu.

Litháen
Toppnum er náð hjá Míu litlu frá Litháen og fær hún titilinn Ópdrottning Alls um Júróvisjon 2017. Það er ekki alveg frá fyrsta tóni sem hlustandinn er gripinn inn í áhrifarík ópin en þetta stigmagnast hratt og strax í fyrsta viðlagi æpir hún á okkur að byrja byltinguna og minnir okkur stöðugt á það næstu tvær mínúturnar á milli þess sem hin vinsælu en allt af því öfgakenndu „jejeje“ fylla upp í ágangi ópanna.

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s