Gamalt uppáhalds! – Tina Karol – Show me your love

HTF_6Hildur skrifar:
Það er komið að því að velja gamalt uppáhalds! Þar sem keppnin er í Kænugarði í ár ákvað ég að fjalla um eitt af uppáhaldslögunum mínum frá Úkraínu. Það var reyndar svolítið erfitt að velja bara eitt, enda all mörg skemmtileg lög komið frá Úkraínu á þessum 15 árum sem liðin eru síðan þeir hófu keppni í Júróvisjon. Ég var þó nokkuð fljót að komast niður á tvö lög, annars vegar Shady Lady sem Ani Lorak var í 2. sæti með árið 2008 og hins vegar Show me your love með Tinu Karol frá árinu 2006.

Eftir talsverða umhugsun valdi ég síðarnefnda lagið. Hvers vegna í ósköpunum kann einhver að velta fyrir sér, enda Shady Lady þvílík bomba! Í grunninn er Show me your love dálítið langt frá því að vera með bestu Júró-lögunum. Hins vegar er eitthvað magnað við framkomuna.

Í fyrsta lagi er engin bakrödd hvorki live né falin á teipi! Tina söng kröftuga lag því ein og óstudd meðan hún dansaði og lék sér á sviðinu! Í öðru lagi eru það

Stigvel Tinu Karol 2006

Stígvél Tinu Karol 2006

dansaranir. Klæddur í júróvisjonútgáfu af kósaka búning dansa þeir af áfergju og mikilli snilld. Sporin eru bæði þjóðleg en líka númtímalegur dans og allt saman bara heppnast þetta! Í þriðja lagi er það sú staðreynd að það er farið í snúsnú á sviðinu! Held að það hafi ekkert gerst, hvorki fyrr né síðar, á Júróvisjon sviðinu! Í fjórða lagi eru það stígvélin hennar Tinu – no more words needed! Í fimmta lagi eru það milli kaflanir tveir. Þar sýnir Tina hverslags rödd hún er með! Þrátt fyrir að nóturnar séu háar og hún syngi mjög sterkt er Tina samt sem áður alls engin kona sem æpir! Í sjötta lagi það uppbygging lagsins. Það líða ekki nema um 30 sekúntur frá því lagið byrjar og þar til við erum komin á fullt í grípandi viðlagið sem er endurtekið mörgum sinnum, raunar segir hún Show me your love 12 sinnum á þremur mínútum, geri aðrir betur!  Þrátt fyrir það verður lagið aldrei langdregið, hversu mikil snilld er það?! Í áttunda lagi er hún svo einn af höfundum lagsins en það telst til tíðinda að konur séu höfundar eða meðhöfundar júróvisjonlaga en nánar um það síðar!

Í heildina er því lagið, frammistaða Tinu og framsetning í heild svo ómótstæðileg að konu næstum undrar að Tina sigraði ekki bara!

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s