Fyrstu æfingar undanriðlanna

Fyrstu æfingum allra sem keppa í undanriðlunum tveimur lauk í dag. Brot af þessum æfingum voru birt á youtube-rás Eurovision Song Contest og ætlum við að glugga aðeins í þær æfingar sem okkur fannst áhugaverðastar.

Minnum svo á að á fases.is er að finna textalýsingu af öllum æfingum! Ekki láta það framhjá ykkur fara heldur.

Svíþjóð – I Can’t Go On


Það er náttúrlega ekki hægt að tala ekki um Robin Bengtsson og lagið hans I can’t go on!
Eins og Svíar eru vanir breyta þeir ekki miklu frá úrslitakvöldinu í Melodifestivalen. Robin og félagar eru enn á hlaupabrettunum og fregnir herma að hann byrji einnig baksviðs eins og í Melfest. Við erum sérlega hrifnar af stuttu síðbuxunum hans og skónum!

Belgía – City Lights


Hún Blanche okkar var nú ekkert að missa sig í hreyfingum eða dansi í þeirri klippu sem við fengum að sjá. Röddin er þó aðeins öruggari en hún hefur verið á pre-showunum og við krossleggjum fingur og vonum það allra besta fyrir Blanche og Belgíu enda í miklu uppáhaldi!

Finnland – Blackbird


Við vorum sérlega ánægðar að sjá æfingarbrot Norma John enda langar okkur að frændum okkar Finnum gangi vel! Æfingin leit vel út og hafði mun meiri áhrif á okkur en flutningur þeirra í undankeppninni heima fyrir.

Aserbaídjan – Skeletons


Við vissum eiginlega ekki við hverju var að búast frá Aserum í ár þegar kemur að sviðsetningu. Lagið og flytjandinn eru spennandi og því spenningur að sjá hvað verður á sviðinu. Í æfingarbrotinu er maður með hestshaus, stór krítartafla og Diana í flaksandi frakka. Við bara getum eiginlega ekki beðið eftir að sjá þetta í heilu lagi!

Moldóva – Hey Mamma


Elsku strákarnir okkar í Sunstroke Project litu vel út á sinni æfingu. Ekki virðast miklar breytingar frá undankeppninni heima fyrir og náladofadansinn og 90’s-sporið á sínum stað. Epic Sax Guy stelur svo auðvitað senunni að vanda!

Armenía – Fly With Me


Armenar halda þemanu úr myndbandinu og það virðist ganga upp. Stórskemmtilegur dansinn lífgar upp á lagið og í með góðri myndvinnslu mun þetta klárlega svínvirka í sjónvarpi!

Austurríki – Running On Air


Nathan hljóp upp Alpana í myndbandinu við lagið sitt. Á sviðinu virðist hann hins vegar hafa hlaupið til tungslins og okkur finnst það fara honum afskaplega vel!

Rúmenía – Yodel It


Það er ekki hægt að sleppa því að skoða Rúmeníu og jóðlið! Þau skötuhjúin mæta með glimmer fallbyssur á sviðið sem eiga án efa eftir að skjóta konfetti í kílóavís! Hvað er líka betra en jóðl og konfetti?!

Noregur – Grab the Moment


Þetta er að verða uppáhaldið okkar í ár, svona smám saman að minnsta kosti! Þeir Jowst og Aleksander eru ekkert mikið að breyta til frá því á sviðinu heima fyrir, Aleksander virðist meira segja vera í sama bolnum! Svo eru grímurnar á sínum stað og fyrir utan þær virðast þeir allir svo venjulegir að allir geta tengt við þá!

Ísrael – I Feel Alive


Við bjuggumst nú við aðeins meira stuði frá Imri en sést á æfingarbrotinu. Þar veifar hann bara höndunum í hreyfingu sem virðist passa illa við lagið. Raddlega hljómaði þó æfingin vel!

Búlgaría – Beautiful Mess


Við endum þessa yfirferð á elsku litla Kristian. Það er ekki hægt að segja annað en hann hafi gersamlega neglt sína æfingu! Það er svolítið eins og hann standi í risastórum undirgöngum en annars virðist atriðið látlaust og lagið látið tala.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s